Anníe Mist: Þerna gerði ég mér grein fyrir því að ég er f-g sterk ennþá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 12:01 Anníe Mist Þórisdóttir fór aðeins yfir síðustu heimsleika í viðtalinu. Instagram/@anniethorisdottir Annie Mist komst á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit innan við ári eftir að hún eignaðist dóttur sína Freyju Mist. Hún er enn að átta sig á því að hún hafi náð þessu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur og spurði Anníe Mist meðal annars út í afrekið að vera fyrsta mamman til að komast á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit ári eftir að hafa eignast barn. „Ég er að róa sjálfa mig aðeins fyrir næsta mót. Að sjálfsögðu vill maður alltaf vinna og topp þrjú er alltaf markmiðið. Ég verð samt að viðurkenna að það var ekki markmiðið fyrir heimsleikana í ár,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Klippa: Anníe Mist um síðustu heimsleika „Mér fannst það mjög óraunhæft og ósanngjarnt gagnvart sjálfri mér að setja markmið sem mér fannst of langt í burtu. Ég gat eiginlega ekki sett það á sjálfa mig,“ segir Anníe Mist. Anníe hreif alla með frábærum árangri og sýndi um leið öllum mömmum að það er hægt að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. „Vá, ég er enn að hugsa til baka og mér finnst klikkað að ég hafi náð þangað sem ég náði. Það gekk allt eins og það átti að ganga á heimsleikunum í ár. Ég skil þetta ekki ennþá en það gekk allt upp hjá mér,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eitt móment hjá Anníe á síðustu leikum verður líklega alltaf stórt í sögu heimsleikanna eða þegar hún náði 200 pundunum upp í snöruninni (90,7 kg) rétt áður en tíminn rann út. Myndin af henni og svipurinn gerði stundina enn skemmtilegri og stærri í CrossFit heiminum. „Ég var í kasti á bak við,“ grípur Katrín Tanja fram í fyrir Anníe og leikur svipinn á vinkonu sinni við mikla kátínu. „Ég viðurkenni það alveg að ég kom sjálfri mér mjög á óvart þarna. Þetta var það mesta sem ég hef náð í snörun, bæði fyrir og eftir fæðingu. Þetta var svolítið „groundbreaking“ fyrir mig og á þessu mómenti gerði ég mér grein fyrir því að: OK, ég er f-g sterk ennþá. Ég næ þessu aftur. Ég mun ná sjálfri mér aftur. Mér svolítið þannig og þetta var mín stund á leikunum,“ segir Anníe. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga. CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Karínu Tönju Davíðsdóttur og spurði Anníe Mist meðal annars út í afrekið að vera fyrsta mamman til að komast á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit ári eftir að hafa eignast barn. „Ég er að róa sjálfa mig aðeins fyrir næsta mót. Að sjálfsögðu vill maður alltaf vinna og topp þrjú er alltaf markmiðið. Ég verð samt að viðurkenna að það var ekki markmiðið fyrir heimsleikana í ár,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. Klippa: Anníe Mist um síðustu heimsleika „Mér fannst það mjög óraunhæft og ósanngjarnt gagnvart sjálfri mér að setja markmið sem mér fannst of langt í burtu. Ég gat eiginlega ekki sett það á sjálfa mig,“ segir Anníe Mist. Anníe hreif alla með frábærum árangri og sýndi um leið öllum mömmum að það er hægt að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. „Vá, ég er enn að hugsa til baka og mér finnst klikkað að ég hafi náð þangað sem ég náði. Það gekk allt eins og það átti að ganga á heimsleikunum í ár. Ég skil þetta ekki ennþá en það gekk allt upp hjá mér,“ segir Anníe. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Eitt móment hjá Anníe á síðustu leikum verður líklega alltaf stórt í sögu heimsleikanna eða þegar hún náði 200 pundunum upp í snöruninni (90,7 kg) rétt áður en tíminn rann út. Myndin af henni og svipurinn gerði stundina enn skemmtilegri og stærri í CrossFit heiminum. „Ég var í kasti á bak við,“ grípur Katrín Tanja fram í fyrir Anníe og leikur svipinn á vinkonu sinni við mikla kátínu. „Ég viðurkenni það alveg að ég kom sjálfri mér mjög á óvart þarna. Þetta var það mesta sem ég hef náð í snörun, bæði fyrir og eftir fæðingu. Þetta var svolítið „groundbreaking“ fyrir mig og á þessu mómenti gerði ég mér grein fyrir því að: OK, ég er f-g sterk ennþá. Ég næ þessu aftur. Ég mun ná sjálfri mér aftur. Mér svolítið þannig og þetta var mín stund á leikunum,“ segir Anníe. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtalsbrot úr spjallinu við þær Katrínu Tönju og Anníe Mist en við munum birta fleiri slík viðtalsbrot á Vísi næstu daga.
CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira