Risasigur Þjóðverja í riðli Íslands | Króatar skoruðu sjö Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. nóvember 2021 21:41 Thomas Müller skoraði tvö af níu mörkum Þjóðverja í kvöld. Alex Grimm/Getty Images Auk leik Íslands fóru fimm aðrir leikir fram á sama tíma í undankeppni HMM 2022 sem fram fer í Katar. Þjóðverjar unnu 9-0 stórsigur gegn tíu mönnum Liechtenstein í J-riðli Íslands og Króatar unnu 7-1 útisigur gegn Möltu. Útlitið varð svart fyrir Liechtenstein strax á níundu mínútu gegn Þjóðverjum þegar Jens Hofer fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir ljótt brot á Leon Goretzka. Brotið var reyndar svo ljótt að Hofer fékk að líta beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að spila seinustu 80 mínúturnar manni færri. Ilkay Gundogan fór á punktinn fyrir Þjóðverja og kom heimamönnum í 1-0. Eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0 eftir að Daniel Kaufmann varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net, og þremur mínútum síðar var staðan orðin 4-0 eftir mörk frá Leroy Sane og Marco Reus. Þannig var staðan í hálfleik, en Leroy Sane bætti við sínu öðru marki á 49. mínútu, áður en Thomas Müller kom Þjóðverjum í 6-0 rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Ridle Baku skoraði sjöunda mark Þjóðverja á 80. mínútu og Thomas Müller var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og breytti stöðunni í 8-0. Maximilian Goppel gulltryggði svo endanlega 9-0 stórsigur Þjóðverja þegar hann setti boltann í eigið net á 89. mínútu. Á sama tíma unnu Króatar öruggan 7-1 útisigur gegn Möltu, en gestirnir skoruðu öll mörk leiksins. Ivan Perisic og Duje Caleta-Car komu Króötum í 2-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik, áður en Marcelo Brozovic minnkaði muninn fyrir heimamenn með því að setja boltann í eigið net á 32. mínútu. Mario Pasalic og Luka Modric sáu þó til þess að staðan gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn með því að koma Króötum í 4-1. Tvö mörk frá Lovro Majer og eitt frá Andrej Kramaric gerðu svo algjörlega út um leikinn í seinni hálfleik og Króatar fögnuðu því ansi sannfærandi 7-1 sigri. Úrslit kvöldsins A-riðill Írland 0-0 Portúgal B-riðill Grikkland 0-1 Spánn H-riðill Malta 1-7 Króatía Slóvakía 0-0 Slóvenía J-riðill Þýskaland 9-0 Liectenstein Rúmenía 0-0 Ísland HM 2022 í Katar Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Útlitið varð svart fyrir Liechtenstein strax á níundu mínútu gegn Þjóðverjum þegar Jens Hofer fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir ljótt brot á Leon Goretzka. Brotið var reyndar svo ljótt að Hofer fékk að líta beint rautt spjald og gestirnir þurftu því að spila seinustu 80 mínúturnar manni færri. Ilkay Gundogan fór á punktinn fyrir Þjóðverja og kom heimamönnum í 1-0. Eftir tuttugu mínútna leik var staðan orðin 2-0 eftir að Daniel Kaufmann varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net, og þremur mínútum síðar var staðan orðin 4-0 eftir mörk frá Leroy Sane og Marco Reus. Þannig var staðan í hálfleik, en Leroy Sane bætti við sínu öðru marki á 49. mínútu, áður en Thomas Müller kom Þjóðverjum í 6-0 rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Ridle Baku skoraði sjöunda mark Þjóðverja á 80. mínútu og Thomas Müller var svo aftur á ferðinni stuttu fyrir leikslok og breytti stöðunni í 8-0. Maximilian Goppel gulltryggði svo endanlega 9-0 stórsigur Þjóðverja þegar hann setti boltann í eigið net á 89. mínútu. Á sama tíma unnu Króatar öruggan 7-1 útisigur gegn Möltu, en gestirnir skoruðu öll mörk leiksins. Ivan Perisic og Duje Caleta-Car komu Króötum í 2-0 eftir rúmlega tuttugu mínútna leik, áður en Marcelo Brozovic minnkaði muninn fyrir heimamenn með því að setja boltann í eigið net á 32. mínútu. Mario Pasalic og Luka Modric sáu þó til þess að staðan gestirnir fóru með örugga forystu inn í hálfleikinn með því að koma Króötum í 4-1. Tvö mörk frá Lovro Majer og eitt frá Andrej Kramaric gerðu svo algjörlega út um leikinn í seinni hálfleik og Króatar fögnuðu því ansi sannfærandi 7-1 sigri. Úrslit kvöldsins A-riðill Írland 0-0 Portúgal B-riðill Grikkland 0-1 Spánn H-riðill Malta 1-7 Króatía Slóvakía 0-0 Slóvenía J-riðill Þýskaland 9-0 Liectenstein Rúmenía 0-0 Ísland
Úrslit kvöldsins A-riðill Írland 0-0 Portúgal B-riðill Grikkland 0-1 Spánn H-riðill Malta 1-7 Króatía Slóvakía 0-0 Slóvenía J-riðill Þýskaland 9-0 Liectenstein Rúmenía 0-0 Ísland
HM 2022 í Katar Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira