„Verða að fá að velja það sjálfir hvort að þeir syngi, syngi inni í sér, eða sleppi því“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 12:00 Birkir Bjarnason er fyrirliði Íslands í þessum landsleikjaglugga. Vísir/Jónína Guðbjörg Birkir Bjarnason segir að ekki sé hægt að saka endurnýjað og gjörbreytt landslið Íslands í fótbolta um stemnings- eða andleysi. Það sé ekki ástæðan fyrir 1-1 jafnteflinu við Armeníu á föstudag. Birkir spilar vafalítið sinn 103. A-landsleik í kvöld þegar Ísland mætir Liechtenstein og mun þá aðeins vanta einn leik til að jafna leikjamet Rúnars Kristinssonar. Met sem hann gæti mögulega bætt í nóvember. Í þeim 102 landsleikjum sem hann hefur spilað fyrir Ísland hefur Birkir ekki vanið sig á að syngja með þjóðsöngnum fyrir leik. Það virtist fara fyrir brjóstið á einhverjum hve undirtektir leikmanna voru dræmar þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn við Armena, og það jafnvel talið til marks um ákveðið andleysi. Birkir vísar þessu til föðurhúsanna. „Mér finnst við vera með ótrúlega spennandi hóp og mjög marga, mjög efnilega og flotta karaktera í þessum hópi. Ég held að það sé enginn í þessum hópi sem ætti að vera sakaður um slíkt,“ sagði Birkir um meint andleysi. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Birkir um þjóðsönginn og andann í íslenska liðinu Eins og fyrr segir þá er það ekkert nýtt hjá Birki, sem erfitt væri að saka um skort á baráttuanda í bláu treyjunni, að hann syngi ekki með þjóðsöngnum. „Nei, ég hef nú yfirleitt ekki gert það. Ég hef nokkrum sinnum gert það inni í hausnum á mér. Menn verða að fá að velja það sjálfir hvort að þeir syngi, syngi inni í sér, eða sleppi því. Það er ekki nein regla sem segir að maður þurfi eða þurfi ekki að gera hluti. Það má hver hafa sína skoðun en menn verða að fá að ákveða þetta sjálfir,“ sagði Birkir í viðtali eftir blaðamannafund í gær. Leikur Íslands og Liechtenstein er á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45 í kvöld. Um er að ræða síðasta heimaleik Íslands á þessu ári og í undankeppni HM í Katar en liðið lýkur svo undankeppninni með tveimur útileikjum í nóvember. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
Birkir spilar vafalítið sinn 103. A-landsleik í kvöld þegar Ísland mætir Liechtenstein og mun þá aðeins vanta einn leik til að jafna leikjamet Rúnars Kristinssonar. Met sem hann gæti mögulega bætt í nóvember. Í þeim 102 landsleikjum sem hann hefur spilað fyrir Ísland hefur Birkir ekki vanið sig á að syngja með þjóðsöngnum fyrir leik. Það virtist fara fyrir brjóstið á einhverjum hve undirtektir leikmanna voru dræmar þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn við Armena, og það jafnvel talið til marks um ákveðið andleysi. Birkir vísar þessu til föðurhúsanna. „Mér finnst við vera með ótrúlega spennandi hóp og mjög marga, mjög efnilega og flotta karaktera í þessum hópi. Ég held að það sé enginn í þessum hópi sem ætti að vera sakaður um slíkt,“ sagði Birkir um meint andleysi. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Birkir um þjóðsönginn og andann í íslenska liðinu Eins og fyrr segir þá er það ekkert nýtt hjá Birki, sem erfitt væri að saka um skort á baráttuanda í bláu treyjunni, að hann syngi ekki með þjóðsöngnum. „Nei, ég hef nú yfirleitt ekki gert það. Ég hef nokkrum sinnum gert það inni í hausnum á mér. Menn verða að fá að velja það sjálfir hvort að þeir syngi, syngi inni í sér, eða sleppi því. Það er ekki nein regla sem segir að maður þurfi eða þurfi ekki að gera hluti. Það má hver hafa sína skoðun en menn verða að fá að ákveða þetta sjálfir,“ sagði Birkir í viðtali eftir blaðamannafund í gær. Leikur Íslands og Liechtenstein er á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45 í kvöld. Um er að ræða síðasta heimaleik Íslands á þessu ári og í undankeppni HM í Katar en liðið lýkur svo undankeppninni með tveimur útileikjum í nóvember.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Sjá meira
„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01
Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31
Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30