Fótbolti

Lét allt hollenska landsliðið syngja fyrir Wijnaldum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Georginio Wijnaldum fagnar marki með hollenska landsliðinu.
Georginio Wijnaldum fagnar marki með hollenska landsliðinu. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN

Georginio Wijnaldum hélt upp á afmælið sitt í gær en hann var þá á fullu að undirbúa sig fyrir leik með hollenska landsliðinu í undankeppni HM 2022.

Hollendingar eru staddir í Svartfjallalandi þar sem þeir mæta heimamönnum annað kvöld. Hollendingar haga unnið fjóra leiki í undankeppninni en eru í harðri baráttu við Norðmenn um toppsæti riðilsins og um leið sæti á HM í Katar.

Fyrrum Liverpool maðurinn hefur ekki fengið alltof mikið að spila hjá Paris Saint Germain liðinu eftir að hann ákvað að yfirgefa Anfield og Liverpool á frjálsri sölu.

Wijnaldum er aftur á móti í risastóru hlutverki hjá hollenska landsliðinu og er varafyrirliði liðsins á eftir Virgil van Dijk. Landsliðsþjálfarinn Louis van Gaal vildi að leikmenn liðsins myndu syngja fyrir Gini á afmælissönginn.

Louis van Gaal er fyrrum stjóri Manchester United, Bayern München og Barcelona, en hann tók aftur við hollenska landsliðinu í ágúst.

Wijnaldum fæddist 11. nóvember 1990 og hélt því upp á 31 árs afmælið sitt í gær. Það má sjá liðsfélaga hans syngja fyrir hann hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×