Leedsari breytti leiknum fyrir Brasilíumenn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 08:30 Raphinha á fullri ferð með boltann í sínum fyrsta landsleik í nótt. EPA-EFE/Miguel Gutierrez Brasilíumenn unnu endurkomusigur í undankeppni HM í nótt en nágrönnum þeirra í Argentínu tókst ekki að skora í sínum leik. Brasilíska liðið vann 3-1 útisigur á Venesúela og er því áfram með fullt hús á toppi Suður-ameríku riðilsins. Brasilíumenn voru þó 1-0 undir í hálfleik þegar Tite þjálfari kallaði á Raphinha, vængmann Leeds United. What a debut! Venezuela lead 1-0 at half-time, Raphinha comes on, gets involved in all three goals, gets two assists, @CBF_Futebol wins 3-1! pic.twitter.com/DKNYVPa0DM— Leeds United (@LUFC) October 8, 2021 Raphinha átti frábæra innkomu og lagði upp tvö mörk í þriggja marka hálfleik og gestirnir frá Brasilíu unnu 3-1. „Tite bað mig bara um að gera það sem ég geri hjá Leeds,“ sagði Raphinha eftir leikinn og bætti við: „Ég held að ég hafi ekki ollið honum, liðfélögunum eða stuðningsmönnum Brasilíu vonbrigðum,“ sagði Raphinha. Hann er 24 ára gamall og var að spila sinn fyrsta landsleik. Raphina kom til Leeds frá Rennes í Frakklandi árið 2020. Brasilía hafði fyrir leikinn ekki tapað í átján leikjum í undankeppni stórmóts og var með átta sigra í átta leikjum í undankeppni HM í Katar 2022. 1 year ago today, Raphinha signed for Leeds 38 Appearances 9 Goals 9 Assists 165 Mins per G/ABrazilian magic. #LUFC pic.twitter.com/zA1EDSROkX— LUFCMOT (@LUFCMOTcom) October 5, 2021 Raphina kom inn á fyrir Everton Ribeiro í hálfleik og þá komu líka inn þeir Vinicius Jr og Antony. Marquinhos jafnaði með skalla á 71. mínútu eftir hornspyrnu Raphinha og Gabriel Barbosa kom Brasilíu síðan yfir úr vítaspyrnu. Antony, sem leikur með Ajax, innsiglaði síðan sigurinn eftir fyrirgjöf frá Raphina. Raphina hafði verið valinn í fyrsta skiptið í síðasta glugga en fékk þá ekki að koma vegna COVID-19 reglna. „Ég var mjög óþreyjufullur að spila minn fyrsta leik og það ágerðist bara eftir að ég mátti ekki kom síðasta. Þá varð ég enn ákafari að fá að klæðast brasilísku landsliðstreyjunni,“ sagði Raphinha. „Það var mjög gott fyrir mig persónulega að fá þessar mínútur og geta hjálpað liðsfélögum mínum inn á vellinum,“ sagði Raphinha. Raphinha v Venezuela 21 Passes Completed 3 Key Passes 2 Assists #BRAxVEN pic.twitter.com/SAQodKwml4— Tristão (@ElWoodinho) October 8, 2021 Það gekk ekki eins vel hjá nágrönnunum í Argentínu sem náðu bara markalausu jafntefli á móti Paragvæ á útivelli. Úrúgvæ gerði líka markalaust jafntefli en á heimavelli á móti Kólumbíu. Báðar þjóðir eru í hópi þeirri fjögurra sem nú sitja í sæti sem gefur þátttökurétt á HM. Brasilíumenn eru efstir með 27 stig, Argentínumenn eru með 19 stig, Ekvadorar og Úrúgvæjar eru síðan með 16 stig, tveimur stigum á undan Kólumbíu sem situr í fimmta sætinu. Fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM en fimmta sætið gefur þátttökurétt í umspili með þjóðum úr öðrum álfum. HM 2022 í Katar Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Sjá meira
Brasilíska liðið vann 3-1 útisigur á Venesúela og er því áfram með fullt hús á toppi Suður-ameríku riðilsins. Brasilíumenn voru þó 1-0 undir í hálfleik þegar Tite þjálfari kallaði á Raphinha, vængmann Leeds United. What a debut! Venezuela lead 1-0 at half-time, Raphinha comes on, gets involved in all three goals, gets two assists, @CBF_Futebol wins 3-1! pic.twitter.com/DKNYVPa0DM— Leeds United (@LUFC) October 8, 2021 Raphinha átti frábæra innkomu og lagði upp tvö mörk í þriggja marka hálfleik og gestirnir frá Brasilíu unnu 3-1. „Tite bað mig bara um að gera það sem ég geri hjá Leeds,“ sagði Raphinha eftir leikinn og bætti við: „Ég held að ég hafi ekki ollið honum, liðfélögunum eða stuðningsmönnum Brasilíu vonbrigðum,“ sagði Raphinha. Hann er 24 ára gamall og var að spila sinn fyrsta landsleik. Raphina kom til Leeds frá Rennes í Frakklandi árið 2020. Brasilía hafði fyrir leikinn ekki tapað í átján leikjum í undankeppni stórmóts og var með átta sigra í átta leikjum í undankeppni HM í Katar 2022. 1 year ago today, Raphinha signed for Leeds 38 Appearances 9 Goals 9 Assists 165 Mins per G/ABrazilian magic. #LUFC pic.twitter.com/zA1EDSROkX— LUFCMOT (@LUFCMOTcom) October 5, 2021 Raphina kom inn á fyrir Everton Ribeiro í hálfleik og þá komu líka inn þeir Vinicius Jr og Antony. Marquinhos jafnaði með skalla á 71. mínútu eftir hornspyrnu Raphinha og Gabriel Barbosa kom Brasilíu síðan yfir úr vítaspyrnu. Antony, sem leikur með Ajax, innsiglaði síðan sigurinn eftir fyrirgjöf frá Raphina. Raphina hafði verið valinn í fyrsta skiptið í síðasta glugga en fékk þá ekki að koma vegna COVID-19 reglna. „Ég var mjög óþreyjufullur að spila minn fyrsta leik og það ágerðist bara eftir að ég mátti ekki kom síðasta. Þá varð ég enn ákafari að fá að klæðast brasilísku landsliðstreyjunni,“ sagði Raphinha. „Það var mjög gott fyrir mig persónulega að fá þessar mínútur og geta hjálpað liðsfélögum mínum inn á vellinum,“ sagði Raphinha. Raphinha v Venezuela 21 Passes Completed 3 Key Passes 2 Assists #BRAxVEN pic.twitter.com/SAQodKwml4— Tristão (@ElWoodinho) October 8, 2021 Það gekk ekki eins vel hjá nágrönnunum í Argentínu sem náðu bara markalausu jafntefli á móti Paragvæ á útivelli. Úrúgvæ gerði líka markalaust jafntefli en á heimavelli á móti Kólumbíu. Báðar þjóðir eru í hópi þeirri fjögurra sem nú sitja í sæti sem gefur þátttökurétt á HM. Brasilíumenn eru efstir með 27 stig, Argentínumenn eru með 19 stig, Ekvadorar og Úrúgvæjar eru síðan með 16 stig, tveimur stigum á undan Kólumbíu sem situr í fimmta sætinu. Fjórar efstu þjóðirnar fara beint á HM en fimmta sætið gefur þátttökurétt í umspili með þjóðum úr öðrum álfum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Sjá meira