Einkunnir Íslands: Táningurinn toppaði alla Íþróttadeild Vísis skrifar 8. október 2021 21:34 Birkir Már Sævarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson vita að boltinn er að lenda í netinu en varnarmenn Armeníu horfa svekktir á. vísir/Jónína Alls geta 1.697 áhorfendur sagst hafa verið á staðnum þegar hinn 18 ára Ísak Bergmann Jóhannesson varð yngsti markaskorari landsliðsins frá upphafi. Hann stóð upp úr í einkunnagjöf Vísis en Jón Dagur Þorsteinsson átti einnig góðan leik. Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu á Laugardalsvelli í kvöld, í sjöunda leik sínum af tíu í undankeppni HM í fótbolta í Katar. Arnar Þór Viðarsson veðjaði á hinn 21 árs gamla Elías Rafn Ólafsson í stöðu markvarðar. Reyndir bakverðir voru í vörninni ásamt miðvarðaparinu sem fengið hefur að þróast saman síðan í vináttulandsleikjunum snemma í sumar. Á miðjunni voru reyndir kappar ásamt Þóri Jóhanni Helgasyni sem hélt stöðu sinni í byrjunarliði frá því gegn Þýskalandi í síðasta mánuði. Jón Dagur og Albert Guðmundsson voru á köntunum og Viðar Örn Kjartansson fremstur. Liðið breyttist hins vegar talsvert þegar á leið og tvær skiptingar voru gerðar strax í hálfleik. Svona er einkunnagjöf íslenska liðsins í kvöld: Elías Rafn Ólafsson, markvörður 6 Elías fékk að spila sinn fyrsta A-landsleik og komst mjög vel frá sínu. Hann gat lítið gert í markinu sem Armenía skoraði en þurfti annars lítið að verja. Hann greip hins fullkomlega inn í fyrirgjafir og stungusendingar þegar á þurfti að halda. Ekkert sem bendir til annars en að hann fái áfram að eflast í þessari stöðu eftir magnaðan mánuð með Midtjylland í Danmörku. Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður 6 Bar stóra sök í marki Armeníu þar sem hann virtist sofna á verðinum og gleyma Kamo Hovhannisyan á fjærstönginni. Bætti fyrir það með því að leggja upp jöfnunarmark Íslands af mikilli yfirvegun og var annars öruggur varnarlega og alltaf tilbúinn til að taka á rás fram hægri kantinn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 5 Hjörtur átti ágætan leik í miðri vörninni en gerði þó örfá mistök og mætti vanda betur hvernig hann skilar boltanum frá sér. Var skipt af velli á 68. mínútu þegar Ísland reyndi að auka sóknarþungann. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 6 Nokkuð öruggur eins og hann hefur verið í þessu hlutverki þrátt fyrir ungan aldur, og greip inn í þegar á þurfti að halda. Náði aðeins að leika fyrri hálfleikinn, væntanlega vegna meiðsla. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Varðist ekki fullkomlega en merkilega seigur við að bjarga sér í flestum tilvikum. Baráttuglaður að vanda en ekki eins ógnandi fram á við eins og á árum áður. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 5 Hafði heldur hægt um sig á miðjunni og átti sinn þátt í því að Armenía fann sér fulloft pláss á milli varnar og miðju íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum. Klettharður í návígum og kom ágætlega út í stöðu miðvarðar þegar Ísland reyndi að auka sóknarþungann. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Gerði hlutina stundum allt of hægt og hefur ekki lengur nægan sprengikraft til að nýta nógu vel góð og mörg hlaup sín inn í teiginn og upp í hornin. Öruggur með boltann og færir ungu og óreyndu liði dýrmæta yfirvegun auk þess að vita hvenær hans er þörf í varnarleiknum. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður 4 Gerði stundum hálffurðuleg mistök í fyrri hálfleiknum og var heppinn að ein þeirra skildu ekki færa Armeníu dauðafæri. Betri í seinni hálfleiknum en skilaði ekki nægilega miklu í leiknum, hvorki í sókn né vörn, og fékk kannski að hanga fulllengi inni á. Albert Guðmundsson, hægri kantmaður 5 Löngu sannað að Albert nýtur sín betur á miðjum vellinum en úti á kanti. Eftir að hann var færður innar í seinni hálfleiknum skilaði það sér í fullkominni forstoðsendingu í jöfnunarmarkinu. Nálægt því að skora snemma leiks en var kominn í þröngt færi og skaut framhjá. Missti annars boltann of oft og virtist í mestu vandræðum með að fóta sig á slökum vellinum. Jón Dagur Þorsteinsson reyndist Armenum á köflum erfiður.vísir/jónína Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri vængmaður 7 Kraftmikill og áræðinn, og virtist bara vaxa ásmegin þegar á leið svo það var frekar skrýtið að sjá hann fara af velli eftir þrælgóðan sprett framhjá hálfu, armenska liðinu. Kannski fóru síðustu orkudroparnir þar. Átti fínar sendingar inn í teiginn sem hefðu vel getað skilað marki í fyrri hálfleiknum. Viðar Örn Kjartansson, framherji 4 Fékk aðeins að spila fyrri hálfleikinn enda kom ekki nógu mikið út úr honum. Náði þó að finna sér ágætt færi eftir undirbúning Jóns Dags en skaut föstu skoti framhjá. