Messi sá fyrsti í áttatíu mörkin en ætlaði örugglega ekki að skora þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 11:00 Lionel Messi fagnar markinu með liðsfélögum sínum. Markið braut ísinn og gerði argentínska liðinu allt auðveldara fyrir. AP/Natacha Pisarenko Lionel Messi hélt áfram að skrifa söguna í nótt þegar hann kom argentínska landsliðinu á bragðið í 3-0 sigri á Úrúgvæ í undankeppni HM. Messi varð þar með fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem nær að skora áttatíu landsliðsmörk. Messi hefur skorað mörkin sín 80 í 155 landsleikjum. Brasilíumaðurinn Pelé var mjög lengi sá markahæsti í Suður-Ameríku með 77 mörk í 92 leikjum en Neymar er nú kominn með 69 mörk í 114 leikjum. Messi hefur jafnframt skorað 26 mörkum fleira en næstmarkahæsti argentínski landsliðsmaðurinn sem er Gabriel Batistuta með 54 mörk. Leo Messi was honored after the match by the Argentine Federation for becoming the top goalscorer in CONMEBOL history pic.twitter.com/jyT7BCqBFu— B/R Football (@brfootball) October 11, 2021 Markið hans var samt frekar sérstakt en þá skoppaði fyrirgjöf hans fram hjá markverðinum og í markið. Afar slysalegt mark fyrir markvörð Úrúgvæja og um leið sögulegt mark fyrir Messi. Nicolas Gonzalez gerði sig líklegan til að sparka tánni í boltann en missti af honum og það gerði Fernando Muslera líka í marki Úrúgvæ. Messi ætlaði örugglega ekki að skora þarna sjálfur enda að gefa boltann fyrir en hann fagnaði markinu vel enda það mjög mikilvægt í baráttunni um sæti á HM í Katar 2022. Messi hefur skorað mörg snilldarmörk á sínum ferli en þetta sögulega mark mun þó alltaf hafa á sér heppnisstimpil. Rodrigo de Paul og Lautaro Martinez innsigluðu síðan sigur Argentínu og Messi var kátur í leikslok. Did he mean to do this? Who knows when it comes to Lionel Messi... https://t.co/GGf8xzNtxO— SPORTbible (@sportbible) October 11, 2021 „Við spiluðu frábæran leik og allt gekk fullkomlega upp hjá okkur,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Úrúgvæ situr aftarlega og bíður eftir þér og þeir eru alltaf hættulegir í skyndisóknunum. Um leið og við náðum inn fyrsta markinu þá fórum við að finna pláss og hin mörkin fylgdu í kjölfarið,“ sagði Messi. Argentínska liðið hefur nú spilað 24 leiki í röð án þess að tapa og minnkuðu líka forskot Brasilíumanna í riðlinum þar sem að brasilíska liðið gerði á sama tíma markalaust jafntefli við Kólumbíu. Top Scorers in South America:8 0 Messi7 7 Pele6 9 Neymar6 4 Suarez6 2 Ronaldo5 5 Romario5 4 Batistuta5 3 Cavani4 8 Zico4 6 Sanchez4 2 Aguero pic.twitter.com/BBXqSL3Wj0— Barca Galaxy (@barcagalaxy) October 11, 2021 HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Messi varð þar með fyrsti Suður-Ameríkumaðurinn sem nær að skora áttatíu landsliðsmörk. Messi hefur skorað mörkin sín 80 í 155 landsleikjum. Brasilíumaðurinn Pelé var mjög lengi sá markahæsti í Suður-Ameríku með 77 mörk í 92 leikjum en Neymar er nú kominn með 69 mörk í 114 leikjum. Messi hefur jafnframt skorað 26 mörkum fleira en næstmarkahæsti argentínski landsliðsmaðurinn sem er Gabriel Batistuta með 54 mörk. Leo Messi was honored after the match by the Argentine Federation for becoming the top goalscorer in CONMEBOL history pic.twitter.com/jyT7BCqBFu— B/R Football (@brfootball) October 11, 2021 Markið hans var samt frekar sérstakt en þá skoppaði fyrirgjöf hans fram hjá markverðinum og í markið. Afar slysalegt mark fyrir markvörð Úrúgvæja og um leið sögulegt mark fyrir Messi. Nicolas Gonzalez gerði sig líklegan til að sparka tánni í boltann en missti af honum og það gerði Fernando Muslera líka í marki Úrúgvæ. Messi ætlaði örugglega ekki að skora þarna sjálfur enda að gefa boltann fyrir en hann fagnaði markinu vel enda það mjög mikilvægt í baráttunni um sæti á HM í Katar 2022. Messi hefur skorað mörg snilldarmörk á sínum ferli en þetta sögulega mark mun þó alltaf hafa á sér heppnisstimpil. Rodrigo de Paul og Lautaro Martinez innsigluðu síðan sigur Argentínu og Messi var kátur í leikslok. Did he mean to do this? Who knows when it comes to Lionel Messi... https://t.co/GGf8xzNtxO— SPORTbible (@sportbible) October 11, 2021 „Við spiluðu frábæran leik og allt gekk fullkomlega upp hjá okkur,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Úrúgvæ situr aftarlega og bíður eftir þér og þeir eru alltaf hættulegir í skyndisóknunum. Um leið og við náðum inn fyrsta markinu þá fórum við að finna pláss og hin mörkin fylgdu í kjölfarið,“ sagði Messi. Argentínska liðið hefur nú spilað 24 leiki í röð án þess að tapa og minnkuðu líka forskot Brasilíumanna í riðlinum þar sem að brasilíska liðið gerði á sama tíma markalaust jafntefli við Kólumbíu. Top Scorers in South America:8 0 Messi7 7 Pele6 9 Neymar6 4 Suarez6 2 Ronaldo5 5 Romario5 4 Batistuta5 3 Cavani4 8 Zico4 6 Sanchez4 2 Aguero pic.twitter.com/BBXqSL3Wj0— Barca Galaxy (@barcagalaxy) October 11, 2021
HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira