Frá þessu var fyrst greint í hlaðvarpinu Dr. Football og í dag staðfesti Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavíkur, félagaskiptin í samtali við Fótbolti.net.
Hinn 31 árs gamli miðvörður bar fyrirliðaband ÍA í sumar en samningur hans á Akranesi rann út að tímabilinu loknu. Eftir að hafa leikið með Stjörnunni og Skagamönnum frá árinu 2017 er kominn tími til að halda heim á leið. Lék hann alls 26 leiki með ÍA í deild og bikar á síðustu leiktíð.
Leiknir Reykjavík hefur misst markvörðinn Guy Smit frá því að leiktíðinni lauk og því ljóst að fleiri breytingar eiga eftir að verða á leikmannahópi Leiknis. Sömu sögu er að segja af Skagamönnum en miðjumaðurinn Sindri Snær Magnússon ku einnig vera á leið frá félaginu.