Fótbolti

Southgate: Völdum réttu leikmennina fyrir þetta verkefni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Southgate á hliðarlínunni í kvöld.
Southgate á hliðarlínunni í kvöld. vísir/Getty

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var í skýjunum með fagmannlega frammistöðu síns liðs í Andorra í kvöld.

Andorra er ekki hátt skrifað í evrópskum fótbolta og Southgate hóf leik með leikmenn á borð við Declan Rice, Harry Kane og Jack Grealish á bekknum.

England vann leikinn 0-5 og Southgate var ánægður með hvernig til tókst.

„Ánægður með hvernig liðið nálgaðist þennan sérstaka leik. Þeir lágu þétt til baka og við völdum leikmenn sem við treystum til að leysa það. Það tókst fullkomlega,“ segir Southgate.

„Við náðum að ógna þeim allan tímann. Phil Foden var síógnandi og sama má segja um Ward-Prowse.“

„Sendingin frá Sam Johnstone var frábærlega vel gert hjá honum. Chilly (Ben Chilwell) skoraði mark eftir erfitt sumar með landsliðinu. Jack (Grealish), Tammy (Abraham) og Bukayo (Saka) hafa ekki verið að skora mikið fyrir okkur svo það var gaman að sjá þá á skotskónum,“ sagði Southgate.


Tengdar fréttir

Englendingar skoruðu fimm í Andorra

Enska landsliðið í fótbolta átti ekki í neinum vandræðum með Andorra þegar liðin mættust í undankeppni HM í Katar í smáríkinu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×