Sala lést í janúar 2019 þegar flugvélin sem hann var um borð í hrapaði í Ermarsund. Flugmaðurinn David Ibbotson lést einnig en lík hans hefur aldrei fundist. Sala var nýgenginn í raðir Cardiff City og var á leið til Wales frá Nantes í Frakklandi þar sem hann lék áður.
![](https://www.visir.is/i/92F2C89A7711771999F7C520359F466945C2CC32DB48D8636F0B2AA4838BC370_713x0.jpg)
Henderson skipulagði flugið en það var farið að nóttu til. Ibbotson hafði ekki réttindi til næturflugs og flugleyfi hans var útrunnið. Þetta var Henderson meðvitaður um og hafði hann beðið aðra sem vissu um að þaga um réttindaleysi Ibbotson.
Sjá einnig: Bar ábyrgð á andláti Emilianos Sala
Henderson er 67 ára gamall og fyrrverandi flugmaður í flugher Bretlands. Samkvæmt Sky News var hann í fríi með eiginkonu sinni og bað hann Ibbotson um að fljúga flugvélinni í hans fjarveru.
Hann var dæmdur í Cardiff í Wales.