Setti út á val þjálfarans á Instagram en er fyrirliði í Laugardalnum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2021 12:01 Henrikh Mkhitaryan hefur verið fyrirliði Armeníu um árabil og er klár í slaginn gegn Íslandi í kvöld. Getty/Lukasz Sobala Það velkist enginn í vafa um hver skærasta stjarna mótherja Íslands í kvöld er. Fyrirliðinn Henrikh Mkhitaryan leiðir Armena væntanlega inn á Laugardalsvöll en samband hans við spænska þjálfarann Joaquín Caparrós hefur þó virst stirt. Mkhitaryan er lifandi goðsögn í Armeníu og hefur til að mynda tíu sinnum verið valinn knattspyrnumaður ársins þar í landi. Þessi 32 ára, sóknarsinnaði miðjumaður skoraði fyrir Roma í ítalska boltanum um liðna helgi. Áður hefur hann spilað með Arsenal, Manchester United og Dortmund, eftir að hafa fyrst vakið athygli hjá Shaktar Donetsk. Mkhitaryan var ekki með Armeníu í 2-0 sigrinum gegn Íslandi í mars en hann var þá frá keppni vegna meiðsla. Ekki sannfærandi ástæður Þjálfarinn Caparrós ákvað svo að velja Mkhitaryan ekki í landsliðshóp sinn vegna vináttulandsleikja í júní. Það fór öfugt ofan í fyrirliðann sem furðaði sig á ákvörðuninni í færslu á Instagram. Þar skrifaði hann: View this post on Instagram A post shared by Henrikh Mkhitaryan (@micki_taryan) „Mér til furðu hef ég fengið að vita það hjá þjálfarateymi landsliðs Armeníu að einhverra hluta vegna verði ég ekki valinn í komandi landsleiki. Ástæðurnar sem mér voru gefnar voru ekki sannfærandi. Engu að síður stend ég með strákunum og óska þeim alls hins besta í komandi leikjum.“ Caparrós svaraði færslunni og sagðist einfaldlega hafa viljað prófa nýja leikmenn í vináttulandsleikjunum. Mkhitaryan væri liðinu mikilvægur. Þjálfarinn sagðist hins vegar aldrei koma til með að láta aðra hafa áhrif á leikmannaval sitt. Í þessum vináttulandsleikjum gerði Armenía 1-1 jafntefli við Króatíu en tapaði 3-1 fyrir Svíþjóð. Mættir til Íslands eftir mikil vonbrigði í síðustu leikjum Í september sneri Mkhitaryan aftur í landsliðshóp Armena og lék allar 270 mínúturnar í leikjunum við Norður-Makedóníu, Þýskaland og Liechtenstein. Frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum en Armenía gerði markalaust jafntefli við N-Makedóníu, tapaði 6-0 gegn Þýskalandi og gerði svo 1-1 jafntefli við eitt allra slakasta landslið Evrópu; Liechtenstein. Nú eru Mkhitaryan og félagar mættir til Íslands og æfðu þeir í kuldanum á Laugardalsvelli í gær. Þrátt fyrir gengið í september er Armenía í 2. sæti J-riðils með 11 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem með sigri í kvöld getur haldið í veika von um að enda í 2. sætinu og komast í HM-umspil. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Það er mjög erfitt að pirra mig“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að ungu leikmennirnir í landsliðinu þurfi að læra hratt og vel. Hann ergir sig ekki á því hve marga leikmenn vantar í hópinn að þessu sinni. 8. október 2021 08:01 Birkir fyrirliði í landsleik 102: Segist ekki berjast við nafna sinn um metið Í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar, Kára Árnasonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar kemur það í hlut Birkis Bjarnasonar að vera fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta í leiknum við Armeníu á morgun. 7. október 2021 13:39 Reyndu að sannfæra Jóhann en hafa ekki rætt ummælin um KSÍ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segist ekki hafa rætt við Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða Íslands í síðasta landsleikjaglugga, um afstöðu Jóhanns til vinnubragða KSÍ. 5. október 2021 15:36 Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. 5. október 2021 15:43 „Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“ Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. 