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Viðar Örn á 46. mínútu 8 Stimplaði sig glæsilega inn á miðjuna og skilaði góðu hlutverki í sókn og vörn. Skoraði sitt fyrsta af vonandi mörgum landsliðsmörkum en átti tvö mjög álitleg skot til viðbótar og hafði hvetjandi áhrif á liðsfélaga sína. Daníel Leó Grétarsson kom inn á fyrir Brynjar Inga á 46. mínútu 6 Daníel fær stórt hrós fyrir að hafa komið af öryggi inn í vörnina, býsna óvænt, eftir að hafa varla spilað leik á tímabilinu með Blackpool. Lét finna vel fyrir sér, var kannski fullæstur fyrstu mínúturnar en fljótur að finna jafnvægi og réttan takt í að koma boltanum frá sér. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Hjört á 68. mínútu 5 Var ekkert meira áberandi en Viðar í fremstu víglínunni en fékk minni tíma til að láta til sín taka. Ísland þarf sterkari kandídata á toppnum miðað við frammistöðu þeirra í kvöld. Mikael Anderson kom inn á fyrir Jón Dag á 81. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Þóri á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ísak Bergmann yngsti markaskorari landsliðsins frá upphafi Ísak Bergmann Jóhannesson sett nýtt met í kvöld þegar hann jafnaði metin á móti Armeníu í undankeppni HM. Hann er yngsti markaskorari landsliðsins, bæði í landsleik og í keppnisleik. 8. október 2021 20:30 Leik lokið: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20 Byrjunarlið Íslands: Elías Rafn byrjar í sínum fyrsta A-landsleik, Birkir Már heldur sæti sínu og Jón Dagur fær loks sénsinn Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. Ísland mætir Armeníu í undankeppni HM kl. 19.45 á Laugardalsvelli. 8. október 2021 17:25 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu á Laugardalsvelli í kvöld, í sjöunda leik sínum af tíu í undankeppni HM í fótbolta í Katar. Arnar Þór Viðarsson veðjaði á hinn 21 árs gamla Elías Rafn Ólafsson í stöðu markvarðar. Reyndir bakverðir voru í vörninni ásamt miðvarðaparinu sem fengið hefur að þróast saman síðan í vináttulandsleikjunum snemma í sumar. Á miðjunni voru reyndir kappar ásamt Þóri Jóhanni Helgasyni sem hélt stöðu sinni í byrjunarliði frá því gegn Þýskalandi í síðasta mánuði. Jón Dagur og Albert Guðmundsson voru á köntunum og Viðar Örn Kjartansson fremstur. Liðið breyttist hins vegar talsvert þegar á leið og tvær skiptingar voru gerðar strax í hálfleik. Svona er einkunnagjöf íslenska liðsins í kvöld: Elías Rafn Ólafsson, markvörður 6 Elías fékk að spila sinn fyrsta A-landsleik og komst mjög vel frá sínu. Hann gat lítið gert í markinu sem Armenía skoraði en þurfti annars lítið að verja. Hann greip hins fullkomlega inn í fyrirgjafir og stungusendingar þegar á þurfti að halda. Ekkert sem bendir til annars en að hann fái áfram að eflast í þessari stöðu eftir magnaðan mánuð með Midtjylland í Danmörku. Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður 6 Bar stóra sök í marki Armeníu þar sem hann virtist sofna á verðinum og gleyma Kamo Hovhannisyan á fjærstönginni. Bætti fyrir það með því að leggja upp jöfnunarmark Íslands af mikilli yfirvegun og var annars öruggur varnarlega og alltaf tilbúinn til að taka á rás fram hægri kantinn. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 5 Hjörtur átti ágætan leik í miðri vörninni en gerði þó örfá mistök og mætti vanda betur hvernig hann skilar boltanum frá sér. Var skipt af velli á 68. mínútu þegar Ísland reyndi að auka sóknarþungann. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 6 Nokkuð öruggur eins og hann hefur verið í þessu hlutverki þrátt fyrir ungan aldur, og greip inn í þegar á þurfti að halda. Náði aðeins að leika fyrri hálfleikinn, væntanlega vegna meiðsla. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Varðist ekki fullkomlega en merkilega seigur við að bjarga sér í flestum tilvikum. Baráttuglaður að vanda en ekki eins ógnandi fram á við eins og á árum áður. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 5 Hafði heldur hægt um sig á miðjunni og átti sinn þátt í því að Armenía fann sér fulloft pláss á milli varnar og miðju íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum. Klettharður í návígum og kom ágætlega út í stöðu miðvarðar þegar Ísland reyndi að auka sóknarþungann. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Gerði hlutina stundum allt of hægt og hefur ekki lengur nægan sprengikraft til að nýta nógu vel góð og mörg hlaup sín inn í teiginn og upp í hornin. Öruggur með boltann og færir ungu og óreyndu liði dýrmæta yfirvegun auk þess að vita hvenær hans er þörf í varnarleiknum. Þórir Jóhann Helgason, miðjumaður 4 Gerði stundum hálffurðuleg mistök í fyrri hálfleiknum og var heppinn að ein þeirra skildu ekki færa Armeníu dauðafæri. Betri í seinni hálfleiknum en skilaði ekki nægilega miklu í leiknum, hvorki í sókn né vörn, og fékk kannski að hanga fulllengi inni á. Albert Guðmundsson, hægri kantmaður 5 Löngu sannað að Albert nýtur sín betur á miðjum vellinum en úti á kanti. Eftir að hann var færður innar í seinni hálfleiknum skilaði það sér í fullkominni forstoðsendingu í jöfnunarmarkinu. Nálægt því að skora snemma leiks en var kominn í þröngt færi og skaut framhjá. Missti annars boltann of oft og virtist í mestu vandræðum með að fóta sig á slökum vellinum. Jón Dagur Þorsteinsson reyndist Armenum á köflum erfiður.vísir/jónína Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri vængmaður 7 Kraftmikill og áræðinn, og virtist bara vaxa ásmegin þegar á leið svo það var frekar skrýtið að sjá hann fara af velli eftir þrælgóðan sprett framhjá hálfu, armenska liðinu. Kannski fóru síðustu orkudroparnir þar. Átti fínar sendingar inn í teiginn sem hefðu vel getað skilað marki í fyrri hálfleiknum. Viðar Örn Kjartansson, framherji 4 Fékk aðeins að spila fyrri hálfleikinn enda kom ekki nógu mikið út úr honum. Náði þó að finna sér ágætt færi eftir undirbúning Jóns Dags en skaut föstu skoti framhjá. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Viðar Örn á 46. mínútu 8 Stimplaði sig glæsilega inn á miðjuna og skilaði góðu hlutverki í sókn og vörn. Skoraði sitt fyrsta af vonandi mörgum landsliðsmörkum en átti tvö mjög álitleg skot til viðbótar og hafði hvetjandi áhrif á liðsfélaga sína. Daníel Leó Grétarsson kom inn á fyrir Brynjar Inga á 46. mínútu 6 Daníel fær stórt hrós fyrir að hafa komið af öryggi inn í vörnina, býsna óvænt, eftir að hafa varla spilað leik á tímabilinu með Blackpool. Lét finna vel fyrir sér, var kannski fullæstur fyrstu mínúturnar en fljótur að finna jafnvægi og réttan takt í að koma boltanum frá sér. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Hjört á 68. mínútu 5 Var ekkert meira áberandi en Viðar í fremstu víglínunni en fékk minni tíma til að láta til sín taka. Ísland þarf sterkari kandídata á toppnum miðað við frammistöðu þeirra í kvöld. Mikael Anderson kom inn á fyrir Jón Dag á 81. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Þóri á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ísak Bergmann yngsti markaskorari landsliðsins frá upphafi Ísak Bergmann Jóhannesson sett nýtt met í kvöld þegar hann jafnaði metin á móti Armeníu í undankeppni HM. Hann er yngsti markaskorari landsliðsins, bæði í landsleik og í keppnisleik. 8. október 2021 20:30 Leik lokið: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20 Byrjunarlið Íslands: Elías Rafn byrjar í sínum fyrsta A-landsleik, Birkir Már heldur sæti sínu og Jón Dagur fær loks sénsinn Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. Ísland mætir Armeníu í undankeppni HM kl. 19.45 á Laugardalsvelli. 8. október 2021 17:25 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Ísak Bergmann yngsti markaskorari landsliðsins frá upphafi Ísak Bergmann Jóhannesson sett nýtt met í kvöld þegar hann jafnaði metin á móti Armeníu í undankeppni HM. Hann er yngsti markaskorari landsliðsins, bæði í landsleik og í keppnisleik. 8. október 2021 20:30
Leik lokið: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20
Byrjunarlið Íslands: Elías Rafn byrjar í sínum fyrsta A-landsleik, Birkir Már heldur sæti sínu og Jón Dagur fær loks sénsinn Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. Ísland mætir Armeníu í undankeppni HM kl. 19.45 á Laugardalsvelli. 8. október 2021 17:25