Ísland í HM-umspilið (ef UEFA hefði valið sanngjarnari leið) Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2021 09:01 Íslendingar hefðu getað fagnað vel í gærkvöld ef UEFA hefði valið aðra leið til að úthluta sætum í umspili um sæti á HM. GEtty/Mario Hommes Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður ekki með í umspilinu um sæti á HM í Katar. Ísland hefði hins vegar verið með ef að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefði haldið sig við sams konar reglur og fyrir síðasta Evrópumót. Eins og mörgum er eflaust í fersku minni lék Ísland í umspili um sæti á EM fyrir ári síðan, þar sem liðið vann Rúmeníu í undanúrslitum en tapaði svo með grátlegum hætti úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Ísland var með í þessu umspili vegna lokastöðunnar á fyrstu leiktíð Þjóðadeildarinnar. UEFA ákvað nefnilega að flétta þessa nýju keppni sína, Þjóðadeildina, inn í undankeppnir EM og HM en virðist ekki hafa neitt voðalega skýra sýn um hvernig. Ísland endaði í neðsta sæti A-deildar á fyrstu leiktíð Þjóðadeildarinnar en hin 11 liðin í A-deild komust öll beint á EM í gegnum undankeppni og því fékk Ísland sæti í umspilinu. Í umspilinu fyrir EM voru sextán þjóðir í fjórum umspilsmótum; einu fyrir A-deild Þjóðadeildar, einu fyrir B, einu fyrir C og einu fyrir D. Ef ekki var hægt að fylla í fjögurra liða mót með liðum úr sömu deild voru sótt lið úr neðri deild. Þannig endaði Ísland í umspilsmóti með Rúmeníu, Ungverjalandi og Búlgaríu, öllum úr C-deild, á sínum tíma. Hagstæðara að vinna riðil í neðri deild en að spila í A-deild Fyrir undankeppni HM er farin önnur leið til að tengja undankeppnina við Þjóðadeildina, og það bitnar á Íslandi. Aðeins tvö lið úr síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar fara í umspilið um sæti á HM, ásamt þeim tíu liðum sem enduðu í 2. sæti síns riðils í undankeppninni sem var að klárast. Þar að auki voru þessi tvö lið ekki valin út frá lokastöðu í Þjóðadeildinni heldur urðu þau að hafa unnið sinn riðil þar. Tékkar fögnuðu sigri gegn Eistlandi í gærkvöld en enduðu samt í 3. sæti síns riðils í undankeppni HM. Það kom ekki að sök. Árangurinn í Þjóðadeildinni bjargaði Tékkum og skilar þeim í umspilið.AP/Petr David Josek Nú er ljóst að þessi tvö lið eru Austurríki og Tékkland. Þau unnu hvort sinn riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar á síðasta ári. Prinsippið sem UEFA valdi var nefnilega það að það væri dýrmætara að hafa unnið riðil í Þjóðadeildinni, jafnvel þó að það væri í D-deild, en að hafa spilað í efstu deildinni, A-deild. Það er ekki algengt í fótbolta að það bitni á liðum að spila í efri deild, eins og í þessu tilviki Íslands. Ísland og Bosnía hefðu farið áfram vegna úrslita gærkvöldsins UEFA hefði allt eins getað farið þá leið að þau tvö landslið sem enduðu efst í Þjóðadeildinni, en náðu ekki að komast á HM eða í umspil í gegnum undankeppni HM, færu í umspilið. Þá hefði fyrst verið horft til A-deildarinnar, þar sem Ísland spilaði aftur og endaði aftur í neðsta sæti, og þá hefðu Bosnía og Ísland farið í umspilið. Önnur lið úr A-deildinni náðu 1. eða 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni, og fóru þannig annað hvort beint á HM eða í umspilið. Ef þessi leið, sem ofanrituðum virðist svo sannarlega sanngjarnari, hefði verið valin þá hefðu Íslendingar beðið spenntir eftir úrslitunum í síðustu leikjum D- og G-riðils undankeppni HM í gær, og vonast eftir töpum hjá Noregi og Finnlandi, eins og raunin varð. Hættan hefði í þessu tilviki verið sú að Úkraína kæmist ekki upp í 2. sæti D-riðils, eða að Holland hefði dregist niður í 3. sæti G-riðils, en Úkraína og Holland enduðu fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni. Erfið leið í umspilinu En jafnvel þó að Ísland hefði komist í umspilið, sem fram fer í lok mars, þá hefði leiðin á HM enn verið löng og Ísland þurft að slá út tvær sterkar þjóðir til að komast á HM. Hugsanlega þjóðir á borð við Ítalíu og Portúgal. Liðin tíu sem enduðu í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM leika í umspilinu, ásamt tveimur liðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni en enduðu ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Liðin tólf í umspilinu leika í þremur fjögurra liða umspilsmótum, þar sem eitt lið kemst áfram úr hverju móti og á HM. Dregið verður í umspilið 26. nóvember en í því leika eftirtalin tólf lið. Liðin í umspilinu: Portúgal Skotland Ítalía Rússland Svíþjóð Wales Tyrkland Pólland Norður-Makedónía Úkraína Austurríki Tékkland Óljóst er hvernig Þjóðadeildin verður nýtt í tengslum við undankeppni EM 2024. UEFA segir í svari við fyrirspurn Vísis að búast megi við að það skýrist fyrir næsta sumar en þá hefst keppni á næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar, þar sem Ísland verður í B-deild. Dregið verður í riðla Þjóðadeildarinnar 16. desember. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Liðin sem eru komin á HM: Serbar sendu Ronaldo í umspil og Svíar köstuðu frá sér B-riðli Evrópsku liðin hafa nú lokið riðlakeppninni í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári og því ekki úr vegi að renna yfir þau lönd sem nú þegar hafa tryggt sér keppnisrétt, sem og löndin sem þurfa að fara í gegnum umspil. 16. nóvember 2021 22:55 Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Ísland þyrfti að slá Belgíu, Englandi og Danmörku við og vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. 2. september 2020 11:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Eins og mörgum er eflaust í fersku minni lék Ísland í umspili um sæti á EM fyrir ári síðan, þar sem liðið vann Rúmeníu í undanúrslitum en tapaði svo með grátlegum hætti úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Ísland var með í þessu umspili vegna lokastöðunnar á fyrstu leiktíð Þjóðadeildarinnar. UEFA ákvað nefnilega að flétta þessa nýju keppni sína, Þjóðadeildina, inn í undankeppnir EM og HM en virðist ekki hafa neitt voðalega skýra sýn um hvernig. Ísland endaði í neðsta sæti A-deildar á fyrstu leiktíð Þjóðadeildarinnar en hin 11 liðin í A-deild komust öll beint á EM í gegnum undankeppni og því fékk Ísland sæti í umspilinu. Í umspilinu fyrir EM voru sextán þjóðir í fjórum umspilsmótum; einu fyrir A-deild Þjóðadeildar, einu fyrir B, einu fyrir C og einu fyrir D. Ef ekki var hægt að fylla í fjögurra liða mót með liðum úr sömu deild voru sótt lið úr neðri deild. Þannig endaði Ísland í umspilsmóti með Rúmeníu, Ungverjalandi og Búlgaríu, öllum úr C-deild, á sínum tíma. Hagstæðara að vinna riðil í neðri deild en að spila í A-deild Fyrir undankeppni HM er farin önnur leið til að tengja undankeppnina við Þjóðadeildina, og það bitnar á Íslandi. Aðeins tvö lið úr síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar fara í umspilið um sæti á HM, ásamt þeim tíu liðum sem enduðu í 2. sæti síns riðils í undankeppninni sem var að klárast. Þar að auki voru þessi tvö lið ekki valin út frá lokastöðu í Þjóðadeildinni heldur urðu þau að hafa unnið sinn riðil þar. Tékkar fögnuðu sigri gegn Eistlandi í gærkvöld en enduðu samt í 3. sæti síns riðils í undankeppni HM. Það kom ekki að sök. Árangurinn í Þjóðadeildinni bjargaði Tékkum og skilar þeim í umspilið.AP/Petr David Josek Nú er ljóst að þessi tvö lið eru Austurríki og Tékkland. Þau unnu hvort sinn riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar á síðasta ári. Prinsippið sem UEFA valdi var nefnilega það að það væri dýrmætara að hafa unnið riðil í Þjóðadeildinni, jafnvel þó að það væri í D-deild, en að hafa spilað í efstu deildinni, A-deild. Það er ekki algengt í fótbolta að það bitni á liðum að spila í efri deild, eins og í þessu tilviki Íslands. Ísland og Bosnía hefðu farið áfram vegna úrslita gærkvöldsins UEFA hefði allt eins getað farið þá leið að þau tvö landslið sem enduðu efst í Þjóðadeildinni, en náðu ekki að komast á HM eða í umspil í gegnum undankeppni HM, færu í umspilið. Þá hefði fyrst verið horft til A-deildarinnar, þar sem Ísland spilaði aftur og endaði aftur í neðsta sæti, og þá hefðu Bosnía og Ísland farið í umspilið. Önnur lið úr A-deildinni náðu 1. eða 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni, og fóru þannig annað hvort beint á HM eða í umspilið. Ef þessi leið, sem ofanrituðum virðist svo sannarlega sanngjarnari, hefði verið valin þá hefðu Íslendingar beðið spenntir eftir úrslitunum í síðustu leikjum D- og G-riðils undankeppni HM í gær, og vonast eftir töpum hjá Noregi og Finnlandi, eins og raunin varð. Hættan hefði í þessu tilviki verið sú að Úkraína kæmist ekki upp í 2. sæti D-riðils, eða að Holland hefði dregist niður í 3. sæti G-riðils, en Úkraína og Holland enduðu fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni. Erfið leið í umspilinu En jafnvel þó að Ísland hefði komist í umspilið, sem fram fer í lok mars, þá hefði leiðin á HM enn verið löng og Ísland þurft að slá út tvær sterkar þjóðir til að komast á HM. Hugsanlega þjóðir á borð við Ítalíu og Portúgal. Liðin tíu sem enduðu í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM leika í umspilinu, ásamt tveimur liðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni en enduðu ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Liðin tólf í umspilinu leika í þremur fjögurra liða umspilsmótum, þar sem eitt lið kemst áfram úr hverju móti og á HM. Dregið verður í umspilið 26. nóvember en í því leika eftirtalin tólf lið. Liðin í umspilinu: Portúgal Skotland Ítalía Rússland Svíþjóð Wales Tyrkland Pólland Norður-Makedónía Úkraína Austurríki Tékkland Óljóst er hvernig Þjóðadeildin verður nýtt í tengslum við undankeppni EM 2024. UEFA segir í svari við fyrirspurn Vísis að búast megi við að það skýrist fyrir næsta sumar en þá hefst keppni á næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar, þar sem Ísland verður í B-deild. Dregið verður í riðla Þjóðadeildarinnar 16. desember.
Liðin tíu sem enduðu í 2. sæti síns riðils í undankeppni HM leika í umspilinu, ásamt tveimur liðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni en enduðu ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Liðin tólf í umspilinu leika í þremur fjögurra liða umspilsmótum, þar sem eitt lið kemst áfram úr hverju móti og á HM. Dregið verður í umspilið 26. nóvember en í því leika eftirtalin tólf lið. Liðin í umspilinu: Portúgal Skotland Ítalía Rússland Svíþjóð Wales Tyrkland Pólland Norður-Makedónía Úkraína Austurríki Tékkland
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Liðin sem eru komin á HM: Serbar sendu Ronaldo í umspil og Svíar köstuðu frá sér B-riðli Evrópsku liðin hafa nú lokið riðlakeppninni í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári og því ekki úr vegi að renna yfir þau lönd sem nú þegar hafa tryggt sér keppnisrétt, sem og löndin sem þurfa að fara í gegnum umspil. 16. nóvember 2021 22:55 Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Ísland þyrfti að slá Belgíu, Englandi og Danmörku við og vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. 2. september 2020 11:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Liðin sem eru komin á HM: Serbar sendu Ronaldo í umspil og Svíar köstuðu frá sér B-riðli Evrópsku liðin hafa nú lokið riðlakeppninni í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári og því ekki úr vegi að renna yfir þau lönd sem nú þegar hafa tryggt sér keppnisrétt, sem og löndin sem þurfa að fara í gegnum umspil. 16. nóvember 2021 22:55
Afar ólíklegt að Ísland fari í HM-umspil út frá Þjóðadeild | Lakari lið í betri stöðu Ísland þyrfti að slá Belgíu, Englandi og Danmörku við og vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni í fótbolta til að keppnin gagnaðist liðinu við að komast í umspil um sæti á HM í Katar 2022. 2. september 2020 11:30