Viðskipti innlent

Stóru við­skipta­bankarnir allir búnir að kynna vaxta­hækkanir

Eiður Þór Árnason skrifar
Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki hafa nú allir hækkað vexti sína. 
Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki hafa nú allir hækkað vexti sína.  Vísir

Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,15 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir.

Óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,20 prósentustig hjá bankanum og yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja um 0,25 prósentustig. Óverðtryggðir vextir Ergo hækka um 0,25 prósentustig, að því er fram kemur á vef bankans

Vaxtabreytingarnar taka gildi á föstudag, 22. október. Samhliða þessu hækka breytilegir óverðtryggðir innlánsvextir hjá Íslandsbanka um allt að 0,25 prósentustig eða haldast óbreyttir.

Hækka á bilinu 0,15 til 0,20 prósentustig

Fyrr í vikunni tilkynnti Landsbankinn að breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum yrðu hækkaðir um 0,2 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,15 prósentustig en um 0,10 prósentustig á óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum til fimm ára. 

Hjá Arion banka hækka óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir um 0,15 prósentustig. Óverðtryggðir fastir þriggja ára íbúðalánavextir hækka um 0,15 prósentustig.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig þann 6. október. Þeir standa nú í 1,5 prósenti.


Tengdar fréttir

Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023

Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs.

Seðla­bankinn hækkar enn stýri­vexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×