Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2021 16:20 Arnar Gunnlaugsson og bróðir hans Bjarki Gunnlaugsson voru drifkrafturinn á bak við verkefnið. Samsett Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. Það var úrskurðað gjaldþrota þann 9. júní síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að skiptum hafi lokið 1. september án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur sem námu rúmum sex milljónum króna. DV greindi fyrst frá. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2011 að hugmyndin með félaginu væri að opna spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, sem rekið er af Icelandair Hotels. Höfðu bræðurnir þá kynnt málið fyrir hagsmunasamtökum og alþingismönnum en lagabreytingu hefði þurft til að fyrirætlanirnar yrðu að veruleika. Nú er ljóst að lítið var úr draumum tvíburanna um opnun spilavítis en hugmyndir þeirra rúmast enn ekki innan ramma íslenskra laga. Meðal annars voru uppi hugmyndir um að eyrnamerkja hluta tekna ákveðnu góðgerðarverkefni eða átaki á borð við kynningu á vetrarferðum til Íslands. Ferðaþjónustan jákvæð en ekki heilbrigðisráðuneytið Ábyrg Spilamennska skilaði siðast ársreikningi árið 2016 og gefa síðustu ársreikningar til kynna að enginn rekstur hafi verið í félaginu. Einu skuldir félagsins voru rúmlega 5,5 milljón króna skuld við hluthafa þess. Í ljósi fyrirætlana tvíburana og Icelandair Hotels óskaði Katrín Júlíusdóttir, þáverandi ráðherra ferðamála, eftir óformlegum umsögnum árið 2010, meðal annars frá dómsmálaráðuneytinu, landlækni, lögreglu og ferðaþjónustunni. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar taldi ekkert athugavert við lögleiðinguna, svo framarlega sem góðar reglur yrði settar. Ferðamálastofa sagði viðskiptaleg rök vissulega vera fyrir hendi, en í svarinu kom einnig fram að ekki væri litið til annarra þátta, svo sem siðferðislegra og lögfræðilegra í þeirri niðurstöðu. Heilbrigðisráðuneytið lagðist alfarið gegn opnun spilavíta og vísaði til álits landlæknis sem taldi að opnun spilavíta gæti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna. Gjaldþrot Fjárhættuspil Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Það var úrskurðað gjaldþrota þann 9. júní síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að skiptum hafi lokið 1. september án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur sem námu rúmum sex milljónum króna. DV greindi fyrst frá. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2011 að hugmyndin með félaginu væri að opna spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, sem rekið er af Icelandair Hotels. Höfðu bræðurnir þá kynnt málið fyrir hagsmunasamtökum og alþingismönnum en lagabreytingu hefði þurft til að fyrirætlanirnar yrðu að veruleika. Nú er ljóst að lítið var úr draumum tvíburanna um opnun spilavítis en hugmyndir þeirra rúmast enn ekki innan ramma íslenskra laga. Meðal annars voru uppi hugmyndir um að eyrnamerkja hluta tekna ákveðnu góðgerðarverkefni eða átaki á borð við kynningu á vetrarferðum til Íslands. Ferðaþjónustan jákvæð en ekki heilbrigðisráðuneytið Ábyrg Spilamennska skilaði siðast ársreikningi árið 2016 og gefa síðustu ársreikningar til kynna að enginn rekstur hafi verið í félaginu. Einu skuldir félagsins voru rúmlega 5,5 milljón króna skuld við hluthafa þess. Í ljósi fyrirætlana tvíburana og Icelandair Hotels óskaði Katrín Júlíusdóttir, þáverandi ráðherra ferðamála, eftir óformlegum umsögnum árið 2010, meðal annars frá dómsmálaráðuneytinu, landlækni, lögreglu og ferðaþjónustunni. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar taldi ekkert athugavert við lögleiðinguna, svo framarlega sem góðar reglur yrði settar. Ferðamálastofa sagði viðskiptaleg rök vissulega vera fyrir hendi, en í svarinu kom einnig fram að ekki væri litið til annarra þátta, svo sem siðferðislegra og lögfræðilegra í þeirri niðurstöðu. Heilbrigðisráðuneytið lagðist alfarið gegn opnun spilavíta og vísaði til álits landlæknis sem taldi að opnun spilavíta gæti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna.
Gjaldþrot Fjárhættuspil Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Sjá meira
Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49