Fótbolti

Í liði vikunnar þrjár vikur í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Shelina Zadorsky hefur reynst Tottenham Hotspur vel síðan hún gekk í raðir félagsins.
Shelina Zadorsky hefur reynst Tottenham Hotspur vel síðan hún gekk í raðir félagsins. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC via Getty Images

Kanadíska knattspyrnukonan Shelina Zadorsky, miðvörður Tottenham Hotspur, hefur verið valin í lið vikunnar í ensku Ofurdeildinni þrjár vikur í röð, en hingað til hefur liðið aðeins leikið fjóra leiki á tímabilinu.

Zadorsky hefur því einungis misst af sæti í liði vikunnar einu sinni á tímabilinu, en það var í 1-0 sigri gegn Birmingham í fyrstu umferð ensku Ofurdeildarinnar.

Þessi kanadíska landsliðskona gekk í raðir Lundúnaliðsins í ágúst í fyrra frá Orlando Pride í Bandaríkjunum, fyrst á láni, en var svo formlega orðin leikmaður Tottenham í janúar á þessu ári.

Þegar fjórum umferðum er lokið í ensku Ofurdeildinni hefur Tottenham unnið alla leiki sína og situr í öðru sæti með 12 stig, líkt og Arsenal, en með verri markatölu. Í þessum fjórum leikjum hefur Zadorsky átt stóran þátt í því að liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×