Risi í HK, hinn íslenski Per Carlén og of skotglaður Framari Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 12:31 Róbert Gunnarsson var ánægður með frammistöðu Jóns Bjarna Ólafssonar gegn KA. Stöð 2 Sport Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu í Seinni bylgjunni um nokkra leikmenn sem annars voru ekki ýkja áberandi í umræðunni eftir síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Nýr liður í Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, ber heitið „Undir radarnum“. Að þessu sinni ræddu þeir Ásgeir og Róbert meðal annars um Framarann Þorstein Gauta Hjálmarsson, HK-inginn Kristófer Ísak Bárðarson og FH-inginn Jón Bjarna Ólafsson. Þorsteinn fékk að þessu sinni á sig gagnrýni en hinir tveir umtalsvert hrós, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Undir radarnum Þorsteinn skoraði fimm mörk í 32-28 tapi Fram gegn ÍBV en tók allt of mörg skot í leiknum að mati Ásgeirs: „Heilt yfir fannst mér skotvalið hans í þessum leik mjög langt frá því að vera gott. Þetta var allt of mikið þannig að hann fékk boltann, fór upp og skaut á markið, beint yfir einhverja þristablokk. Ég er ekki hrifinn af þessu en þetta er líka þjálfarans,“ sagði Ásgeir. „Sóknarleikurinn heilt yfir hjá Fram var lélegur og óskipulagður. Mér fannst þeir ekki á nokkurn hátt keyra á einhverja veikleika hjá ÍBV heldur treystu Framarar á að Þorsteinn gerði nákvæmlega sama og þegar hann fyrir þá leikinn á móti Víkingi í síðustu umferð. Þetta voru 5 af 16 í skotnýtingu. Ég veit að hann getur betur. Hann þarf að velja færin sín betur, og þeir þurfa að koma honum í betri færi til að hæfileikar hans nýtist betur,“ bætti hann við. Ekki hægt að kenna mönnum að vera hávaxnir Kristófer Ísak heillaði Ásgeir hins vegar með frammistöðu sinni gegn Haukum: „Eins og sagt er í körfunni; „Þeir kenna ekki hæð“. Þetta er leikmaður sem er 2,07 og alveg ótrúlega spennandi. Hann spilaði vörn og sókn, skoraði flott mörk utan af velli, og var alla vega með tvær flottar stoðsendingar síðasta korterið eftir að hann kom inn á. Hann virðist hafa ótrúlega margt til brunns að bera.“ Róbert ræddi svo um kollega sinn, eða fyrrverandi kollega, línumanninn Jón Bjarna. Róbert grínaðist með að Jón Bjarni, sem skoraði fjögur mörk í sigri FH á KA, minnti á sænsku goðsögnina Per Carlén: „Hann fékk smá útreið hjá okkur síðast eftir leikinn við HK en núna sýndi hann okkur hvers hann er megnugur. Það er gríðarlega gaman að horfa á örvhentan línumann. Það gerist nú ekki oft og þeir eru yfirleitt settir þarna hægra megin. Þetta er líka erfitt fyrir vörnina því varnarmenn eru vanir að línumaðurinn snúi sér í hina áttina,“ sagði Róbert. Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Nýr liður í Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, ber heitið „Undir radarnum“. Að þessu sinni ræddu þeir Ásgeir og Róbert meðal annars um Framarann Þorstein Gauta Hjálmarsson, HK-inginn Kristófer Ísak Bárðarson og FH-inginn Jón Bjarna Ólafsson. Þorsteinn fékk að þessu sinni á sig gagnrýni en hinir tveir umtalsvert hrós, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Undir radarnum Þorsteinn skoraði fimm mörk í 32-28 tapi Fram gegn ÍBV en tók allt of mörg skot í leiknum að mati Ásgeirs: „Heilt yfir fannst mér skotvalið hans í þessum leik mjög langt frá því að vera gott. Þetta var allt of mikið þannig að hann fékk boltann, fór upp og skaut á markið, beint yfir einhverja þristablokk. Ég er ekki hrifinn af þessu en þetta er líka þjálfarans,“ sagði Ásgeir. „Sóknarleikurinn heilt yfir hjá Fram var lélegur og óskipulagður. Mér fannst þeir ekki á nokkurn hátt keyra á einhverja veikleika hjá ÍBV heldur treystu Framarar á að Þorsteinn gerði nákvæmlega sama og þegar hann fyrir þá leikinn á móti Víkingi í síðustu umferð. Þetta voru 5 af 16 í skotnýtingu. Ég veit að hann getur betur. Hann þarf að velja færin sín betur, og þeir þurfa að koma honum í betri færi til að hæfileikar hans nýtist betur,“ bætti hann við. Ekki hægt að kenna mönnum að vera hávaxnir Kristófer Ísak heillaði Ásgeir hins vegar með frammistöðu sinni gegn Haukum: „Eins og sagt er í körfunni; „Þeir kenna ekki hæð“. Þetta er leikmaður sem er 2,07 og alveg ótrúlega spennandi. Hann spilaði vörn og sókn, skoraði flott mörk utan af velli, og var alla vega með tvær flottar stoðsendingar síðasta korterið eftir að hann kom inn á. Hann virðist hafa ótrúlega margt til brunns að bera.“ Róbert ræddi svo um kollega sinn, eða fyrrverandi kollega, línumanninn Jón Bjarna. Róbert grínaðist með að Jón Bjarni, sem skoraði fjögur mörk í sigri FH á KA, minnti á sænsku goðsögnina Per Carlén: „Hann fékk smá útreið hjá okkur síðast eftir leikinn við HK en núna sýndi hann okkur hvers hann er megnugur. Það er gríðarlega gaman að horfa á örvhentan línumann. Það gerist nú ekki oft og þeir eru yfirleitt settir þarna hægra megin. Þetta er líka erfitt fyrir vörnina því varnarmenn eru vanir að línumaðurinn snúi sér í hina áttina,“ sagði Róbert.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti