Fótbolti

Skotar tryggðu sér sæti í umspili

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Che Adams fagnar markinu sem gulltryggði sæti Skota á HM.
Che Adams fagnar markinu sem gulltryggði sæti Skota á HM. Alan Harvey/SNS Group via Getty Images

Skotar tryggðu sér í kvöld sæti í umspili um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Katar á næsta ári með 2-0 sigri gegn Moldavíu.

Það var Nathan Patterson sem braut ísinn fyrir Skota á 38. mínútu eftir stoðsendingu frá John McGinn og staðan var því 1-0 þegar gngið var til búningsherbergja.

Patterson var svo aftur á ferðinni á 65. mínútu þegar hann lagði upp annað mark gestanna, en í þetta sinn var það Southampton maðurinn Che Adams sem kláraði færið.

Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 2-0 sigur Skota, Vadim Rata f+ekk þó tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum á 83. mínútu, en klikkaði á spyrnunni.

Sigurinn gulltryggði sæti Skota í umspili um laust sæti á HM 2022. Liðið situr í öðru sæti F-riðils með 20 stig, sjö stigum meira en Ísrael sem getur mest sótt sex stig í viðbót.

Moldavía situr hins vegar á botni riðilsins með aðeins eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×