Fótbolti

Shevchenko snýr aftur til Ítalíu en nú sem þjálfari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andriy Shevchenko er kominn með sitt fyrsta stjórastarf hjá félagsliði.
Andriy Shevchenko er kominn með sitt fyrsta stjórastarf hjá félagsliði. getty/Valerio Pennicino

Andriy Shevchenko hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri ítalska úrvalsdeildarliðsins Genoa. Hann tekur við liðinu af Davide Ballardini sem var rekinn í fyrradag.

Shevchenko þekkir vel til á Ítalíu en hann lék lengi við góðan orðstír með AC Milan. Hann varð einu sinni Ítalíumeistari og einu sinni Evrópumeistari með liðinu. Shevchenko er næstmarkahæstur í sögu Milan með 175 mörk.

Hinn 45 ára Shevchenko hætti með úkraínska landsliðið eftir EM í sumar. Þar komst Úkraína í átta liða úrslit þar sem liðið tapaði fyrir Englandi, 4-0. Shevchenkostýrði úkraínska landsliðinu um fimm ára skeið.

Shevchenko hefur verk að vinna hjá Genoa en liðið er í 17. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með níu stig og hefur aðeins unnið einn af fyrstu tólf leikjum sínum á tímabilinu. 

Fyrsti leikur Genoa undir stjórn Shevchenkos er gegn strákunum hans Josés Mourinho í Roma sunnudaginn 21. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×