Hugmyndir um spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica urðu að engu Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2021 16:20 Arnar Gunnlaugsson og bróðir hans Bjarki Gunnlaugsson voru drifkrafturinn á bak við verkefnið. Samsett Skiptum er lokið í þrotabúi félagsins Ábyrg Spilamennska ehf. en engar eignir fundust í búinu. Félagið var stofnað af Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum auk Icelandair Hotels til að kanna möguleikann á því að opna löglegan spilasal eða casino hérlendis. Það var úrskurðað gjaldþrota þann 9. júní síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að skiptum hafi lokið 1. september án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur sem námu rúmum sex milljónum króna. DV greindi fyrst frá. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2011 að hugmyndin með félaginu væri að opna spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, sem rekið er af Icelandair Hotels. Höfðu bræðurnir þá kynnt málið fyrir hagsmunasamtökum og alþingismönnum en lagabreytingu hefði þurft til að fyrirætlanirnar yrðu að veruleika. Nú er ljóst að lítið var úr draumum tvíburanna um opnun spilavítis en hugmyndir þeirra rúmast enn ekki innan ramma íslenskra laga. Meðal annars voru uppi hugmyndir um að eyrnamerkja hluta tekna ákveðnu góðgerðarverkefni eða átaki á borð við kynningu á vetrarferðum til Íslands. Ferðaþjónustan jákvæð en ekki heilbrigðisráðuneytið Ábyrg Spilamennska skilaði siðast ársreikningi árið 2016 og gefa síðustu ársreikningar til kynna að enginn rekstur hafi verið í félaginu. Einu skuldir félagsins voru rúmlega 5,5 milljón króna skuld við hluthafa þess. Í ljósi fyrirætlana tvíburana og Icelandair Hotels óskaði Katrín Júlíusdóttir, þáverandi ráðherra ferðamála, eftir óformlegum umsögnum árið 2010, meðal annars frá dómsmálaráðuneytinu, landlækni, lögreglu og ferðaþjónustunni. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar taldi ekkert athugavert við lögleiðinguna, svo framarlega sem góðar reglur yrði settar. Ferðamálastofa sagði viðskiptaleg rök vissulega vera fyrir hendi, en í svarinu kom einnig fram að ekki væri litið til annarra þátta, svo sem siðferðislegra og lögfræðilegra í þeirri niðurstöðu. Heilbrigðisráðuneytið lagðist alfarið gegn opnun spilavíta og vísaði til álits landlæknis sem taldi að opnun spilavíta gæti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna. Gjaldþrot Fjárhættuspil Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Það var úrskurðað gjaldþrota þann 9. júní síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að skiptum hafi lokið 1. september án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur sem námu rúmum sex milljónum króna. DV greindi fyrst frá. Fram kom í Morgunblaðinu árið 2011 að hugmyndin með félaginu væri að opna spilavíti á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, sem rekið er af Icelandair Hotels. Höfðu bræðurnir þá kynnt málið fyrir hagsmunasamtökum og alþingismönnum en lagabreytingu hefði þurft til að fyrirætlanirnar yrðu að veruleika. Nú er ljóst að lítið var úr draumum tvíburanna um opnun spilavítis en hugmyndir þeirra rúmast enn ekki innan ramma íslenskra laga. Meðal annars voru uppi hugmyndir um að eyrnamerkja hluta tekna ákveðnu góðgerðarverkefni eða átaki á borð við kynningu á vetrarferðum til Íslands. Ferðaþjónustan jákvæð en ekki heilbrigðisráðuneytið Ábyrg Spilamennska skilaði siðast ársreikningi árið 2016 og gefa síðustu ársreikningar til kynna að enginn rekstur hafi verið í félaginu. Einu skuldir félagsins voru rúmlega 5,5 milljón króna skuld við hluthafa þess. Í ljósi fyrirætlana tvíburana og Icelandair Hotels óskaði Katrín Júlíusdóttir, þáverandi ráðherra ferðamála, eftir óformlegum umsögnum árið 2010, meðal annars frá dómsmálaráðuneytinu, landlækni, lögreglu og ferðaþjónustunni. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar taldi ekkert athugavert við lögleiðinguna, svo framarlega sem góðar reglur yrði settar. Ferðamálastofa sagði viðskiptaleg rök vissulega vera fyrir hendi, en í svarinu kom einnig fram að ekki væri litið til annarra þátta, svo sem siðferðislegra og lögfræðilegra í þeirri niðurstöðu. Heilbrigðisráðuneytið lagðist alfarið gegn opnun spilavíta og vísaði til álits landlæknis sem taldi að opnun spilavíta gæti haft neikvæð áhrif á heilsu landsmanna.
Gjaldþrot Fjárhættuspil Reykjavík Tengdar fréttir Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fagnar aukinni umræðu um spilavíti „Menn mega ekki láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þetta verður að vera fagleg umræða þar sem við metum kosti og galla," segir Arnar Gunnlaugsson aðspurður um álit heilbrigðisráðuneytisins um opnun spilavíta hér á landi. Hann fagnar aukinni umræðu um málefnið. 27. febrúar 2010 13:49