Fótbolti

Englendingar aldrei skorað fleiri mörk á einu ári

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Englendingar fagna einu af fimm mörkum sínum í gær.
Englendingar fagna einu af fimm mörkum sínum í gær. Clive Rose/Getty Images

Enska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei skorað fleiri mörk á einu almanaksári en nú árið 2021.

Eftir 5-0 sigur liðsins gegn Albaníu í gær er enska landsliðið komið með samtals 42 mörk á þessu ári. Gamla metið hefur staðið í rúmlega 110 ár, en árið 1908 skoraði enska landsliðið 39 mörk á einu og sama árinu.

Af þessum 42 mörkum hafa 29 komið í undankeppni HM 2022 þar sem liðið situr í efsta sæti, þrem stigum fyrir ofan Pólland fyrir lokaumferðina. Seinasti leikur Englands í riðlinum er gegn San Marínó næsta mánudag, en þar má alveg gera ráð fyrir því að enska liðið bæti í metið.

San Marínó hefur tapað öllum níu leikjum sínum í riðlinum og fengið á sig 35 mörk í þeim leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×