Alfreð og Jóhann aftur í landsliðið þegar þeir verða „hundrað prósent“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 13:43 Alfreð Finnbogason er orðinn þreyttur á að meiðsli trufli frammistöðu hans og ætlar að bíða með að snúa aftur í landsliðið. vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason vilja koma skrokknum í betra lag áður en þeir mæta aftur í landsleiki. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, kynnti í dag hópinn sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í þessum mánuði í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. Arnar var spurður út í fjarveru fjögurra leikmanna, þeirra Jóhanns, Alfreðs, Guðlaugs Victors og Hjartar Hermannssonar. Guðlaugur Victor fékk tækifæri til að verja tíma með syni sínum, sem búsettur er í Kanada, sem hann kaus að nýta, og Hjörtur og kona hans eiga von á barni á Ítalíu. Alfreð og Jóhann hafa hins vegar lengi verið að glíma við meiðsli þó að þeir hafi ítrekað reynt að spila með landsliðinu þrátt fyrir það. Fjarvera þeirra þýðir að enginn leikmaður sem spilar í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu er í landsliðshópnum. Leiðinlegt að koma í landsliðið og geta ekki gefið hundrað prósent Jóhann dró sig út úr landsliðshópnum í október vegna meiðsla, en bætti því reyndar við í viðtali við 433.is að vinnubrögð stjórnar KSÍ hefðu hjálpað sér að taka ákvörðunina. Hann hefur verið í byrjunarliði Burnley í síðustu tveimur leikjum en vill meiri tíma til að ná sér á strik áður en hann snýr aftur í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í leikjum í september en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan þá.vísir/Hulda Margrét „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Alfreð er nýbyrjaður að spila að nýju eftir meiðsli og skoraði langþráð mark í þýsku 1. deildinni um helgina: „Hann spilaði allan leikinn í síðasta leik þar sem hann var mjög góður. Í öllum samskiptum við Alfreð síðustu 10 mánuði hefur það verið mjög skýrt frá honum sjálfum að hann vill koma til baka, alveg eins og Jói, þegar hann er orðinn 100 prósent,“ sagði Arnar en Alfreð spilaði síðast með landsliðinu fyrir ári síðan. „Honum finnst mjög leiðinlegt og erfitt að hafa verið að koma inn í landsliðið undanfarið og vera ekki 100 prósent fitt. Það hefur alltaf verið skýr stefna hjá Alfreð, og okkur finnst mjög gott að menn hugsi um sinn feril, að hann nái að verða 100 prósent,“ sagði Arnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, kynnti í dag hópinn sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í þessum mánuði í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. Arnar var spurður út í fjarveru fjögurra leikmanna, þeirra Jóhanns, Alfreðs, Guðlaugs Victors og Hjartar Hermannssonar. Guðlaugur Victor fékk tækifæri til að verja tíma með syni sínum, sem búsettur er í Kanada, sem hann kaus að nýta, og Hjörtur og kona hans eiga von á barni á Ítalíu. Alfreð og Jóhann hafa hins vegar lengi verið að glíma við meiðsli þó að þeir hafi ítrekað reynt að spila með landsliðinu þrátt fyrir það. Fjarvera þeirra þýðir að enginn leikmaður sem spilar í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu er í landsliðshópnum. Leiðinlegt að koma í landsliðið og geta ekki gefið hundrað prósent Jóhann dró sig út úr landsliðshópnum í október vegna meiðsla, en bætti því reyndar við í viðtali við 433.is að vinnubrögð stjórnar KSÍ hefðu hjálpað sér að taka ákvörðunina. Hann hefur verið í byrjunarliði Burnley í síðustu tveimur leikjum en vill meiri tíma til að ná sér á strik áður en hann snýr aftur í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í leikjum í september en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan þá.vísir/Hulda Margrét „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Alfreð er nýbyrjaður að spila að nýju eftir meiðsli og skoraði langþráð mark í þýsku 1. deildinni um helgina: „Hann spilaði allan leikinn í síðasta leik þar sem hann var mjög góður. Í öllum samskiptum við Alfreð síðustu 10 mánuði hefur það verið mjög skýrt frá honum sjálfum að hann vill koma til baka, alveg eins og Jói, þegar hann er orðinn 100 prósent,“ sagði Arnar en Alfreð spilaði síðast með landsliðinu fyrir ári síðan. „Honum finnst mjög leiðinlegt og erfitt að hafa verið að koma inn í landsliðið undanfarið og vera ekki 100 prósent fitt. Það hefur alltaf verið skýr stefna hjá Alfreð, og okkur finnst mjög gott að menn hugsi um sinn feril, að hann nái að verða 100 prósent,“ sagði Arnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira