Glænýr og allt öðruvísi Flatus lifir Snorri Másson skrifar 26. október 2021 20:48 Stöð 2/Egill Listaverk sem hefur lifað með þjóðinni áratugum saman hefur tekið á sig nýja mynd í Kollafirði. Flatus lifir enn og nafn hans vísar að þessu sinni til vindgangs í huga listamannsins. Flatus hefur lengi verið á meðal oss, en aldrei fyrr hefur borið eins mikið á honum. Ný útfærsla Eddu Karólínu Ævarsdóttur er sérstaklega skærlituð og blasir strax við þegar ekið er yfir hæðina inn í Kollafjörð. Uppruni Flatusar er eilíf ráðgáta en segja má að hver Íslendingur myndi sinn eigin skilning á verkinu enda hefur það vart farið framhjá nokkrum sem yfirleitt hefur stigið upp í bifreið. „Síðasti Flatus var svarthvítur, hann var mjög flottur og með grafíska leturhönnun. Mig langaði að hafa þennan mjög öðruvísi, hafa hann poppandi og með mikið af litum. Ég er að vinna með Flatus sem prump- og vindþema,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Hér þyrfti kannski skýringar við. Hér vísar listamaðurinn til lífseigrar túlkunar á Flatusi, sem er á þá leið að hér sé á ferð latneska orðið flatus, sem útleggst í flestum orðabókum sem uppþemba, belgingur, já ósköp einfaldlega vindgangur. Hver segir að annað eins geti ekki veitt listrænan innblástur? „Þannig að ég er með svona fjúkandi gróður, sjávarþang og fjúkandi þarma og svona,“ lýsir Edda. Edda Karólína Ævarsdóttir listamaður stendur á bak við nýjustu útgáfu af Flatusi.Aðsend Flatusi ævinlega haldið á lífi Í verki Eddu er stuðst við þessa tilteknu skýringu, en þær eru sannarlega fleiri. Í einni þeirra kemur við sögu róttæka listakonan Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, sem var brautryðjandi í íslensku veggjakroti. „Það eru náttúrulega margar kenningar um það hver Flatus er eða hvað það er. Það er talað um að kannski hafi þetta bara verið einhver að fíflast og ætlað að skrifa Flatlús lifir, en skrifað Flatus í staðinn. Eða þá að þetta hafi verið Róska, sem var að mótmæla hernum og verið að vitna í að herinn væri Flatus, af því að fyrsti Flatus kemur 80-og-eitthvað. Eða þá að einhver hafi bara verið að tala um að hér hafi bara verið rokrassgat og að Flatus lifi hér góðu lífi sem rok,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Þetta er þriðja skipulagða verkið sem er gert á vegginn við þjóðveginn, en áður var engu líkara en að samkomulag ríkti á meðal Íslendinga að halda Flatusi á lífi, sama í hvaða mynd. „Ég veit um nokkra sem hafa komið hérna og skrifað Flatus lifir bara einu sinni í gegnum tíðina síðan 80-og-eitthvað. Það er einstakt hvað þetta er orðið mikil hefð. Það var alltaf málað yfir þetta aftur og aftur en það kom alltaf bara nýtt og þá var bara einhver sem tók þetta að sér, sem er bara mjög kúl,“ segir Edda. Flatus lifir enn.Stöð 2/Egill Edda lærði skiltamálun í Skotlandi en er nýkomin heim - og þetta er fyrsta verkið. Það nýtur auðvitað öllu meiri velvildar en annað veggjakrot, raunar svo mikillar að verslunarkeðja eins og Húsasmiðjan var meira en til í að styrkja verkefnið með málningu. Listamaðurinn stóð svo í ströngu við að leggja lokahönd á verkið, oft í aftakaveðri: „Ég er búin að læra mjög mikið að lesa veðrið,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Flatus hefur lengi verið á meðal oss, en aldrei fyrr hefur borið eins mikið á honum. Ný útfærsla Eddu Karólínu Ævarsdóttur er sérstaklega skærlituð og blasir strax við þegar ekið er yfir hæðina inn í Kollafjörð. Uppruni Flatusar er eilíf ráðgáta en segja má að hver Íslendingur myndi sinn eigin skilning á verkinu enda hefur það vart farið framhjá nokkrum sem yfirleitt hefur stigið upp í bifreið. „Síðasti Flatus var svarthvítur, hann var mjög flottur og með grafíska leturhönnun. Mig langaði að hafa þennan mjög öðruvísi, hafa hann poppandi og með mikið af litum. Ég er að vinna með Flatus sem prump- og vindþema,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Hér þyrfti kannski skýringar við. Hér vísar listamaðurinn til lífseigrar túlkunar á Flatusi, sem er á þá leið að hér sé á ferð latneska orðið flatus, sem útleggst í flestum orðabókum sem uppþemba, belgingur, já ósköp einfaldlega vindgangur. Hver segir að annað eins geti ekki veitt listrænan innblástur? „Þannig að ég er með svona fjúkandi gróður, sjávarþang og fjúkandi þarma og svona,“ lýsir Edda. Edda Karólína Ævarsdóttir listamaður stendur á bak við nýjustu útgáfu af Flatusi.Aðsend Flatusi ævinlega haldið á lífi Í verki Eddu er stuðst við þessa tilteknu skýringu, en þær eru sannarlega fleiri. Í einni þeirra kemur við sögu róttæka listakonan Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, sem var brautryðjandi í íslensku veggjakroti. „Það eru náttúrulega margar kenningar um það hver Flatus er eða hvað það er. Það er talað um að kannski hafi þetta bara verið einhver að fíflast og ætlað að skrifa Flatlús lifir, en skrifað Flatus í staðinn. Eða þá að þetta hafi verið Róska, sem var að mótmæla hernum og verið að vitna í að herinn væri Flatus, af því að fyrsti Flatus kemur 80-og-eitthvað. Eða þá að einhver hafi bara verið að tala um að hér hafi bara verið rokrassgat og að Flatus lifi hér góðu lífi sem rok,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina) Þetta er þriðja skipulagða verkið sem er gert á vegginn við þjóðveginn, en áður var engu líkara en að samkomulag ríkti á meðal Íslendinga að halda Flatusi á lífi, sama í hvaða mynd. „Ég veit um nokkra sem hafa komið hérna og skrifað Flatus lifir bara einu sinni í gegnum tíðina síðan 80-og-eitthvað. Það er einstakt hvað þetta er orðið mikil hefð. Það var alltaf málað yfir þetta aftur og aftur en það kom alltaf bara nýtt og þá var bara einhver sem tók þetta að sér, sem er bara mjög kúl,“ segir Edda. Flatus lifir enn.Stöð 2/Egill Edda lærði skiltamálun í Skotlandi en er nýkomin heim - og þetta er fyrsta verkið. Það nýtur auðvitað öllu meiri velvildar en annað veggjakrot, raunar svo mikillar að verslunarkeðja eins og Húsasmiðjan var meira en til í að styrkja verkefnið með málningu. Listamaðurinn stóð svo í ströngu við að leggja lokahönd á verkið, oft í aftakaveðri: „Ég er búin að læra mjög mikið að lesa veðrið,“ segir Edda. View this post on Instagram A post shared by Edda Karólína (@eddakarolina)
Reykjavík Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira