„Þetta er risa tækifæri fyrir mig“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2021 11:01 Teitur Örn Einarsson er nýjasti leikmaður Flensburg. SG Flensburg-Handewitt Teitur Örn Einarsson segir að tækifærið að ganga í raðir Flensburg hafi verið of spennandi til að sleppa því. Sama hversu löng dvölin hjá þýska stórliðinu verður segir skyttan frá Selfossi að hún muni hjálpa sér. Flensburg kynnti Teit sem nýjan leikmann félagsins í gær. Hann fékk sig lausan frá Kristianstad um helgina og skrifaði undir samning við Flensburg út tímabilið. Magnus Rød og Franz Samper, hægri skyttur Flensburg, eru meiddar og Teiti er ætlað að fylla skarð þeirra ásamt hinum þrautreynda Michael Müller. Selfyssingurinn segir að félagaskiptin hafi borið brátt að og hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig. „Þetta byrjaði síðasta miðvikudag og var frágengið á sunnudaginn. Þeir heyrðu í umboðsmanninum mínum, hann talaði við mig og ég var spenntur fyrir þessu. Þá var bara spurning hvort Kristianstad myndi hleypa mér af stað,“ sagði Teitur í samtali við Vísi í gær. Teitur lék meðal annars með Kristianstad í Meistaradeild Evrópu.getty/Alex Nicodim Hann er þakklátur forráðamönnum Kristianstad hvernig þeir tóku í beiðni hans um að fá að fara til Flensburg. „Þegar við ræddum við þá fannst þeim þetta svo stórt tækifæri og skref fram á við fyrir mig sem leikmann að þeir vildu ekki standa í vegi fyrir mér. Þeir voru mjög faglegir og geggjaðir með hvað þetta gekk allt vel.“ Var byrjaður að líta í kringum sig Teitur var á lokaárinu af samningi sínum við Kristianstad og hefði líklega róið á önnur mið næsta sumar. „Ég hugsa að ég hefði alltaf farið eftir tímabilið. Við vorum ekki búnir að ræða framlengingu eða neitt þannig. Ég var að skoða mig um þegar þetta kom allt í einu,“ sagði Teitur. Maik Machulla framlengdi samning sinn við Flensburg fyrr á mánudaginn. Hann hefur tvisvar sinnum gert liðið að þýskum meisturum.getty/Cathrin Mueller Hann er ekki að fara í neitt pöbbalið, heldur eitt sterkasta lið Evrópu. Flensburg varð Evrópumeistari 2014, þýskur meistari 2018 og 2019 og er með gríðarlega sterkan leikmannahóp. Opnar margar dyr fyrir mig Teitur segir að jafnvel þótt hann verði ekki lengur hjá Flensburg en fram á vor geti mánuðirnir hjá félaginu opnað ýmsa möguleika fyrir sig. „Þótt þetta sé bara eins árs samningur er þetta risa tækifæri fyrir mig, til að sýna að ég geti spilað á hæsta getustigi. Sama hvernig fer, hvort ég fái lengri samning hér eða ekki, opnar þetta margar dyr fyrir mig,“ sagði Teitur. Flensburg hefur sérstöðu í þýska handboltanum en í gegnum tíðina hefur liðið verið byggt upp á leikmönnum frá Norðurlöndunum. Í leikmannahópi Flensburg í dag eru sjö Danir, þrír Svíar og tveir Norðmenn. Tungumálið ekki vandamál Teitur segir að þessi sterka Norðurlandatenging auðveldi sér að koma sér fyrir í Flensburg. „Flestir strákanna í liðinu eru Skandínavar þannig að ég get talað við meirihluta þeirra án vandamála. Þetta er stórt skref en ekki of stórt,“ sagði Teitur. Sænski leikstjórnandinn Jim Gottfridsson er einn fjölmargra Skandínava hjá Flensburg.getty/Ronny Hartmann Ef allt gengur eftir leikur Selfyssingurinn sinn fyrsta leik fyrir Flensburg þegar liðið sækir Veszprém heim í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hann á von á því að fá stórt hlutverk í liði Flensburg, allavega fyrst um sinn. Rød snýr væntanlega aftur í næsta mánuði en óvíst er hvenær Samper kemur aftur á völlinn. Áðurnefndur Müller var hættur en tók skóna af hillunni til að hjálpa Flensburg og hlutverk hans verður sennilega ekki ýkja mikið. „Við vorum á æfingu áðan og þá spilaði hann bara í vörn. Hann hafði verið hættur í tvö ár en er með til að hjálpa gamla félaginu sínu. Þetta er góður gæi,“ sagði Teitur. Skemmtilegur Íslendingahópur í Kristianstad Hann lék með Kristianstad í þrjú ár og kunni afar vel við sig í góðum hópi Íslendinga þar, sem tengjast bæði fótbolta- og handboltaliði félagsins. „Þetta var frábært milliskref, að fara þangað frá Íslandi og svo til Þýskalands. Þetta var eins og ég teiknaði upp. Það gekk upp og ofan þessi þrjú ár sem ég var hjá félaginu en þetta var rosalega góður skóli fyrir mig,“ sagði Teitur. „Það er alveg jafn auðvelt að búa þarna og heima hjá sér. Svo voru fullt af Íslendingum þarna og maður myndaði tengsl sem hefðu aldrei annars myndast. Þetta var rosalega skemmtilegur hópur og gaman að vera í kringum hann. Þetta voru þrjú góð ár og ég er þakklátur að hafa tekið þetta skref,“ sagði Teitur. Leikmenn Kristianstad fagna sigri á Dinamo Búkarest á síðasta tímabili. Á myndinni sést Ólafur Guðmundsson sem lék lengi með Kristianstad áður en hann fór til Montpellier í Frakklandi í sumar.getty/Alex Nicodim Eftir brotthvarf hans er enginn Íslendingur eftir í karlaliði Kristianstad í handboltanum, í fyrsta sinn í langan tíma. Kærasta Teits, Andrea Jacobsen, leikur þó enn með kvennaliðinu. Eftir tímabilið fækkar Íslendingunum í fótboltaliði Kristianstad verulega. Sif Atladóttir og eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, eru á heimleið og Sveindís Jane Jónsdóttir snýr aftur til Wolfsburg eftir lánsdvöl hjá Kristianstad. Teitur er ánægður með næsta áfangastað Björns en hann hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss. „Ég hefði ekki getað mælt með betri manni. Þetta er frábær og yndislegur gæi,“ sagði Teitur að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Flensburg kynnti Teit sem nýjan leikmann félagsins í gær. Hann fékk sig lausan frá Kristianstad um helgina og skrifaði undir samning við Flensburg út tímabilið. Magnus Rød og Franz Samper, hægri skyttur Flensburg, eru meiddar og Teiti er ætlað að fylla skarð þeirra ásamt hinum þrautreynda Michael Müller. Selfyssingurinn segir að félagaskiptin hafi borið brátt að og hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig. „Þetta byrjaði síðasta miðvikudag og var frágengið á sunnudaginn. Þeir heyrðu í umboðsmanninum mínum, hann talaði við mig og ég var spenntur fyrir þessu. Þá var bara spurning hvort Kristianstad myndi hleypa mér af stað,“ sagði Teitur í samtali við Vísi í gær. Teitur lék meðal annars með Kristianstad í Meistaradeild Evrópu.getty/Alex Nicodim Hann er þakklátur forráðamönnum Kristianstad hvernig þeir tóku í beiðni hans um að fá að fara til Flensburg. „Þegar við ræddum við þá fannst þeim þetta svo stórt tækifæri og skref fram á við fyrir mig sem leikmann að þeir vildu ekki standa í vegi fyrir mér. Þeir voru mjög faglegir og geggjaðir með hvað þetta gekk allt vel.“ Var byrjaður að líta í kringum sig Teitur var á lokaárinu af samningi sínum við Kristianstad og hefði líklega róið á önnur mið næsta sumar. „Ég hugsa að ég hefði alltaf farið eftir tímabilið. Við vorum ekki búnir að ræða framlengingu eða neitt þannig. Ég var að skoða mig um þegar þetta kom allt í einu,“ sagði Teitur. Maik Machulla framlengdi samning sinn við Flensburg fyrr á mánudaginn. Hann hefur tvisvar sinnum gert liðið að þýskum meisturum.getty/Cathrin Mueller Hann er ekki að fara í neitt pöbbalið, heldur eitt sterkasta lið Evrópu. Flensburg varð Evrópumeistari 2014, þýskur meistari 2018 og 2019 og er með gríðarlega sterkan leikmannahóp. Opnar margar dyr fyrir mig Teitur segir að jafnvel þótt hann verði ekki lengur hjá Flensburg en fram á vor geti mánuðirnir hjá félaginu opnað ýmsa möguleika fyrir sig. „Þótt þetta sé bara eins árs samningur er þetta risa tækifæri fyrir mig, til að sýna að ég geti spilað á hæsta getustigi. Sama hvernig fer, hvort ég fái lengri samning hér eða ekki, opnar þetta margar dyr fyrir mig,“ sagði Teitur. Flensburg hefur sérstöðu í þýska handboltanum en í gegnum tíðina hefur liðið verið byggt upp á leikmönnum frá Norðurlöndunum. Í leikmannahópi Flensburg í dag eru sjö Danir, þrír Svíar og tveir Norðmenn. Tungumálið ekki vandamál Teitur segir að þessi sterka Norðurlandatenging auðveldi sér að koma sér fyrir í Flensburg. „Flestir strákanna í liðinu eru Skandínavar þannig að ég get talað við meirihluta þeirra án vandamála. Þetta er stórt skref en ekki of stórt,“ sagði Teitur. Sænski leikstjórnandinn Jim Gottfridsson er einn fjölmargra Skandínava hjá Flensburg.getty/Ronny Hartmann Ef allt gengur eftir leikur Selfyssingurinn sinn fyrsta leik fyrir Flensburg þegar liðið sækir Veszprém heim í Meistaradeild Evrópu á morgun. Hann á von á því að fá stórt hlutverk í liði Flensburg, allavega fyrst um sinn. Rød snýr væntanlega aftur í næsta mánuði en óvíst er hvenær Samper kemur aftur á völlinn. Áðurnefndur Müller var hættur en tók skóna af hillunni til að hjálpa Flensburg og hlutverk hans verður sennilega ekki ýkja mikið. „Við vorum á æfingu áðan og þá spilaði hann bara í vörn. Hann hafði verið hættur í tvö ár en er með til að hjálpa gamla félaginu sínu. Þetta er góður gæi,“ sagði Teitur. Skemmtilegur Íslendingahópur í Kristianstad Hann lék með Kristianstad í þrjú ár og kunni afar vel við sig í góðum hópi Íslendinga þar, sem tengjast bæði fótbolta- og handboltaliði félagsins. „Þetta var frábært milliskref, að fara þangað frá Íslandi og svo til Þýskalands. Þetta var eins og ég teiknaði upp. Það gekk upp og ofan þessi þrjú ár sem ég var hjá félaginu en þetta var rosalega góður skóli fyrir mig,“ sagði Teitur. „Það er alveg jafn auðvelt að búa þarna og heima hjá sér. Svo voru fullt af Íslendingum þarna og maður myndaði tengsl sem hefðu aldrei annars myndast. Þetta var rosalega skemmtilegur hópur og gaman að vera í kringum hann. Þetta voru þrjú góð ár og ég er þakklátur að hafa tekið þetta skref,“ sagði Teitur. Leikmenn Kristianstad fagna sigri á Dinamo Búkarest á síðasta tímabili. Á myndinni sést Ólafur Guðmundsson sem lék lengi með Kristianstad áður en hann fór til Montpellier í Frakklandi í sumar.getty/Alex Nicodim Eftir brotthvarf hans er enginn Íslendingur eftir í karlaliði Kristianstad í handboltanum, í fyrsta sinn í langan tíma. Kærasta Teits, Andrea Jacobsen, leikur þó enn með kvennaliðinu. Eftir tímabilið fækkar Íslendingunum í fótboltaliði Kristianstad verulega. Sif Atladóttir og eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, eru á heimleið og Sveindís Jane Jónsdóttir snýr aftur til Wolfsburg eftir lánsdvöl hjá Kristianstad. Teitur er ánægður með næsta áfangastað Björns en hann hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss. „Ég hefði ekki getað mælt með betri manni. Þetta er frábær og yndislegur gæi,“ sagði Teitur að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira