Keflavíkurflugvöllur: Búið að grafa upp tæpa 50 þúsund rúmmetra fyrir viðbyggingu Þorgils Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 19:39 Verktakar á Keflavíkurflugvelli hafa unnið þrotlaust að undirvinnu síðan í sumar. Nú hefur verið mokað burt tæpum 50 þúsumd rúmmetrum af jarðvegi. Vísir/Vilhelm Jarðvinna vegna viðbyggingar á Keflavíkurflugvelli gengur vel, en frá því að fyrsta skóflustungan var tekin í júní hefur verið grafið út fyrir 49.000 rúmmetra holu sem verður á endanum 55.000 rúmmetrar og 7,5 metrar að dýpt. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu. Fyrirhuguð bygging verður 20 þúsund fermetrar að stærð og áætlaður heildarkostnaður er 20,8 milljarðar króna. Áformað er að hún verði tekin í notkun árið 2024, en þar verður meðal annars viðbót við verslunarrými og biðsvæði flugstöðvarinnar auk þess sem fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm verður bætt við. En það er ekki síst endurnýjað farangurskerfi sem markar ákveðin tímamót. Kerfið verður að hluta til í nýju byggingunni en mun teygja sig inn í gömlu bygginguna inn á svæði komufríhafnar. 20 þúsund fermetra viðbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður tekin í notkun árið 2024, gangi áætlanir ISAVIA eftir. Á þessari mynd sést hvernig viðbyggingin mun líta út. „Með þessari endurnýjun er verið að skipta út sprengjuleitarvélum vegna nýrra Evrópureglugerða sem taka gildi innan fárra mánaða,“ segir Guðjón. „Nýju vélarnar eru umfangsmeiri en þær gömlu og því þarf að endurhanna og breyta farangurskerfinu í kringum þær.“ Meðal annars verður sett upp nýtt komufæribandakerfi með hallandi böndum svo hægt sé að koma fleiri töskum fyrir og auðvelda aðgengi farþega að töskum þegar þær renna inn í komusalinn. Böndin verða fimm talsins þegar framkvæmdum lýkur. „Í september fóru rétt rúmlega 140.000 töskur í gegnum brottfarakerfið okkar sem er að meðaltali um 4500 töskur á dag,“ segir Guðjón og bætir við að þar sé um að ræða töskur sem koma úr innritun sem og töskur tengifarþega. „Hvað varðar komuhlutann þá erum við að bæta þjónustuna við farþega í komusalnum með breytingunum og vinna okkur í haginn að geta tekið við fjölgun farþega síðar meir.“ Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Byggingariðnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við fréttastofu. Fyrirhuguð bygging verður 20 þúsund fermetrar að stærð og áætlaður heildarkostnaður er 20,8 milljarðar króna. Áformað er að hún verði tekin í notkun árið 2024, en þar verður meðal annars viðbót við verslunarrými og biðsvæði flugstöðvarinnar auk þess sem fjórum nýjum hliðum með landgöngubrúm verður bætt við. En það er ekki síst endurnýjað farangurskerfi sem markar ákveðin tímamót. Kerfið verður að hluta til í nýju byggingunni en mun teygja sig inn í gömlu bygginguna inn á svæði komufríhafnar. 20 þúsund fermetra viðbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður tekin í notkun árið 2024, gangi áætlanir ISAVIA eftir. Á þessari mynd sést hvernig viðbyggingin mun líta út. „Með þessari endurnýjun er verið að skipta út sprengjuleitarvélum vegna nýrra Evrópureglugerða sem taka gildi innan fárra mánaða,“ segir Guðjón. „Nýju vélarnar eru umfangsmeiri en þær gömlu og því þarf að endurhanna og breyta farangurskerfinu í kringum þær.“ Meðal annars verður sett upp nýtt komufæribandakerfi með hallandi böndum svo hægt sé að koma fleiri töskum fyrir og auðvelda aðgengi farþega að töskum þegar þær renna inn í komusalinn. Böndin verða fimm talsins þegar framkvæmdum lýkur. „Í september fóru rétt rúmlega 140.000 töskur í gegnum brottfarakerfið okkar sem er að meðaltali um 4500 töskur á dag,“ segir Guðjón og bætir við að þar sé um að ræða töskur sem koma úr innritun sem og töskur tengifarþega. „Hvað varðar komuhlutann þá erum við að bæta þjónustuna við farþega í komusalnum með breytingunum og vinna okkur í haginn að geta tekið við fjölgun farþega síðar meir.“
Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Byggingariðnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira