Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2021 12:31 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Vilhelm Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór segir hópinn ákveðinn í því að enda undankeppnina vel eftir allt sem hefur gengið á undanfarnar vikur og mánuði. „Það er eitthvað sem við höfum talað um, bæði í gær og í morgun. Við viljum enda þetta á mjög góðum nótum. Við förum inn í þennan leik, líkt og við gerðum gegn Rúmeníu og alla aðra leiki, til að vinna.“ „Við vorum ánægðir með stig í síðasta leik en það jákvæðasta við tilfinninguna eftir leik var að það var ákveðið svekkelsi í leikmannahópnum að hafa ekki náð í öll þrjú stigin. Það er í rauninni merki um að leikmönnum liðsins líður vel og þeir eru að taka þessi skref fram á við sem við höfum verið að tala um undanfarna mánuði.“ Staðan í riðli Íslands og leikirnir í lokaumferðinni. „Við erum að koma úr erfiðum skafli og það er rosalega gott fyrir alla að þetta hafi verið jákvæður leikur, jákvæð frammistaða og jákvæð úrslit í Rúmeníu. Við vorum í leikinn á morgun til að gera nákvæmlega það sama.“ „Ég er búinn að segja þetta oft, þetta eru mörg skref sem við þurfum að taka. Nokkur skref áfram og eitt aftur á bak, við vitum af því. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vinna þessa grunnvinnu vel.“ „Að sjálfsögðu myndum við vilja skora nokkur mörk og vonandi bætum við því við leik okkar á morgun. Þar á móti kemur að við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki hægt að hoppa yfir nein skref. Við gerum þetta skref fyrir skref og gerum okkur grein fyrir að andstæðingurinn er öflugur og er að spila mjög mikilvægan leik,“ sagði Arnar Þór að endingu en Norður-Makedónía getur með sigri tryggt sér 2. sætið í riðlinum og þar með sæti í umspili um sæti á HM í Katar 2022. Leikur Norður-Makedóníu og Íslands hefst klukkan 17.00 á morgun, sunnudag, og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór segir hópinn ákveðinn í því að enda undankeppnina vel eftir allt sem hefur gengið á undanfarnar vikur og mánuði. „Það er eitthvað sem við höfum talað um, bæði í gær og í morgun. Við viljum enda þetta á mjög góðum nótum. Við förum inn í þennan leik, líkt og við gerðum gegn Rúmeníu og alla aðra leiki, til að vinna.“ „Við vorum ánægðir með stig í síðasta leik en það jákvæðasta við tilfinninguna eftir leik var að það var ákveðið svekkelsi í leikmannahópnum að hafa ekki náð í öll þrjú stigin. Það er í rauninni merki um að leikmönnum liðsins líður vel og þeir eru að taka þessi skref fram á við sem við höfum verið að tala um undanfarna mánuði.“ Staðan í riðli Íslands og leikirnir í lokaumferðinni. „Við erum að koma úr erfiðum skafli og það er rosalega gott fyrir alla að þetta hafi verið jákvæður leikur, jákvæð frammistaða og jákvæð úrslit í Rúmeníu. Við vorum í leikinn á morgun til að gera nákvæmlega það sama.“ „Ég er búinn að segja þetta oft, þetta eru mörg skref sem við þurfum að taka. Nokkur skref áfram og eitt aftur á bak, við vitum af því. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vinna þessa grunnvinnu vel.“ „Að sjálfsögðu myndum við vilja skora nokkur mörk og vonandi bætum við því við leik okkar á morgun. Þar á móti kemur að við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki hægt að hoppa yfir nein skref. Við gerum þetta skref fyrir skref og gerum okkur grein fyrir að andstæðingurinn er öflugur og er að spila mjög mikilvægan leik,“ sagði Arnar Þór að endingu en Norður-Makedónía getur með sigri tryggt sér 2. sætið í riðlinum og þar með sæti í umspili um sæti á HM í Katar 2022. Leikur Norður-Makedóníu og Íslands hefst klukkan 17.00 á morgun, sunnudag, og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira