Þurfa „aðeins“ að glíma við Messi og Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2021 07:01 Neymar verður ekki með í kvöld. EPA-EFE/YOAN VALAT París Saint-Germain verður án Brasilíumannsins Neymar er liðið fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sá sem sér um samfélagsmiðla Leipzig-liðsins hefur grínast með að liðið þurfi þá „aðeins“ að glíma við Lionel Messi og Kylian Mbappé. Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Annað árið í röð drógust PSG og Leipzig saman í riðil, að þessu sinni í A-riðil ásamt Club Brugge og Manchester City. Fyrir leiki kvöldsins eru PSG og Club Brugge með fjögur stig, Manchester City er með þrjú á meðan Leipzig er enn án stiga. Góðu fréttirnar fyrir þýska félagið er að PSG verður án stórstjörnunnar Neymars í kvöld en hann meiddist í leik með brasilíska landsliðsinu á dögunum. Slæmu fréttirnar eru þær að PSG er með lið stútfullt af hágæða leikmönnum. „Svo við þurfum aðeins *skoðar glósur* að glíma við Messi og Mbappé,“ segir í Twitter-færslu Leipzig. So just *checks notes* Messi and Mbappe to deal with then... https://t.co/sOYKo61uNZ— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) October 18, 2021 Það er þó ekki eins og þessir þrír séu einu hágæða leikmennirnir í mögnuðu liði PSG. Þar má einnig finna Evrópumeistarana Gianluigi Donnarumma og Marco Veratti. Marquinhos og fyrirliðinn Presnel Kimpembe mynda öflugt miðvarðarpar í fjarveru spænska reynsluboltans Sergio Ramos. Þá geysist Achraf Hakimi upp og niður völlinn úr hægri bakverðinum á meðan spænski bolabíturinn Ander Herrera ver miðsvæðið svo leikmenn á borð við Messi og Mbappé geti leikið listir sínar. Leikur PSG og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst leikurinn klukkan 19.00. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.15 og þá verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Þriðja umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Annað árið í röð drógust PSG og Leipzig saman í riðil, að þessu sinni í A-riðil ásamt Club Brugge og Manchester City. Fyrir leiki kvöldsins eru PSG og Club Brugge með fjögur stig, Manchester City er með þrjú á meðan Leipzig er enn án stiga. Góðu fréttirnar fyrir þýska félagið er að PSG verður án stórstjörnunnar Neymars í kvöld en hann meiddist í leik með brasilíska landsliðsinu á dögunum. Slæmu fréttirnar eru þær að PSG er með lið stútfullt af hágæða leikmönnum. „Svo við þurfum aðeins *skoðar glósur* að glíma við Messi og Mbappé,“ segir í Twitter-færslu Leipzig. So just *checks notes* Messi and Mbappe to deal with then... https://t.co/sOYKo61uNZ— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) October 18, 2021 Það er þó ekki eins og þessir þrír séu einu hágæða leikmennirnir í mögnuðu liði PSG. Þar má einnig finna Evrópumeistarana Gianluigi Donnarumma og Marco Veratti. Marquinhos og fyrirliðinn Presnel Kimpembe mynda öflugt miðvarðarpar í fjarveru spænska reynsluboltans Sergio Ramos. Þá geysist Achraf Hakimi upp og niður völlinn úr hægri bakverðinum á meðan spænski bolabíturinn Ander Herrera ver miðsvæðið svo leikmenn á borð við Messi og Mbappé geti leikið listir sínar. Leikur PSG og RB Leipzig er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst leikurinn klukkan 19.00. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18.15 og þá verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira