Alfreð og Jóhann aftur í landsliðið þegar þeir verða „hundrað prósent“ Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 13:43 Alfreð Finnbogason er orðinn þreyttur á að meiðsli trufli frammistöðu hans og ætlar að bíða með að snúa aftur í landsliðið. vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason vilja koma skrokknum í betra lag áður en þeir mæta aftur í landsleiki. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, kynnti í dag hópinn sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í þessum mánuði í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. Arnar var spurður út í fjarveru fjögurra leikmanna, þeirra Jóhanns, Alfreðs, Guðlaugs Victors og Hjartar Hermannssonar. Guðlaugur Victor fékk tækifæri til að verja tíma með syni sínum, sem búsettur er í Kanada, sem hann kaus að nýta, og Hjörtur og kona hans eiga von á barni á Ítalíu. Alfreð og Jóhann hafa hins vegar lengi verið að glíma við meiðsli þó að þeir hafi ítrekað reynt að spila með landsliðinu þrátt fyrir það. Fjarvera þeirra þýðir að enginn leikmaður sem spilar í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu er í landsliðshópnum. Leiðinlegt að koma í landsliðið og geta ekki gefið hundrað prósent Jóhann dró sig út úr landsliðshópnum í október vegna meiðsla, en bætti því reyndar við í viðtali við 433.is að vinnubrögð stjórnar KSÍ hefðu hjálpað sér að taka ákvörðunina. Hann hefur verið í byrjunarliði Burnley í síðustu tveimur leikjum en vill meiri tíma til að ná sér á strik áður en hann snýr aftur í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í leikjum í september en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan þá.vísir/Hulda Margrét „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Alfreð er nýbyrjaður að spila að nýju eftir meiðsli og skoraði langþráð mark í þýsku 1. deildinni um helgina: „Hann spilaði allan leikinn í síðasta leik þar sem hann var mjög góður. Í öllum samskiptum við Alfreð síðustu 10 mánuði hefur það verið mjög skýrt frá honum sjálfum að hann vill koma til baka, alveg eins og Jói, þegar hann er orðinn 100 prósent,“ sagði Arnar en Alfreð spilaði síðast með landsliðinu fyrir ári síðan. „Honum finnst mjög leiðinlegt og erfitt að hafa verið að koma inn í landsliðið undanfarið og vera ekki 100 prósent fitt. Það hefur alltaf verið skýr stefna hjá Alfreð, og okkur finnst mjög gott að menn hugsi um sinn feril, að hann nái að verða 100 prósent,“ sagði Arnar. HM 2022 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, kynnti í dag hópinn sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í þessum mánuði í síðustu leikjum Íslands í undankeppni HM. Arnar var spurður út í fjarveru fjögurra leikmanna, þeirra Jóhanns, Alfreðs, Guðlaugs Victors og Hjartar Hermannssonar. Guðlaugur Victor fékk tækifæri til að verja tíma með syni sínum, sem búsettur er í Kanada, sem hann kaus að nýta, og Hjörtur og kona hans eiga von á barni á Ítalíu. Alfreð og Jóhann hafa hins vegar lengi verið að glíma við meiðsli þó að þeir hafi ítrekað reynt að spila með landsliðinu þrátt fyrir það. Fjarvera þeirra þýðir að enginn leikmaður sem spilar í einhverri af fimm bestu deildum Evrópu er í landsliðshópnum. Leiðinlegt að koma í landsliðið og geta ekki gefið hundrað prósent Jóhann dró sig út úr landsliðshópnum í október vegna meiðsla, en bætti því reyndar við í viðtali við 433.is að vinnubrögð stjórnar KSÍ hefðu hjálpað sér að taka ákvörðunina. Hann hefur verið í byrjunarliði Burnley í síðustu tveimur leikjum en vill meiri tíma til að ná sér á strik áður en hann snýr aftur í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í leikjum í september en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan þá.vísir/Hulda Margrét „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Alfreð er nýbyrjaður að spila að nýju eftir meiðsli og skoraði langþráð mark í þýsku 1. deildinni um helgina: „Hann spilaði allan leikinn í síðasta leik þar sem hann var mjög góður. Í öllum samskiptum við Alfreð síðustu 10 mánuði hefur það verið mjög skýrt frá honum sjálfum að hann vill koma til baka, alveg eins og Jói, þegar hann er orðinn 100 prósent,“ sagði Arnar en Alfreð spilaði síðast með landsliðinu fyrir ári síðan. „Honum finnst mjög leiðinlegt og erfitt að hafa verið að koma inn í landsliðið undanfarið og vera ekki 100 prósent fitt. Það hefur alltaf verið skýr stefna hjá Alfreð, og okkur finnst mjög gott að menn hugsi um sinn feril, að hann nái að verða 100 prósent,“ sagði Arnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti