Alfreð og Jóhann aftur í landsliðið þegar þeir verða „hundrað prósent“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 13:43 Alfreð Finnbogason er orðinn þreyttur á að meiðsli trufli frammistöðu hans og ætlar að bíða með að snúa aftur í landsliðið. vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason vilja koma skrokknum í betra lag áður en þeir mæta aftur í landsleiki. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, kynnti í dag hópinn sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í þessum mánuði í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. Arnar var spurður út í fjarveru fjögurra leikmanna, þeirra Jóhanns, Alfreðs, Guðlaugs Victors og Hjartar Hermannssonar. Guðlaugur Victor fékk tækifæri til að verja tíma með syni sínum, sem búsettur er í Kanada, sem hann kaus að nýta, og Hjörtur og kona hans eiga von á barni á Ítalíu. Alfreð og Jóhann hafa hins vegar lengi verið að glíma við meiðsli þó að þeir hafi ítrekað reynt að spila með landsliðinu þrátt fyrir það. Fjarvera þeirra þýðir að enginn leikmaður sem spilar í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu er í landsliðshópnum. Leiðinlegt að koma í landsliðið og geta ekki gefið hundrað prósent Jóhann dró sig út úr landsliðshópnum í október vegna meiðsla, en bætti því reyndar við í viðtali við 433.is að vinnubrögð stjórnar KSÍ hefðu hjálpað sér að taka ákvörðunina. Hann hefur verið í byrjunarliði Burnley í síðustu tveimur leikjum en vill meiri tíma til að ná sér á strik áður en hann snýr aftur í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í leikjum í september en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan þá.vísir/Hulda Margrét „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Alfreð er nýbyrjaður að spila að nýju eftir meiðsli og skoraði langþráð mark í þýsku 1. deildinni um helgina: „Hann spilaði allan leikinn í síðasta leik þar sem hann var mjög góður. Í öllum samskiptum við Alfreð síðustu 10 mánuði hefur það verið mjög skýrt frá honum sjálfum að hann vill koma til baka, alveg eins og Jói, þegar hann er orðinn 100 prósent,“ sagði Arnar en Alfreð spilaði síðast með landsliðinu fyrir ári síðan. „Honum finnst mjög leiðinlegt og erfitt að hafa verið að koma inn í landsliðið undanfarið og vera ekki 100 prósent fitt. Það hefur alltaf verið skýr stefna hjá Alfreð, og okkur finnst mjög gott að menn hugsi um sinn feril, að hann nái að verða 100 prósent,“ sagði Arnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, kynnti í dag hópinn sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í þessum mánuði í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. Arnar var spurður út í fjarveru fjögurra leikmanna, þeirra Jóhanns, Alfreðs, Guðlaugs Victors og Hjartar Hermannssonar. Guðlaugur Victor fékk tækifæri til að verja tíma með syni sínum, sem búsettur er í Kanada, sem hann kaus að nýta, og Hjörtur og kona hans eiga von á barni á Ítalíu. Alfreð og Jóhann hafa hins vegar lengi verið að glíma við meiðsli þó að þeir hafi ítrekað reynt að spila með landsliðinu þrátt fyrir það. Fjarvera þeirra þýðir að enginn leikmaður sem spilar í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu er í landsliðshópnum. Leiðinlegt að koma í landsliðið og geta ekki gefið hundrað prósent Jóhann dró sig út úr landsliðshópnum í október vegna meiðsla, en bætti því reyndar við í viðtali við 433.is að vinnubrögð stjórnar KSÍ hefðu hjálpað sér að taka ákvörðunina. Hann hefur verið í byrjunarliði Burnley í síðustu tveimur leikjum en vill meiri tíma til að ná sér á strik áður en hann snýr aftur í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í leikjum í september en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan þá.vísir/Hulda Margrét „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Alfreð er nýbyrjaður að spila að nýju eftir meiðsli og skoraði langþráð mark í þýsku 1. deildinni um helgina: „Hann spilaði allan leikinn í síðasta leik þar sem hann var mjög góður. Í öllum samskiptum við Alfreð síðustu 10 mánuði hefur það verið mjög skýrt frá honum sjálfum að hann vill koma til baka, alveg eins og Jói, þegar hann er orðinn 100 prósent,“ sagði Arnar en Alfreð spilaði síðast með landsliðinu fyrir ári síðan. „Honum finnst mjög leiðinlegt og erfitt að hafa verið að koma inn í landsliðið undanfarið og vera ekki 100 prósent fitt. Það hefur alltaf verið skýr stefna hjá Alfreð, og okkur finnst mjög gott að menn hugsi um sinn feril, að hann nái að verða 100 prósent,“ sagði Arnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira