Fótbolti

Skilur ekkert í frammi­stöðu sinna manna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tuchel skildi ekkert hvað var í gangi í kvöld.
Tuchel skildi ekkert hvað var í gangi í kvöld. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO

„Við vorum ekki nógu beittir í upphafi leiks að mínu mati. Fyrstu 12-15 mínúturnar hefum við getað refsað þeim,“ sagði Thomas Tuchel, hinn þýski þjálfari Chelsea, eftir 1-0 tap liðsins gegn Juventus á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Það var svo mikið pláss til þess að setja hættulega bolta inn í vítateig þeirra og spyrja þá fleiri spurninga,“ sagði Þjóðverjinn einnig.

„Við áttum erfitt með að finna taktinn í leik okkar í kvöld sem og ákefðina þar sem leikmenn Juventus sátu svo aftarlega og pressuðu lítið. Okkur skorti hlaup, við vorum góðir á æfingu í gær en ekki nægilega góðir í kvöld, ég veit ekki af hverju.“

„Við vorum nokkuð hægir og þreyttir, andlega þreyttir sem sást í ákvarðanatökum. Það er þess vegna sem þetta er skrítið og við þurfum að fara betur ofan í saumana á því,“ sagði Tuchel að endingu.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×