Fótbolti

Tyrkir stálu umspilssætinu af Norðmönnum | Walesverjar tryggðu sér annað sætið með jafntefli gegn Belgum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tyrkir eru á leið í umspil um laust sæti á HM 2022.
Tyrkir eru á leið í umspil um laust sæti á HM 2022. Samir Jordamovic/Anadolu Agency via Getty Images

Í kvöld fóru fram alls sjö leikir á lokadegi riðlakeppninnar í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Tyrkir eru á leið í umspil eftir 2-1 sigur gegn Svartfellingum og Wales tryggði sér annað sæti E-riðils með 1-1 jafntefli gegn efsta liði heimslistans, Belgíu.

Það var mikil spenna í G-riðli þar sem Tyrkir heimsóttu Svartfjallaland. Tyrkir gátu með sigri tryggt sér sæti í umspili, en með réttum úrslitum í leik Hollands og Noregs gátu Tyrkir tryggt sér sigur í riðlinum og þar með beint sæti á HM.

Þar sem að Hollensingar unnu sinn leik þá nægði Tyrkjum eitt stig í Svartfjallalandi til að tryggja sæti í umspili. Þeir gerðu gott betur en það því að Kerem Akturkoglu og Orkun Kokcu skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikinn og tryggðu liðinu 2-1 sigur.

Í E-riðli gátu Walesverjar tryggt sér annað sæti riðilsins með því að taka stig af efsta liði heimslistans, Belgum.

Kevin De Bruyne kom gestunum frá Belgíu yfir strax á 12. mínútu, en Kieffer Moore jafnaði metin tuttugu mínútum síðar.

Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Belgar höfðu nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum, og Walesverjar áttu öruggt sæti í umspili í gegnum góðan árangur í Þjóðardeildinni, en stigið í kvöld gæti reynst dýrmætt í að tryggja liðinu heimaleik í undanúrslitum umspilsins.

Öll úrslit kvöldsins

D-riðill

Bosnía og Hersegóvína 0-2 Úkraína

Finnland 0-2 Frakkland

E-riðill

Tékkland 2-0 Eistland

Wales 1-1 Belgía

G-riðill

Gibraltar 1-3 Lettland

Svartfjallaland 1-2 Tyrkland

Holland 2-0 Noregur


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×