Vorum ekki alveg nógu þroskaðir síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2021 16:30 Arnar Þór Viðarsson er staðráðinn í að ná góðum úrslitum í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM. vísir/vilhelm Einn leikmaður gat ekki tekið þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í Rúmeníu í dag en annars er staðan á hópnum góð. Ísland mætir Rúmeníu á fimmtudagskvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og þarf að gera betur en í 2-0 tapinu á Laugardalsvelli í september. „Staðan er fín. Sá eini sem gat ekki verið með á æfingu í dag er Viðar Örn [Kjartansson] sem þurfti að fara út af undir lok leiks á sunnudag með Vålerenga í Noregi. Hann er enn aumur í fætinum og við fylgjumst með stöðunni á honum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Arnar benti jafnframt á að Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason, sem spila í bandarísku MLS-deildinni, hefðu ferðast um langan veg: „Þeir spiluðu báðir á sunnudaginn og þetta er langt ferðalag fyrir þá með miklum tímamismun. Við nýtum því tímann núna til að ná endurheimt. Leikurinn á fimmtudag er svo korter í tíu að staðartíma svo við höfum ágætis tíma til að ná okkur, en við þurfum bara að fara varlega,“ sagði Arnar. „Áttum meira skilið en hentum því frá okkur“ Ísland kastaði frá sér raunhæfum möguleika á að komast á HM í Katar þegar liðið tapaði 2-0 gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í september, í leik sem fór fram í skugga hræringa hjá KSÍ en formaður og stjórn sambandsins voru þá nýbúin að segja af sér. Dennis Man kom Rúmeníu yfir snemma í seinni hálfleik og Nicolae Stanciu bætti við seinna markinu seint í leiknum. „Okkur fannst við sjálfir kasta leiknum frá okkur í september. Þeir voru kannski aðeins varnarsinnaðri en þeir höfðu verið fram að því. Þeir skoruðu seinna markið á 84. mínútu, úr skyndisókn, og fyrra markið kom einhvern veginn upp úr innkasti. Við vorum ekki alveg nógu þroskaðir í okkar varnarleik í þeim leik. Það er það sem við tölum um núna, og höfum talað um undanfarna mánuði, sem er líka eðlilegt með liðið á þeim stað sem það er núna,“ sagði Arnar. „Við nýtum ekki alveg nógu vel þau færi sem við fáum, og fáum aðeins of mörg mörk á okkur miðað við færin sem við fáum á okkur. Þannig lít ég til baka á leikinn við Rúmeníu í haust. Við áttum meira skilið en hentum því frá okkur,“ bætti hann við. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. 9. nóvember 2021 14:33 Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. 5. nóvember 2021 14:00 Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. 5. nóvember 2021 10:01 Engir áhorfendur á leik Íslands í Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af stuðningi rúmenskra áhorfenda á leik sínum í Búkarest á fimmtudaginn eftir viku. 4. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
„Staðan er fín. Sá eini sem gat ekki verið með á æfingu í dag er Viðar Örn [Kjartansson] sem þurfti að fara út af undir lok leiks á sunnudag með Vålerenga í Noregi. Hann er enn aumur í fætinum og við fylgjumst með stöðunni á honum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Arnar benti jafnframt á að Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason, sem spila í bandarísku MLS-deildinni, hefðu ferðast um langan veg: „Þeir spiluðu báðir á sunnudaginn og þetta er langt ferðalag fyrir þá með miklum tímamismun. Við nýtum því tímann núna til að ná endurheimt. Leikurinn á fimmtudag er svo korter í tíu að staðartíma svo við höfum ágætis tíma til að ná okkur, en við þurfum bara að fara varlega,“ sagði Arnar. „Áttum meira skilið en hentum því frá okkur“ Ísland kastaði frá sér raunhæfum möguleika á að komast á HM í Katar þegar liðið tapaði 2-0 gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í september, í leik sem fór fram í skugga hræringa hjá KSÍ en formaður og stjórn sambandsins voru þá nýbúin að segja af sér. Dennis Man kom Rúmeníu yfir snemma í seinni hálfleik og Nicolae Stanciu bætti við seinna markinu seint í leiknum. „Okkur fannst við sjálfir kasta leiknum frá okkur í september. Þeir voru kannski aðeins varnarsinnaðri en þeir höfðu verið fram að því. Þeir skoruðu seinna markið á 84. mínútu, úr skyndisókn, og fyrra markið kom einhvern veginn upp úr innkasti. Við vorum ekki alveg nógu þroskaðir í okkar varnarleik í þeim leik. Það er það sem við tölum um núna, og höfum talað um undanfarna mánuði, sem er líka eðlilegt með liðið á þeim stað sem það er núna,“ sagði Arnar. „Við nýtum ekki alveg nógu vel þau færi sem við fáum, og fáum aðeins of mörg mörk á okkur miðað við færin sem við fáum á okkur. Þannig lít ég til baka á leikinn við Rúmeníu í haust. Við áttum meira skilið en hentum því frá okkur,“ bætti hann við.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. 9. nóvember 2021 14:33 Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. 5. nóvember 2021 14:00 Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. 5. nóvember 2021 10:01 Engir áhorfendur á leik Íslands í Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af stuðningi rúmenskra áhorfenda á leik sínum í Búkarest á fimmtudaginn eftir viku. 4. nóvember 2021 14:08 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Álagsmeiðsli há Mikael: „Alls ekki erfiður í samskiptum“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segist hafa átt góð samskipti við Mikael Anderson. Meiðsli valdi því að Mikael sé ekki í landsliðinu núna og það bitni ekki á honum að hafa afþakkað boð Arnars í U21-landsliðið fyrir ári síðan. 9. nóvember 2021 14:33
Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. 5. nóvember 2021 14:00
Arnar sendir klúbbunum tóninn: Þetta var ekkert persónulegt á móti Gulla Arnar Þór Viðarsson sendir erlendum félögum skýr skilaboð þegar kemur að tilraunum þeirra til að reyna að taka leikmenn frá íslenska landsliðinu í miðju verkefni. 5. nóvember 2021 10:01
Engir áhorfendur á leik Íslands í Rúmeníu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf ekki að hafa mikla áhyggjur af stuðningi rúmenskra áhorfenda á leik sínum í Búkarest á fimmtudaginn eftir viku. 4. nóvember 2021 14:08