Lífið samstarf

Jólapartý með einstökum vínlista NoConcept

NoConcept
Agnar Sverrisson matreiðslumeistari ásamt einvalastarfsliði NoConcept.  
Agnar Sverrisson matreiðslumeistari ásamt einvalastarfsliði NoConcept.   Vísir/Vilhelm

Agnar Sverrisson matreiðslumeistari kokkaði undir Michelin stjörnu í áratug á veitingastað sínum Texture í London áður en hann flutti heim til Íslands og stofnaði vínbarinn NoConcept á Hverfisgötu 6.

NoConcept er hreinasta fjársjóðskista fyrir vínáhugafólk og matgæðinga en þar er að finna eitt mesta úrval Burgundy vína landsins, djúsí kokteila og sælkeramat.

Á NoConcept er hægt að fá djúsí kokteila.Javier Ballester

Vínið er aðalatriðið

„Aðalatriðið hjá okkur er vínið, maturinn fær að fljóta með,“ segir Agnar Sverrisson matreiðslumeistari og eigandi No Concept. Hann flytur sjálfur inn sumar víntegundirnar beint frá London, tegundir sem fást annars ekki á landinu.

Þó Agnar segi matinn í aukahlutverki er það varla rétt en Agnar kokkaði undir Michelin stjörnu í áratug á veitingastað sínum Texture í London áður en hann flutti heim til Íslands. Hann eldar eingöngu úr besta hráefni sem völ er á og sparar ekkert til.

Matseðillinn spannar alla flóruna, að sögn Agnars.Noconcept

Jólamatseðillinn að fara af stað

„Matseðillinn okkar er fyrir alla og spannar alla flóruna, steikur, salöt, borgarar, vængir, Burrata, eldbakaðar pítsur og súpur, við erum einnig með veganrétti. Maturinn er einfaldur en, ég nota eingöngu besta og dýrasta hráefni sem hægt er að fá. 

Vínið er sérstaklega parað við alla rétti og nú erum við að fara af stað með jólamatseðilinn, humarsúpa, önd, risalamande og piparkökur í desert og auðvitað sérstaklega vel valið vín með,“ segir Agnar en sérlærðir vínþjónar starfa á NoConcept.

Hópar eru velkomnir í vínsmökkun á NoConcept.Vísir/Vilhelm

Hægt að leigja allan staðinn

„Þær unnu báðar fyrir mig í London og eru algjörir expertar á vín. Við höfum haldið sérstaka vínviðburði á NoConcept og erum til í allt þegar kemur að víni, finnst til dæmis mjög gaman að fá hópa í vínsmökkun fyrir mat. 

Það er tilvalið fyrir fyrirtæki að halda jólapartýið fyrir starfsfólkið sitt hjá okkur eða gefa starfsfólki gjafabréf hjá okkur upp á mat og drykk. Það er hægt að leigja hjá okkur allan staðinn eða koma með litla hópa og vera í prívat herbergi,“ segir Agnar. Staðsetningin sé sérstaklega heppileg, Hverfisgata 6.

Staðurinn er til húsa á Hverfisgötu 6.

Neðst á Hverfisgötu

„Við erum á besta stað, rétt hjá Hörpunni og Þjóðleikhúsinu og kjörið að koma við hjá okkur í drykk á leiðinni í leikhús eða á tónleika. Svo getur fólk kíkt aftur til okkar eftir sýningu. Við viljum að fólk hangi hjá okkur í góðum drykk. Klukkan níu dimmum við nefnilega ljósin, hækkum í tónlistinni og stemmingin breytist í skemmtilegt partý,“ segir Agnar.

Hægt er að panta borð á heimasíðunni noconceptrvk.com.Noconcept





Fleiri fréttir

Sjá meira


×