Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 15:43 Aron Einar Gunnarsson með boltann í leik íslenska landsliðsins á móti Pólverjum í vináttulandsleik. Getty/Mateusz Slodkowski Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. Arnar var spurður sérstaklega út í það sem gekk á í aðdraganda þess að Aron Einar Gunnarsson gaf kost á sér en var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022. Arnar hitti Vöndu á fundi fyrir valið sitt en hún hafði þá ekki tekið við sem formaður sambandsins en var sú eina sem var í kjöri. „Ég flaug til Íslands á þriðjudaginn og Aron Einar tilkynnti okkur það á þriðjudaginn að hann gæfi kost á sér í landsliðið. Við þurftum bara að fá upplýsingar til þess að taka ákvörðun um það hvort við myndum velja Aron eða ekki,“ sagði Arnar Þór. „Ég byrjaði á því að eiga fund með fráfarandi stjórn og svo talaði ég við Vöndu. Ég útskýrði fyrir henni hvaða möguleika við höfðum akkúrat á þeirri stundu. Það vita allir núna hvernig staðan var en á fimmtudaginn var mjög erfitt að útskýra hlutina. Ég held að það skilji það allir núna,“ sagði Arnar Þór. „Það er ekki í okkar verkahring að vera nafngreina fólk og það er ekki í okkar verkahring í raun að vera að vinna í þessum málum alveg eins og það er ekki í ykkar verkahring að vera að nafngreina fólk í svona málum,“ sagði Arnar Þór og skaut þar á blaðamenn hér á landi. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Höfðu orð Vöndu eitthvað vægi í hans ákvörðun? „Hún hafði ekki verið kjörin formaður á þeirri stundu og stjórnin, sem var kosin á laugardaginn, var heldur ekki tekin til starfa. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja,“ sagði Arnar Þór. „Það sem gerðist í síðasta glugga var að Kolbeinn var tekinn út úr hópnum. Það er eitthvað sem þú vilt ekki sem þjálfari,“ sagði Arnar en hann var mjög ósáttur með það í síðasta glugga. „Til þess að geta tekið ákvarðanir þá er oft best að setja sig í spor annarra. Við settum okkur bara í spor nýrrar stjórnar og Vöndu og tókum ákvörðun út frá því sem við fengum að heyra frá fráfarandi stjórn. Það eru krefjandi ákvarðanir sem við þurfum stundum að taka og við tökum þær eftir bestu getu,“ sagði Arnar Þór. HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Arnar var spurður sérstaklega út í það sem gekk á í aðdraganda þess að Aron Einar Gunnarsson gaf kost á sér en var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022. Arnar hitti Vöndu á fundi fyrir valið sitt en hún hafði þá ekki tekið við sem formaður sambandsins en var sú eina sem var í kjöri. „Ég flaug til Íslands á þriðjudaginn og Aron Einar tilkynnti okkur það á þriðjudaginn að hann gæfi kost á sér í landsliðið. Við þurftum bara að fá upplýsingar til þess að taka ákvörðun um það hvort við myndum velja Aron eða ekki,“ sagði Arnar Þór. „Ég byrjaði á því að eiga fund með fráfarandi stjórn og svo talaði ég við Vöndu. Ég útskýrði fyrir henni hvaða möguleika við höfðum akkúrat á þeirri stundu. Það vita allir núna hvernig staðan var en á fimmtudaginn var mjög erfitt að útskýra hlutina. Ég held að það skilji það allir núna,“ sagði Arnar Þór. „Það er ekki í okkar verkahring að vera nafngreina fólk og það er ekki í okkar verkahring í raun að vera að vinna í þessum málum alveg eins og það er ekki í ykkar verkahring að vera að nafngreina fólk í svona málum,“ sagði Arnar Þór og skaut þar á blaðamenn hér á landi. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Höfðu orð Vöndu eitthvað vægi í hans ákvörðun? „Hún hafði ekki verið kjörin formaður á þeirri stundu og stjórnin, sem var kosin á laugardaginn, var heldur ekki tekin til starfa. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja,“ sagði Arnar Þór. „Það sem gerðist í síðasta glugga var að Kolbeinn var tekinn út úr hópnum. Það er eitthvað sem þú vilt ekki sem þjálfari,“ sagði Arnar en hann var mjög ósáttur með það í síðasta glugga. „Til þess að geta tekið ákvarðanir þá er oft best að setja sig í spor annarra. Við settum okkur bara í spor nýrrar stjórnar og Vöndu og tókum ákvörðun út frá því sem við fengum að heyra frá fráfarandi stjórn. Það eru krefjandi ákvarðanir sem við þurfum stundum að taka og við tökum þær eftir bestu getu,“ sagði Arnar Þór.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira