Fótbolti

Rooney sagður áhugasamur um stjórastöðu Newcastle

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Wayne Rooney er sagður áhugasamur um stöðu knattsyrnustjóra Newcastle.
Wayne Rooney er sagður áhugasamur um stöðu knattsyrnustjóra Newcastle. Michael Steele/Getty Images

Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er sagður áhugasamur um að taka við stöðu knattspyrnustjóra Newcastle ef núverandi stjóri, Steve Bruce, verður látinn taka poka sinn.

Eins og áður hefur verið greint frá er Steve Bruce valtur í sessi sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir að nýir eigendur tóku við félaginu.

Staðarmiðill Newcastle, Chronicle, hefur heimildir fyrir því að Rooney hafi augastað á starfinu. Þó fylgir ekki sögunni hvort að nýir eigendur Newcastle hafi Rooney á lista yfir mögulega arftaka Bruce.

Eins og áður segir er Rooney núverandi knattspyrnustjóri Derby County, en liðið situr á botni ensku B-deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir 13 umferðir. Þó er ekki við Rooney að sakast um stigaleysi, en 12 stig voru tekin af liðinu eftir að félagið fór í greiðslustöðvun vegna mikilla fjárhagsvandræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×