Jóhannes Karl: Við mætum grjótharðir til leiks á næsta ári 16. október 2021 17:44 Þrátt fyrir svekkelsið var Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, stoltur af sínum mönnum. Vísir/Hulda Margrét Skagamenn töpuðu úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag í leik sem endaði með 0-3 sigri Víkinga á Laugardalsvelli. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var mjög svekktur í leikslok en þó stoltur af sínum mönnum. „Já algjörlega svekktir en við vissum að við værum að mæta gríðarlega öflugu Víkingsliði og með rosalega reynslumikla menn þarna innanborðs og mikil gæði líka. Það sem ég er svekktastur yfir er að þeir hafi komist í forystu, ágætlega gert hjá þeim en við hefðum getað varist því mikið betur. Svo þetta 2-0 mark rétt fyrir hálfleik ekki drepur okkur en gerir þetta mjög erfitt. Samt að því sögðu fannst mér við fá besta færið í fyrri hálfleik þegar Gísli Laxdal snemma í leiknum fær gott skallafæri og því miður setti hann boltann framhjá. Auðvitað hefði það breytt öllu fyrir okkur að við hefðum náð forystunni en ekki Víkingar því þeir eru besta lið í landinu að verja forystu að mínu mati,“ sagði Jóhannes Karl. Líkt og Jóhannes Karl sagði þá skoruðu Víkingar sitt annað mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Jóhannes sagði að það hafi ekki þurft mikið að peppa sína menn inni í hálfleiknum því þeir voru alveg klárir á því sjálfir hvað þyrfti að gera. „Menn voru alveg klárir inn í seinni hálfleikinn og það þurfti ekkert mikið að peppa þá því þeir sáu um það sjálfir líka. Auðvitað karakter í þessum hóp og við ætluðum okkur að ná 2-1 markinu og fengum færi til þess. Enn og aftur Gísli Laxdal og Steinar komst líka í ágætis stöðu svo við hefðum alveg getað náð marki sem hefði gert þetta mjög spennandi í svona úrslitaleik. Því miður þá náðum við ekki að skora og auðvitað þarf líka að hæla Víkingunum fyrir þeirra varnarvinnu, Ingvar frábær í markinu, Kári, Sölvi og Halldór Smári geggjaðir í vörninni en samt sem áður þá náðum við að skapa okkur færi til þess að skapa okkur aðeins meira. Svekktur, en samt stoltur af mínum mönnum,“ sagði Jóhannes Karl. Skagamenn vildu fá tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik, annars vegar fyrir hendi á Sölva Geir og hins vegar þegar Hákon Ingi Jónsson féll í teig Víkinga. Jóhannes er sannfærður um að boltinn hafi farið í hönd Sölva Geirs en segir það dómarans að meta hvort um víti sé að ræða. „Boltinn fer náttúrulega klárlega í höndina á Sölva en dómarinn þarf að meta það hvort það sé rétt að dæma víti eða ekki. Við erum hérna lengst frá þessu og ég hef ekki séð endursýninguna en boltinn fór klárlega í höndina á honum og ef hann er á leiðinni á markið ætti þetta bara að vera víti. Ég get ekki séð hvort það er brotið á Hákoni eða hvað en auðvitað hefði þetta munað okkur eins og ég sagði áðan að fá víti eða ef hlutirnir hefðu dottið með okkur. Þetta féll ekki með okkur í dag en við reyndum og gáfumst ekki upp og ég er stoltur af því líka að mínir leikmenn gefist ekki upp. Það er enginn sáttur við að tapa bikarúrslitaleik, ekki misskilja mig, ég er mjög ósáttur og við ætlum ekkert að sætta okkur við einhverja tapleiki. Við viljum vinna fleiri leiki heldur en færri en á sama tíma er ég stoltur af þessum strákum með hvað þeir lögðu á sig og líka bara gæðin sem þeir sýndu á köflum,“ sagði Jóhannes Karl um vítaspyrnurnar. Skagamenn unnu síðustu fjóra leikina á tímabilinu áður en komið var að þessum úrslitaleik í dag. Það er klárlega eitthvað til að byggja á segir Jóhannes Karl. „Við höfum helling sem við getum lært af þessu tímabili. Þetta mótlæti sem við vorum í hvernig hlutirnir féllu ekki með okkur fyrri hluta móts og það er mjög dýrmætur tími að fara í gegnum svona mikið mótlæti og komast í gegnum það og tryggja veru okkar áfram í efstu deild því auðvitað viljum við vera þar. Við förum inn í veturinn með það að leiðarljósi að bæta okkur og nýta þessa dýrmætu reynslu í það að átta okkur á því að við getum, þegar við stöndum saman bæði áhorfendur, leikmenn og aðrir, þegar samstaðan og stuðningurinn er góður þá getum við náð árangri. Samhliða því ætlum við að reyna að þróa okkar fótbolta og koma betur spilandi inn í næsta tímabil, öflugri karakterar og reynslunni ríkari. Við mætum grjótharðir til leiks á næsta ári,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 17:31 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira
„Já algjörlega svekktir en við vissum að við værum að mæta gríðarlega öflugu Víkingsliði og með rosalega reynslumikla menn þarna innanborðs og mikil gæði líka. Það sem ég er svekktastur yfir er að þeir hafi komist í forystu, ágætlega gert hjá þeim en við hefðum getað varist því mikið betur. Svo þetta 2-0 mark rétt fyrir hálfleik ekki drepur okkur en gerir þetta mjög erfitt. Samt að því sögðu fannst mér við fá besta færið í fyrri hálfleik þegar Gísli Laxdal snemma í leiknum fær gott skallafæri og því miður setti hann boltann framhjá. Auðvitað hefði það breytt öllu fyrir okkur að við hefðum náð forystunni en ekki Víkingar því þeir eru besta lið í landinu að verja forystu að mínu mati,“ sagði Jóhannes Karl. Líkt og Jóhannes Karl sagði þá skoruðu Víkingar sitt annað mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Jóhannes sagði að það hafi ekki þurft mikið að peppa sína menn inni í hálfleiknum því þeir voru alveg klárir á því sjálfir hvað þyrfti að gera. „Menn voru alveg klárir inn í seinni hálfleikinn og það þurfti ekkert mikið að peppa þá því þeir sáu um það sjálfir líka. Auðvitað karakter í þessum hóp og við ætluðum okkur að ná 2-1 markinu og fengum færi til þess. Enn og aftur Gísli Laxdal og Steinar komst líka í ágætis stöðu svo við hefðum alveg getað náð marki sem hefði gert þetta mjög spennandi í svona úrslitaleik. Því miður þá náðum við ekki að skora og auðvitað þarf líka að hæla Víkingunum fyrir þeirra varnarvinnu, Ingvar frábær í markinu, Kári, Sölvi og Halldór Smári geggjaðir í vörninni en samt sem áður þá náðum við að skapa okkur færi til þess að skapa okkur aðeins meira. Svekktur, en samt stoltur af mínum mönnum,“ sagði Jóhannes Karl. Skagamenn vildu fá tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik, annars vegar fyrir hendi á Sölva Geir og hins vegar þegar Hákon Ingi Jónsson féll í teig Víkinga. Jóhannes er sannfærður um að boltinn hafi farið í hönd Sölva Geirs en segir það dómarans að meta hvort um víti sé að ræða. „Boltinn fer náttúrulega klárlega í höndina á Sölva en dómarinn þarf að meta það hvort það sé rétt að dæma víti eða ekki. Við erum hérna lengst frá þessu og ég hef ekki séð endursýninguna en boltinn fór klárlega í höndina á honum og ef hann er á leiðinni á markið ætti þetta bara að vera víti. Ég get ekki séð hvort það er brotið á Hákoni eða hvað en auðvitað hefði þetta munað okkur eins og ég sagði áðan að fá víti eða ef hlutirnir hefðu dottið með okkur. Þetta féll ekki með okkur í dag en við reyndum og gáfumst ekki upp og ég er stoltur af því líka að mínir leikmenn gefist ekki upp. Það er enginn sáttur við að tapa bikarúrslitaleik, ekki misskilja mig, ég er mjög ósáttur og við ætlum ekkert að sætta okkur við einhverja tapleiki. Við viljum vinna fleiri leiki heldur en færri en á sama tíma er ég stoltur af þessum strákum með hvað þeir lögðu á sig og líka bara gæðin sem þeir sýndu á köflum,“ sagði Jóhannes Karl um vítaspyrnurnar. Skagamenn unnu síðustu fjóra leikina á tímabilinu áður en komið var að þessum úrslitaleik í dag. Það er klárlega eitthvað til að byggja á segir Jóhannes Karl. „Við höfum helling sem við getum lært af þessu tímabili. Þetta mótlæti sem við vorum í hvernig hlutirnir féllu ekki með okkur fyrri hluta móts og það er mjög dýrmætur tími að fara í gegnum svona mikið mótlæti og komast í gegnum það og tryggja veru okkar áfram í efstu deild því auðvitað viljum við vera þar. Við förum inn í veturinn með það að leiðarljósi að bæta okkur og nýta þessa dýrmætu reynslu í það að átta okkur á því að við getum, þegar við stöndum saman bæði áhorfendur, leikmenn og aðrir, þegar samstaðan og stuðningurinn er góður þá getum við náð árangri. Samhliða því ætlum við að reyna að þróa okkar fótbolta og koma betur spilandi inn í næsta tímabil, öflugri karakterar og reynslunni ríkari. Við mætum grjótharðir til leiks á næsta ári,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 17:31 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Sjá meira
Umfjöllun: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 17:31