Breytt verklag á göngudeild Covid og símtölum fækkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:59 Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. vísir/Egill Aðalsteinsson Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær og segir yfirlæknir á Landspítalanum það mikil vonbrigði. Fækki smituðum ekki á næstu sólarhringum þurfi að endurskoða aðgerðir. Spítalinn hefur breytt verklagi á göngudeild Covid og fækkað símtölum til fólks í einangrun. Metfjöldi eða tvö hundruð og sex greindust með kórónuveiruna í gær. Innan við helmingur þeirra í sóttkví, eða 46 prósent. Innlögnum á Landspítalann vegna covid hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar eru tuttugu og fimm inniliggjandi og þar af fjórir á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum hefur áhyggjur af þróuninni nú þegar liðnir eru fjórir sólarhringar frá því að harðari samkomutakmarkanir tóku gildi. „Ef þetta á að virka eins og við höfðum búist við myndi maður vilja sjá fækkun á nýjum tilfellum núna á næstu sólarhringum. Þess vegna eru þetta talsverð vonbrigði þessi mikla greining núna. Ef ekki verður lát á þessu á næstu fimm til sjö dögum virðist þetta ekki duga,“ segir Már sem telur að þá þurfi að endurskoða og herða aðgerðir. Verklagi hefur verið breytt á göngudeild Covid til þess að fækka símtölunum til fólks í einangrun. Már bendir á að smituðum hafi fjölgað mikið og erfiðara sé að fá fólk til þess að sinna úthringingum. Álagið hafi því verið orðið gríðarlegt. Nú verður fólk beðið um að fylla út spurningalista um líðan og hringt er í þá sem þarf að athuga með eða svara ekki. Hann bendir á að verklagið, sem tekið var upp í byrjun faraldursins, hafi verið gagnrýnt í ljósi mikils álags á spítalanum og þar sem fólk veikist síður nú þegar þjóðin er að mestu bólusett. Már segir þó enn nauðsynlegt að fylgjast með fólki til þess að unnt sé að grípa snemma inn í veikindi. „Okkar mestu vandræði í dag eru þeir sem eru ógreindir í heimahúsi og eru orðnir alvarlega veikir og hafa ekki notið þessarar snemmíhlutunar,“ segir Már og bætir við að slík tilvik komi reglulega upp. „Ég ætla ekki að segja á hverjum degi en það hefur verið talsvert um að fólk hafi annað hvort fundist heima eða komi vegna bráðra veikinda á bráðmóttöku og greinist þannig. Þannig það eru einstaklingar þarna úti sem eru oftar en ekki óbólusettir sem hafa greinst þannig,“ segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Metfjöldi eða tvö hundruð og sex greindust með kórónuveiruna í gær. Innan við helmingur þeirra í sóttkví, eða 46 prósent. Innlögnum á Landspítalann vegna covid hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar eru tuttugu og fimm inniliggjandi og þar af fjórir á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum hefur áhyggjur af þróuninni nú þegar liðnir eru fjórir sólarhringar frá því að harðari samkomutakmarkanir tóku gildi. „Ef þetta á að virka eins og við höfðum búist við myndi maður vilja sjá fækkun á nýjum tilfellum núna á næstu sólarhringum. Þess vegna eru þetta talsverð vonbrigði þessi mikla greining núna. Ef ekki verður lát á þessu á næstu fimm til sjö dögum virðist þetta ekki duga,“ segir Már sem telur að þá þurfi að endurskoða og herða aðgerðir. Verklagi hefur verið breytt á göngudeild Covid til þess að fækka símtölunum til fólks í einangrun. Már bendir á að smituðum hafi fjölgað mikið og erfiðara sé að fá fólk til þess að sinna úthringingum. Álagið hafi því verið orðið gríðarlegt. Nú verður fólk beðið um að fylla út spurningalista um líðan og hringt er í þá sem þarf að athuga með eða svara ekki. Hann bendir á að verklagið, sem tekið var upp í byrjun faraldursins, hafi verið gagnrýnt í ljósi mikils álags á spítalanum og þar sem fólk veikist síður nú þegar þjóðin er að mestu bólusett. Már segir þó enn nauðsynlegt að fylgjast með fólki til þess að unnt sé að grípa snemma inn í veikindi. „Okkar mestu vandræði í dag eru þeir sem eru ógreindir í heimahúsi og eru orðnir alvarlega veikir og hafa ekki notið þessarar snemmíhlutunar,“ segir Már og bætir við að slík tilvik komi reglulega upp. „Ég ætla ekki að segja á hverjum degi en það hefur verið talsvert um að fólk hafi annað hvort fundist heima eða komi vegna bráðra veikinda á bráðmóttöku og greinist þannig. Þannig það eru einstaklingar þarna úti sem eru oftar en ekki óbólusettir sem hafa greinst þannig,“ segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira