Körfubolti

Ísland mætir Ungverjalandi á Ásvöllum á morgun | Ekki krafist hraðprófs

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Helena Sverrisdóttir er ekki með á morgun
Helena Sverrisdóttir er ekki með á morgun Vísir/Hulda Margrét

Það er frítt inn á leik íslenska kvennalandsliðsins á morgun gegn Ungverjalandi í undankeppni EuroBasket 2023. Leikurinn fer fram í Ólafssal á Ásvöllum. Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, birti þetta á svæði sínu á facebook í dag.

Samkvæmt færslunni þá er það fyrirtækið Subway sem býður landsmönnum öllum á leikinn en fyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrstu 500 sem panta miða í gegnum smáforritið Stubb geta sótt sér miða án endurgjalds.

Nokkuð hefur verið rætt um sóttvarnir eftir að samkomutakmarkanir voru hertar til muna á miðnætti í nótt. Samkvæmt þeim reglum er hægt að halda allt að 500 manna viðburð ef gestir geta sýnt fram á neikvætt hraðpróf.

Þar sem mikil ásókn er í hraðprófin með svo stuttum fyrirvara var ákveðið að krefjast ekki hraðprófa á íþrótta og menningarviðburðum helgarinn og fellur landsleikurinn þar undir. Ísland tapaði síðasta leik sínum gagn Rúmeníu á fimmtudaginn var.

Ungverjar eru með mjög sterkt lið og gríðarlega sterka deild heimafyrir sem meðal annars Helena Sverrisdóttir lék í. Landsliðið leikur án Helenu og fleiri sterkra leikmanna á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×