Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2021 22:09 Dómurinn var birtur á vef héraðsdómstóla í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Brotin áttu sér stað yfir rúmlega árs tímabil en ákærða var gefið að sök að hafa berað sig í að minnsta kosti fimm skipti. Brotin beindust öll gegn ungum drengjum en sá yngsti var átta ára gamall. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að brotin hafi fengið verulega á börnin. Fréttastofa hefur áður fjallað um umræddan mann en þar sögðust foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi ráðalausir vegna karlmannsins. Hann hafi margoft verið tilkynntur til lögreglu og hafi áður hlotið dóm fyrir brot gegn blygðunarsemi barna. Heimsóknir lögreglu á heimili mannsins virðast litlu hafa skilað en ákærði hélt uppteknum hætti í kjölfarið. Maðurinn býr á jarðhæð í blokk og snýr stofugluggi og svalarhurð íbúðar mannsins að nálægum leikvelli. Háttsemi mannsins er sambærileg í öllum ákæruliðum málsins en ákærði hefur þá staðið léttklæddur, nakinn eða íklæddur bol, ber að neðan og fróað sér. Lögreglumenn gripu manninn meðal annars í eitt skipti þar sem ákærði var að fitla við lim sinn við stofuglugga í íbúð sinni. Maðurinn hljóp inn í íbúð með buxurnar á hælunum þegar hann sá lögreglumennina nálgast húsið, en tók á móti þeim fullklæddur. Að sögn lögreglumannsins hefði hver sem er getað séð hann og kvaðst ákærði þá vera haldinn sýniþörf. Leikvöllurinn kallaður „perraróló“ Í dóminum segir að börnin hafi átt erfitt uppdráttar í kjölfar háttseminnar. Þá treysti mörg börn sér ekki til að ganga framhjá leikvellinum og önnur hafi glímt við kvíða og spennu í kjölfar brota mannsins. Mörg börn sem urðu fyrir barðinu á manninum segjast hafa orðið hrædd og foreldri drengs segir atvikið hafa tekið sakleysið frá syni hennar. Þá eru dæmi um að maðurinn hafi brotið gegn blygðunarsemi sömu drengja oftar en einu sinni með athæfinu. Leikvöllinn hafa börn í hverfinu kallað „perraróló“ og að sögn foreldra hafa reglulega farið sambærilegar sögur af manninn í gegnum tíðina. Þá hafi það verið alþekkt að börn hafi forðast umræddan leikvöll, eða göngustíg leikvallarins, vegna mannsins. Maðurinn ekki talinn ósakhæfur Ákærði gekkst undir geðrannsókn við meðferð málsins en ekki var talið að hann væri ósakhæfur. Matsmaður mældi þó með því að manninum yrði gert að sæta eftirliti á réttargeðdeild Landspítalans en héraðsdómari féllst ekki á það. Foreldrar drengjanna fóru fram á milljón hver í skaðabætur frá manninum. Héraðsdómari taldi þó aðeins efni til að manninum bæri að greiða börnunum 250.000 krónur hverju í skaðabætur. Með vísan til ítrekunar og alvarleika brotanna var ákærða því gert að sæta fangelsi í tólf mánuði. Þá er honum gert að greiða verjanda sínum rúmar tvær milljónir, þóknun réttargæslumanna upp á rúma tvær og hálfa milljón, auk 480.000 króna í annan sakarkostnað. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01 Ákæra gefin út á hendur manni sem sakaður er um að bera sig fyrir framan börn Ákæra hefur verið gefin út á hendur karlmanni sem sakaður er um að hafa ítrekað berað sig og stundað sjálfsfróun úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina sem staðsett er í Rimahverfi í Grafarvogi. 16. júní 2020 12:40 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira
Brotin áttu sér stað yfir rúmlega árs tímabil en ákærða var gefið að sök að hafa berað sig í að minnsta kosti fimm skipti. Brotin beindust öll gegn ungum drengjum en sá yngsti var átta ára gamall. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að brotin hafi fengið verulega á börnin. Fréttastofa hefur áður fjallað um umræddan mann en þar sögðust foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi ráðalausir vegna karlmannsins. Hann hafi margoft verið tilkynntur til lögreglu og hafi áður hlotið dóm fyrir brot gegn blygðunarsemi barna. Heimsóknir lögreglu á heimili mannsins virðast litlu hafa skilað en ákærði hélt uppteknum hætti í kjölfarið. Maðurinn býr á jarðhæð í blokk og snýr stofugluggi og svalarhurð íbúðar mannsins að nálægum leikvelli. Háttsemi mannsins er sambærileg í öllum ákæruliðum málsins en ákærði hefur þá staðið léttklæddur, nakinn eða íklæddur bol, ber að neðan og fróað sér. Lögreglumenn gripu manninn meðal annars í eitt skipti þar sem ákærði var að fitla við lim sinn við stofuglugga í íbúð sinni. Maðurinn hljóp inn í íbúð með buxurnar á hælunum þegar hann sá lögreglumennina nálgast húsið, en tók á móti þeim fullklæddur. Að sögn lögreglumannsins hefði hver sem er getað séð hann og kvaðst ákærði þá vera haldinn sýniþörf. Leikvöllurinn kallaður „perraróló“ Í dóminum segir að börnin hafi átt erfitt uppdráttar í kjölfar háttseminnar. Þá treysti mörg börn sér ekki til að ganga framhjá leikvellinum og önnur hafi glímt við kvíða og spennu í kjölfar brota mannsins. Mörg börn sem urðu fyrir barðinu á manninum segjast hafa orðið hrædd og foreldri drengs segir atvikið hafa tekið sakleysið frá syni hennar. Þá eru dæmi um að maðurinn hafi brotið gegn blygðunarsemi sömu drengja oftar en einu sinni með athæfinu. Leikvöllinn hafa börn í hverfinu kallað „perraróló“ og að sögn foreldra hafa reglulega farið sambærilegar sögur af manninn í gegnum tíðina. Þá hafi það verið alþekkt að börn hafi forðast umræddan leikvöll, eða göngustíg leikvallarins, vegna mannsins. Maðurinn ekki talinn ósakhæfur Ákærði gekkst undir geðrannsókn við meðferð málsins en ekki var talið að hann væri ósakhæfur. Matsmaður mældi þó með því að manninum yrði gert að sæta eftirliti á réttargeðdeild Landspítalans en héraðsdómari féllst ekki á það. Foreldrar drengjanna fóru fram á milljón hver í skaðabætur frá manninum. Héraðsdómari taldi þó aðeins efni til að manninum bæri að greiða börnunum 250.000 krónur hverju í skaðabætur. Með vísan til ítrekunar og alvarleika brotanna var ákærða því gert að sæta fangelsi í tólf mánuði. Þá er honum gert að greiða verjanda sínum rúmar tvær milljónir, þóknun réttargæslumanna upp á rúma tvær og hálfa milljón, auk 480.000 króna í annan sakarkostnað.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01 Ákæra gefin út á hendur manni sem sakaður er um að bera sig fyrir framan börn Ákæra hefur verið gefin út á hendur karlmanni sem sakaður er um að hafa ítrekað berað sig og stundað sjálfsfróun úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina sem staðsett er í Rimahverfi í Grafarvogi. 16. júní 2020 12:40 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira
Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01
Ákæra gefin út á hendur manni sem sakaður er um að bera sig fyrir framan börn Ákæra hefur verið gefin út á hendur karlmanni sem sakaður er um að hafa ítrekað berað sig og stundað sjálfsfróun úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina sem staðsett er í Rimahverfi í Grafarvogi. 16. júní 2020 12:40