Risasigur Þjóðverja í riðli Íslands | Króatar skoruðu sjö Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. nóvember 2021 21:41 Thomas Müller skoraði tvö af níu mörkum Þjóðverja í kvöld. Alex Grimm/Getty Images Auk leik Íslands fóru fimm aðrir leikir fram á sama tíma í undankeppni HMM 2022 sem fram fer í Katar. Þjóðverjar unnu 9-0 stórsigur gegn tíu mönnum Liechtenstein í J-riðli Íslands og Króatar unnu 7-1 útisigur gegn Möltu. Útlitið varð svart fyrir Liechtenstein strax á níundu mínútu gegn Þjóðverjum þegar Jens Hofer fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir ljótt brot á Leon Goretzka. Brotið var reyndar svo ljótt að Hofer fékk að líta beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að spila seinustu 80 mínúturnar manni færri. Ilkay Gundogan fór á punktinn fyrir Þjóðverja og kom heimamönnum í 1-0. Eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0 eftir að Daniel Kaufmann varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net, og þremur mínútum síðar var staðan orðin 4-0 eftir mörk frá Leroy Sane og Marco Reus. Þannig var staðan í hálfleik, en Leroy Sane bætti við sínu öðru marki á 49. mínútu, áður en Thomas Müller kom Þjóðverjum í 6-0 rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Ridle Baku skoraði sjöunda mark Þjóðverja á 80. mínútu og Thomas Müller var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og breytti stöðunni í 8-0. Maximilian Goppel gulltryggði svo endanlega 9-0 stórsigur Þjóðverja þegar hann setti boltann í eigið net á 89. mínútu. Á sama tíma unnu Króatar öruggan 7-1 útisigur gegn Möltu, en gestirnir skoruðu öll mörk leiksins. Ivan Perisic og Duje Caleta-Car komu Króötum í 2-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik, áður en Marcelo Brozovic minnkaði muninn fyrir heimamenn með því að setja boltann í eigið net á 32. mínútu. Mario Pasalic og Luka Modric sáu þó til þess að staðan gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn með því að koma Króötum í 4-1. Tvö mörk frá Lovro Majer og eitt frá Andrej Kramaric gerðu svo algjörlega út um leikinn í seinni hálfleik og Króatar fögnuðu því ansi sannfærandi 7-1 sigri. Úrslit kvöldsins A-riðill Írland 0-0 Portúgal B-riðill Grikkland 0-1 Spánn H-riðill Malta 1-7 Króatía Slóvakía 0-0 Slóvenía J-riðill Þýskaland 9-0 Liectenstein Rúmenía 0-0 Ísland HM 2022 í Katar Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Útlitið varð svart fyrir Liechtenstein strax á níundu mínútu gegn Þjóðverjum þegar Jens Hofer fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir ljótt brot á Leon Goretzka. Brotið var reyndar svo ljótt að Hofer fékk að líta beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að spila seinustu 80 mínúturnar manni færri. Ilkay Gundogan fór á punktinn fyrir Þjóðverja og kom heimamönnum í 1-0. Eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0 eftir að Daniel Kaufmann varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net, og þremur mínútum síðar var staðan orðin 4-0 eftir mörk frá Leroy Sane og Marco Reus. Þannig var staðan í hálfleik, en Leroy Sane bætti við sínu öðru marki á 49. mínútu, áður en Thomas Müller kom Þjóðverjum í 6-0 rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Ridle Baku skoraði sjöunda mark Þjóðverja á 80. mínútu og Thomas Müller var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og breytti stöðunni í 8-0. Maximilian Goppel gulltryggði svo endanlega 9-0 stórsigur Þjóðverja þegar hann setti boltann í eigið net á 89. mínútu. Á sama tíma unnu Króatar öruggan 7-1 útisigur gegn Möltu, en gestirnir skoruðu öll mörk leiksins. Ivan Perisic og Duje Caleta-Car komu Króötum í 2-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik, áður en Marcelo Brozovic minnkaði muninn fyrir heimamenn með því að setja boltann í eigið net á 32. mínútu. Mario Pasalic og Luka Modric sáu þó til þess að staðan gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn með því að koma Króötum í 4-1. Tvö mörk frá Lovro Majer og eitt frá Andrej Kramaric gerðu svo algjörlega út um leikinn í seinni hálfleik og Króatar fögnuðu því ansi sannfærandi 7-1 sigri. Úrslit kvöldsins A-riðill Írland 0-0 Portúgal B-riðill Grikkland 0-1 Spánn H-riðill Malta 1-7 Króatía Slóvakía 0-0 Slóvenía J-riðill Þýskaland 9-0 Liectenstein Rúmenía 0-0 Ísland
Úrslit kvöldsins A-riðill Írland 0-0 Portúgal B-riðill Grikkland 0-1 Spánn H-riðill Malta 1-7 Króatía Slóvakía 0-0 Slóvenía J-riðill Þýskaland 9-0 Liectenstein Rúmenía 0-0 Ísland
HM 2022 í Katar Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn