Guðjohnsen „hent“ úr landsliðinu þegar faðir valdi síðast tvo syni sína í liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 10:01 Andri Lucas Guðjohnsen stimplaði sig frábærlega inn í íslenska landsliðið í síðasta glugga og er aftur með núna. Að þessu sinni er eldri bróðir hans Sveinn Aron líka með. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, er með tvo syni sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn eins og frægt er. Það er liðin næstum því aldarfjórðungur síðan faðir valdi tvo syni sína í íslenska landsliðið. Guðjón Þórðarson valdi fyrst tvo syni í landsliðið sitt haustið 1997 en þar voru á ferðinni þeir Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson. Þetta vita margir en kannski ekki eins margir vita að þegar Þórður kom inn í hópinn þá henti Guðjón út úr liðnu Arnóri Guðjonsen, föður Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnór var þá orðinn 36 ára gamall en að spila við góðan orðstýr með Örebro í Svíþjóð. Í opnu DV mátti sjá mynd þegar Guðjón Þórðarson tekur í höndina á Arnóri Guðjohnsen eftir að Arnór fór af velli í síðasta sinn hjá landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/DV Þórður Guðjónsson hafði spilað með landsliðinu í nokkur ár en Bjarni var sex árum yngri og þarna að taka sín fyrstu spor með liðinu. Bjarni kom inn á sem varamaður í leik á móti Liechtenstein í ágúst en Þórður var ekki með í þeim leik af því að hann tók út leikbann. Þórður kom aftur á móti inn í hópinn fyrir Arnór fyrir leiki á móti Írum og Rúmeníu í september. Arnór var þarna einn reyndasti leikmaður þjóðarinnar og í öðru sæti yfir bæði flesta spilaða landsleiki og flest skoruð landsliðsmörk. Guðjón var að sjálfssögðu spurður út í fjarveru hans sem vakti mikla athygli á sínum tíma. „Með tilliti til þessa verkefnis ákvað ég að sleppa Arnóri í þessum tveimur leikjum en taka hann síðan í leikinn við Liechtenstein 11. október. Það er komið að ákveðnum starfslokum hjá Arnóri. Hann hefur skilað gríðarlega góðu starfi og nýst íslenska landsliðinu vel í gegnum tíðina. Hann var yngri mönnunum gott fordæmi með krafti sínum og baráttu og lék til dæmis vel gegn Norðmönnum á dögunum, en hann er orðinn 36 ára og komið að yngri mönnum að taka við af honum í landsliðinu,“ sagði Guðjón Þórðarson á blaðamannafundi þar sem hann kynnti liðið. Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins eftir að Arnóri Guðjohnsen var hent út úr landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/MBL Arnór Guðjohnsen lék síðan kveðjulandsleik sinn á Laugardalsvellinum 11. október 1997 og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Liechtenstein. Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru báðir í byrjunarliðinu þennan laugardag og skoruðu líka báðir í leiknum. Nú er Eiður Smári aðstoðarþjálfari landsliðsins og í nýjasta hópnum eru þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru saman í hópnum en þeir hafa báðir verið valdir í sitt hvoru lagi. Þórður og Bjarni spiluðu alls fimm landsleiki saman fyrir föður sinn en sá síðasti var leikur á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Þórður skoraði í þeim leik og þar skoraði Eiður Smári líka sitt mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland spilar tvo heimaleiki í þessum landsleikjaglugga, fyrst á móti Armeníu á föstudagskvöldið og svo á móti Liechtenstein á mánudaginn. HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Guðjón Þórðarson valdi fyrst tvo syni í landsliðið sitt haustið 1997 en þar voru á ferðinni þeir Þórður Guðjónsson og Bjarni Guðjónsson. Þetta vita margir en kannski ekki eins margir vita að þegar Þórður kom inn í hópinn þá henti Guðjón út úr liðnu Arnóri Guðjonsen, föður Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnór var þá orðinn 36 ára gamall en að spila við góðan orðstýr með Örebro í Svíþjóð. Í opnu DV mátti sjá mynd þegar Guðjón Þórðarson tekur í höndina á Arnóri Guðjohnsen eftir að Arnór fór af velli í síðasta sinn hjá landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/DV Þórður Guðjónsson hafði spilað með landsliðinu í nokkur ár en Bjarni var sex árum yngri og þarna að taka sín fyrstu spor með liðinu. Bjarni kom inn á sem varamaður í leik á móti Liechtenstein í ágúst en Þórður var ekki með í þeim leik af því að hann tók út leikbann. Þórður kom aftur á móti inn í hópinn fyrir Arnór fyrir leiki á móti Írum og Rúmeníu í september. Arnór var þarna einn reyndasti leikmaður þjóðarinnar og í öðru sæti yfir bæði flesta spilaða landsleiki og flest skoruð landsliðsmörk. Guðjón var að sjálfssögðu spurður út í fjarveru hans sem vakti mikla athygli á sínum tíma. „Með tilliti til þessa verkefnis ákvað ég að sleppa Arnóri í þessum tveimur leikjum en taka hann síðan í leikinn við Liechtenstein 11. október. Það er komið að ákveðnum starfslokum hjá Arnóri. Hann hefur skilað gríðarlega góðu starfi og nýst íslenska landsliðinu vel í gegnum tíðina. Hann var yngri mönnunum gott fordæmi með krafti sínum og baráttu og lék til dæmis vel gegn Norðmönnum á dögunum, en hann er orðinn 36 ára og komið að yngri mönnum að taka við af honum í landsliðinu,“ sagði Guðjón Þórðarson á blaðamannafundi þar sem hann kynnti liðið. Forsíða íþróttakálfs Morgunblaðsins eftir að Arnóri Guðjohnsen var hent út úr landsliðinu.Skjámynd/timarit.is/MBL Arnór Guðjohnsen lék síðan kveðjulandsleik sinn á Laugardalsvellinum 11. október 1997 og skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Liechtenstein. Þórður og Bjarni Guðjónssynir voru báðir í byrjunarliðinu þennan laugardag og skoruðu líka báðir í leiknum. Nú er Eiður Smári aðstoðarþjálfari landsliðsins og í nýjasta hópnum eru þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Lucas Guðjohnsen. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru saman í hópnum en þeir hafa báðir verið valdir í sitt hvoru lagi. Þórður og Bjarni spiluðu alls fimm landsleiki saman fyrir föður sinn en sá síðasti var leikur á móti Andorra á Laugardalsvellinum 4. september 1999. Þórður skoraði í þeim leik og þar skoraði Eiður Smári líka sitt mark fyrir íslenska A-landsliðið. Ísland spilar tvo heimaleiki í þessum landsleikjaglugga, fyrst á móti Armeníu á föstudagskvöldið og svo á móti Liechtenstein á mánudaginn.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira