„Verða að fá að velja það sjálfir hvort að þeir syngi, syngi inni í sér, eða sleppi því“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 12:00 Birkir Bjarnason er fyrirliði Íslands í þessum landsleikjaglugga. Vísir/Jónína Guðbjörg Birkir Bjarnason segir að ekki sé hægt að saka endurnýjað og gjörbreytt landslið Íslands í fótbolta um stemnings- eða andleysi. Það sé ekki ástæðan fyrir 1-1 jafnteflinu við Armeníu á föstudag. Birkir spilar vafalítið sinn 103. A-landsleik í kvöld þegar Ísland mætir Liechtenstein og mun þá aðeins vanta einn leik til að jafna leikjamet Rúnars Kristinssonar. Met sem hann gæti mögulega bætt í nóvember. Í þeim 102 landsleikjum sem hann hefur spilað fyrir Ísland hefur Birkir ekki vanið sig á að syngja með þjóðsöngnum fyrir leik. Það virtist fara fyrir brjóstið á einhverjum hve undirtektir leikmanna voru dræmar þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn við Armena, og það jafnvel talið til marks um ákveðið andleysi. Birkir vísar þessu til föðurhúsanna. „Mér finnst við vera með ótrúlega spennandi hóp og mjög marga, mjög efnilega og flotta karaktera í þessum hópi. Ég held að það sé enginn í þessum hópi sem ætti að vera sakaður um slíkt,“ sagði Birkir um meint andleysi. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Birkir um þjóðsönginn og andann í íslenska liðinu Eins og fyrr segir þá er það ekkert nýtt hjá Birki, sem erfitt væri að saka um skort á baráttuanda í bláu treyjunni, að hann syngi ekki með þjóðsöngnum. „Nei, ég hef nú yfirleitt ekki gert það. Ég hef nokkrum sinnum gert það inni í hausnum á mér. Menn verða að fá að velja það sjálfir hvort að þeir syngi, syngi inni í sér, eða sleppi því. Það er ekki nein regla sem segir að maður þurfi eða þurfi ekki að gera hluti. Það má hver hafa sína skoðun en menn verða að fá að ákveða þetta sjálfir,“ sagði Birkir í viðtali eftir blaðamannafund í gær. Leikur Íslands og Liechtenstein er á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45 í kvöld. Um er að ræða síðasta heimaleik Íslands á þessu ári og í undankeppni HM í Katar en liðið lýkur svo undankeppninni með tveimur útileikjum í nóvember. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Birkir spilar vafalítið sinn 103. A-landsleik í kvöld þegar Ísland mætir Liechtenstein og mun þá aðeins vanta einn leik til að jafna leikjamet Rúnars Kristinssonar. Met sem hann gæti mögulega bætt í nóvember. Í þeim 102 landsleikjum sem hann hefur spilað fyrir Ísland hefur Birkir ekki vanið sig á að syngja með þjóðsöngnum fyrir leik. Það virtist fara fyrir brjóstið á einhverjum hve undirtektir leikmanna voru dræmar þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn við Armena, og það jafnvel talið til marks um ákveðið andleysi. Birkir vísar þessu til föðurhúsanna. „Mér finnst við vera með ótrúlega spennandi hóp og mjög marga, mjög efnilega og flotta karaktera í þessum hópi. Ég held að það sé enginn í þessum hópi sem ætti að vera sakaður um slíkt,“ sagði Birkir um meint andleysi. Viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Birkir um þjóðsönginn og andann í íslenska liðinu Eins og fyrr segir þá er það ekkert nýtt hjá Birki, sem erfitt væri að saka um skort á baráttuanda í bláu treyjunni, að hann syngi ekki með þjóðsöngnum. „Nei, ég hef nú yfirleitt ekki gert það. Ég hef nokkrum sinnum gert það inni í hausnum á mér. Menn verða að fá að velja það sjálfir hvort að þeir syngi, syngi inni í sér, eða sleppi því. Það er ekki nein regla sem segir að maður þurfi eða þurfi ekki að gera hluti. Það má hver hafa sína skoðun en menn verða að fá að ákveða þetta sjálfir,“ sagði Birkir í viðtali eftir blaðamannafund í gær. Leikur Íslands og Liechtenstein er á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45 í kvöld. Um er að ræða síðasta heimaleik Íslands á þessu ári og í undankeppni HM í Katar en liðið lýkur svo undankeppninni með tveimur útileikjum í nóvember.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01 Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Körfubolti Fleiri fréttir Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. 11. október 2021 09:01
Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. 11. október 2021 07:31
Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30