Fyrra mark Salah í kvöld var hans þrítugasta fyrir Liverpool í Meistaradeildinni, en með því marki jafnaði hann met Steven Gerrard.
Egyptinn bætti svo um betur þegar hann skoraði sitt annað mark, og þriðja mark Liverpool í kvöld, og er þar með orðinn einn í efsta sæti yfir markahæsti leikmenn Liverpool í Meistaradeildinni frá upphafi.
Salah bætti ekki bara eitt félagsmet í kvöld, heldur tvö. Með því að skora í leiknum í kvöld er hann nú búinn að skora í níu leikjum í röð fyrir Liverpool, en engum öðrum leikmanni hefur tekist það í sögu félagsins.