Sport

Anníe Mist í forystu fyrir lokadag Rogue Invitational

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir er með 15 stiga forskot á toppnum fyrir lokadag Rogue Initational-mótsins.
Anníe Mist Þórisdóttir er með 15 stiga forskot á toppnum fyrir lokadag Rogue Initational-mótsins. INSTAGRAM.COM/ANNIETHORISDOTTIR/

Anníe Mist Þórisdóttir er með 15 stiga forskot á toppnum fyrir lokadag Rogue Invitational-mótsins í Crossfit með 445 stig. Anníe sigraði í seinustu grein dagsins í gær, en næst á eftir henni kemur fimmfaldur Crossfit Games meistari, Tia-Clair Toomey.

Anníe fylgdi eftir góðu gengi frá fyrsta degi, en keppt var í þrem greinum í gær. Hún hafnaði í þriðja sæti í fyrstu grein dagsins, því sjötta í annarri, og gerði sér lítið fyrir og sigraði í seinustu grein dagsins sem var „The Mule“.

Katrín Tanja Davíðsdóttir situr í 15. sæti listans, en Þuríður Erla Helgadóttir náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun og er fallin niður í 19. sæti. 

Í karlaflokki situr Björgvin Karl Guðmundsson í áttunda sæti.

Eins og áður segir fer lokadagur mótsins fram í dag, en keppt verður í tveimur greinum. Sú fyrri heitir „Chipper“, en sjöunda og seinasta grein mótsins hefur ekki enn verið afhjúpuð. Upplýsingar um „Chipper“ og aðrar greinar mótsins má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×