7. október 2021 08:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Mkhitaryan er lifandi goðsögn í Armeníu og hefur til að mynda tíu sinnum verið valinn knattspyrnumaður ársins þar í landi. Þessi 32 ára, sóknarsinnaði miðjumaður skoraði fyrir Roma í ítalska boltanum um liðna helgi. Áður hefur hann spilað með Arsenal, Manchester United og Dortmund, eftir að hafa fyrst vakið athygli hjá Shaktar Donetsk. Mkhitaryan var ekki með Armeníu í 2-0 sigrinum gegn Íslandi í mars en hann var þá frá keppni vegna meiðsla. Ekki sannfærandi ástæður Þjálfarinn Caparrós ákvað svo að velja Mkhitaryan ekki í landsliðshóp sinn vegna vináttulandsleikja í júní. Það fór öfugt ofan í fyrirliðann sem furðaði sig á ákvörðuninni í færslu á Instagram. Þar skrifaði hann: View this post on Instagram A post shared by Henrikh Mkhitaryan (@micki_taryan) „Mér til furðu hef ég fengið að vita það hjá þjálfarateymi landsliðs Armeníu að einhverra hluta vegna verði ég ekki valinn í komandi landsleiki. Ástæðurnar sem mér voru gefnar voru ekki sannfærandi. Engu að síður stend ég með strákunum og óska þeim alls hins besta í komandi leikjum.“ Caparrós svaraði færslunni og sagðist einfaldlega hafa viljað prófa nýja leikmenn í vináttulandsleikjunum. Mkhitaryan væri liðinu mikilvægur. Þjálfarinn sagðist hins vegar aldrei koma til með að láta aðra hafa áhrif á leikmannaval sitt. Í þessum vináttulandsleikjum gerði Armenía 1-1 jafntefli við Króatíu en tapaði 3-1 fyrir Svíþjóð. Mættir til Íslands eftir mikil vonbrigði í síðustu leikjum Í september sneri Mkhitaryan aftur í landsliðshóp Armena og lék allar 270 mínúturnar í leikjunum við Norður-Makedóníu, Þýskaland og Liechtenstein. Frammistaða liðsins olli miklum vonbrigðum en Armenía gerði markalaust jafntefli við N-Makedóníu, tapaði 6-0 gegn Þýskalandi og gerði svo 1-1 jafntefli við eitt allra slakasta landslið Evrópu; Liechtenstein. Nú eru Mkhitaryan og félagar mættir til Íslands og æfðu þeir í kuldanum á Laugardalsvelli í gær. Þrátt fyrir gengið í september er Armenía í 2. sæti J-riðils með 11 stig, sjö stigum á undan Íslandi sem með sigri í kvöld getur haldið í veika von um að enda í 2. sætinu og komast í HM-umspil.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Það er mjög erfitt að pirra mig“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að ungu leikmennirnir í landsliðinu þurfi að læra hratt og vel. Hann ergir sig ekki á því hve marga leikmenn vantar í hópinn að þessu sinni. 8. október 2021 08:01 Birkir fyrirliði í landsleik 102: Segist ekki berjast við nafna sinn um metið Í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar, Kára Árnasonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar kemur það í hlut Birkis Bjarnasonar að vera fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta í leiknum við Armeníu á morgun. 7. október 2021 13:39 Reyndu að sannfæra Jóhann en hafa ekki rætt ummælin um KSÍ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segist ekki hafa rætt við Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða Íslands í síðasta landsleikjaglugga, um afstöðu Jóhanns til vinnubragða KSÍ. 5. október 2021 15:36 Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. 5. október 2021 15:43 „Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“ Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. 7. október 2021 08:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
„Það er mjög erfitt að pirra mig“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að ungu leikmennirnir í landsliðinu þurfi að læra hratt og vel. Hann ergir sig ekki á því hve marga leikmenn vantar í hópinn að þessu sinni. 8. október 2021 08:01
Birkir fyrirliði í landsleik 102: Segist ekki berjast við nafna sinn um metið Í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar, Kára Árnasonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar kemur það í hlut Birkis Bjarnasonar að vera fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta í leiknum við Armeníu á morgun. 7. október 2021 13:39
Reyndu að sannfæra Jóhann en hafa ekki rætt ummælin um KSÍ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segist ekki hafa rætt við Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða Íslands í síðasta landsleikjaglugga, um afstöðu Jóhanns til vinnubragða KSÍ. 5. október 2021 15:36
Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. 5. október 2021 15:43
„Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“ Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. 7. október 2021 08:01