Afhentu FBI ríkisleyndarmál í samloku og tyggjópakka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2021 19:50 Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vegna málsins er að finna lýsingar á meintum brotum hjónanna, sem eru oft á tíðum lyginni líkastar. Kevin Dietsch/Getty Bandarísk hjón hafa verið handtekin og ákærð vegna gruns um njósnir og sölu á leyndarmálum í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum sem bandarísk yfirvöld hafa yfir að ráða. Hjónin töldu sig hafa átt í samskiptum við fulltrúa ríkisstjórnar erlends ríkis, sem var í raun útsendari bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Í tilkynningu sem birtist á vef bandaríska dómsmálaráðuneytisins er að finna reifun á máli hjónanna, hins 42 ára gamla Jonathan Toebbe og hinnar 45 ára gömlu Diönu Toebbe. Lýsingar á því hvernig þau báru sig að við að koma leyndarmálunum til viðsemjanda síns eru ansi skrautlegar, með tilliti til afhendingarmáta þeirra. Jonathan er kjarnorkuverkfræðingur og starfar hjá sjóher Bandaríkjanna. Vegna starfs síns hafði hann aðgang að leynilegum gögnum sem tengdust meðal annars kjarnorkudrifnum skipum sjóhersins. Í dómsgögnum málsins segir að Jonathan hafi, þann 1. apríl á síðasta ári, sent pakka sem stíluð var á ríkisstjórn annars ríkis en Bandaríkjanna, sem innihélt sýnishorn af upplýsingum sem hann byggi yfir, auk leiðbeininga um hvernig hægt væri að komast í samband við hann á leynilegan hátt. Í kjölfarið hafi Jonathan nýst við dulkóðaðan tölvupóst til þess að setja sig í samband við einstakling sem hann taldi vera útsendara umrædds ríkis. Hið rétta var þó að á hinum endanum var leynilegur útsendari FBI. Afhenti gögnin í samloku og tyggjópakka Samskiptin eru sögð hafa staðið í nokkra mánuði, uns Jonathan samþykkti að selja upplýsingarnar í skiptum fyrir tugþúsunda dala virði af rafmyntum. Fyrstu greiðsluna fékk Jonathan í júní á þessu ári, 10.000 dala virði af rafmyntum. Í kjölfarið ferðuðust hann og eiginkona hans til vestur-Virginíu, þar sem Jonathan skildi eftir SD-minniskort innan í hnetusmjörssamloku, sem viðsemjandi hans gæti síðan nálgast, á meðan eiginkona hans stóð vörð. Eftir að hafa náð í kortið sendi FBI-útsendarinn 20.000 dala virði af rafmynt til viðbótar til Jonathans, í skiptum fyrir leiðbeiningar um hvernig hann gæti nálgast upplýsingarnar á kortinu. Þá kom í ljós að á kortinu var að finna háleynilegar upplýsingar í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum bandaríska sjóhersins. Í lok ágúst afhenti Jonathan síðan annað minniskort í austurhluta Virginíu, og ákvað í það skiptið að fela það í tyggjópakka. Í skiptum fyrir 70.000 dala virði af rafmyntum fékk FBI-útsendarinn aðgang að kortinu, sem einnig innihélt upplýsingar um kjarnakljúfa í kafbátum. Hjónin voru handtekin í gær, þegar þau höfðu ferðast á nýjan stað í Vestur-Virginíu, til þess að afhenda útsendaranum þriðja minniskortið. Þau verða leidd fyrir dómara í fyrsta sinn á þriðjudaginn kemur. Bandaríkin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Í tilkynningu sem birtist á vef bandaríska dómsmálaráðuneytisins er að finna reifun á máli hjónanna, hins 42 ára gamla Jonathan Toebbe og hinnar 45 ára gömlu Diönu Toebbe. Lýsingar á því hvernig þau báru sig að við að koma leyndarmálunum til viðsemjanda síns eru ansi skrautlegar, með tilliti til afhendingarmáta þeirra. Jonathan er kjarnorkuverkfræðingur og starfar hjá sjóher Bandaríkjanna. Vegna starfs síns hafði hann aðgang að leynilegum gögnum sem tengdust meðal annars kjarnorkudrifnum skipum sjóhersins. Í dómsgögnum málsins segir að Jonathan hafi, þann 1. apríl á síðasta ári, sent pakka sem stíluð var á ríkisstjórn annars ríkis en Bandaríkjanna, sem innihélt sýnishorn af upplýsingum sem hann byggi yfir, auk leiðbeininga um hvernig hægt væri að komast í samband við hann á leynilegan hátt. Í kjölfarið hafi Jonathan nýst við dulkóðaðan tölvupóst til þess að setja sig í samband við einstakling sem hann taldi vera útsendara umrædds ríkis. Hið rétta var þó að á hinum endanum var leynilegur útsendari FBI. Afhenti gögnin í samloku og tyggjópakka Samskiptin eru sögð hafa staðið í nokkra mánuði, uns Jonathan samþykkti að selja upplýsingarnar í skiptum fyrir tugþúsunda dala virði af rafmyntum. Fyrstu greiðsluna fékk Jonathan í júní á þessu ári, 10.000 dala virði af rafmyntum. Í kjölfarið ferðuðust hann og eiginkona hans til vestur-Virginíu, þar sem Jonathan skildi eftir SD-minniskort innan í hnetusmjörssamloku, sem viðsemjandi hans gæti síðan nálgast, á meðan eiginkona hans stóð vörð. Eftir að hafa náð í kortið sendi FBI-útsendarinn 20.000 dala virði af rafmynt til viðbótar til Jonathans, í skiptum fyrir leiðbeiningar um hvernig hann gæti nálgast upplýsingarnar á kortinu. Þá kom í ljós að á kortinu var að finna háleynilegar upplýsingar í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum bandaríska sjóhersins. Í lok ágúst afhenti Jonathan síðan annað minniskort í austurhluta Virginíu, og ákvað í það skiptið að fela það í tyggjópakka. Í skiptum fyrir 70.000 dala virði af rafmyntum fékk FBI-útsendarinn aðgang að kortinu, sem einnig innihélt upplýsingar um kjarnakljúfa í kafbátum. Hjónin voru handtekin í gær, þegar þau höfðu ferðast á nýjan stað í Vestur-Virginíu, til þess að afhenda útsendaranum þriðja minniskortið. Þau verða leidd fyrir dómara í fyrsta sinn á þriðjudaginn kemur.
Bandaríkin Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira