Fótbolti

Mikael og Daníel koma inn í landsliðshópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikael Egill Ellertsson í leik með U-21 árs landsliðinu.
Mikael Egill Ellertsson í leik með U-21 árs landsliðinu. vísir/Bára

Mikael Egill Ellertsson og Daníel Leó Grétarsson hafa verið kallaðir inn í A-landsliðið í fótbolta í stað Jóhanns Berg Guðmundssonar og Jóns Guðna Fjólusonar.

Jóhann Berg og Jón Guðni eru meiddir og hafa dregið sig út úr landsliðshópnum. Sá fyrrnefndi lýsti einnig yfir óánægju sinni með vinnubrögð KSÍ og sagði að það hefði haft áhrif á þá ákvörðun sína að draga sig út úr landsliðshópnum.

Daníel hefur leikið einn A-landsleik, gegn Kanada í janúar á síðasta ári. Mikael var valinn í A-landsliðið fyrir síðustu leiki þess en lék með U-21 árs landsliðinu.

Daníel leikur með Blackpool í ensku B-deildinni. Grindvíkingurinn hefur aðeins komið við sögu í einum leik með liðinu á tímabilinu.

Mikael, sem er nítján ára, leikur með ítalska B-deildarliðinu SPAL á láni frá Spezia.

Ísland mætir Armeníu 8. október og Liechtenstein 11. október. Þetta eru síðustu heimaleikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×