Liðin sem eru komin á HM: Serbar sendu Ronaldo í umspil og Svíar köstuðu frá sér B-riðli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2021 22:55 Serbar eru á leið á HM eftir dramatískan sigur gegn Portúgal í lokaumferð A-riðils. Pedro Fiúza/NurPhoto via Getty Images Evrópsku liðin hafa nú lokið riðlakeppninni í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári og því ekki úr vegi að renna yfir þau lönd sem nú þegar hafa tryggt sér keppnisrétt, sem og löndin sem þurfa að fara í gegnum umspil. A-riðill Aleksandr Mitrovic tryggði Serbum sæti á HM með sigurmarki í lokaleik riðilsins í uppbótartíma gegn Cristiano Ronaldo og félögum hans í portúgalska landsliðinu. Leikur liðanna var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins, en 2-1 sigur Serba þýddi það að Portúgal þarf að fara í gegnum umspil. B-riðill Spennan var ekki minni í B-riðli þar sem Spánverjar og Svíar mættust einnig í hreinum úrslitaleik. Þegar tvær umferðir voru eftir af riðlinum voru Svíar á toppnum með tveggja stiga forystu á Spánverja, en óvænt tap Svía gegn Georgíu kom Spánverjum í lykilstöðu fyrir lokaumferðina. Alvaro Morata tryggði Spánverjum 1-0 sigur gegn Svíum í úrslitaleiknum þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og þar með sæti á HM. Svíar þurfa hins vegar að gera sig klára í umspilið. C-riðill Svisslendingar tóku toppsæti C-riðils með 4-0 sigri gegn Búlgaríu í lokaumferð riðilsins. Á meðan gerðu Ítalir markalaust jafntefli gegn Norður-Írum og þurfa því að sætta sig við umspilssæti. D-riðill Ríkjandi heimsmeistarar Frakka unnu D-riðilinn nokkuð örugglega og eru öruggir með sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Úkraínumenn stálu umspilssætinu af Finnum í lokaumferðinni fyrr í kvöld er liðið vann 2-0 sigur gegn Bosníu og Hersegóvínu. Á sama tíma þurftu Finnar sigur gegn Frökkum, en þurftu að sætta sig við 2-0 tap og missa þar af leiðandi af sæti í umspili um laust sæti á HM. E-riðill Belgar eru á leið á HM eftir nokkuð öruggan sigur í E-riðli, og Walesverjar tryggðu sér annað sæti riðilsins með 1-1 jafntefli gegn einmitt Belgum í kvöld. Tékkar lentu í þriðja sæti, einu stigi á eftir Wales, en fylgja Walesverjum í umspilið eftir góðan árangur í Þjóðardeildinni. Matej Vydra og félagar hans í tékkneska landsliðinu fara bakdyramegin inn í umspilið.ANP Sport via Getty Images F-riðill Danir voru hársbreidd frá því að fara með fullt hús stiga í gegnum F-riðil, en töpuðu fyrir Skotum í lokaumferðinni. Danir voru þó löngu búnir að tryggja sér sæti á HM fyrir þann leik, og Skotar fara í umspil. Austurríkismenn, sem lentu í fjórða sæti í riðlinum, eru einnig á leið í umspil í gegnum Þjóðardeildina. G-riðill Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í G-riðli, þar sem Holland, Noregur og Tyrkland áttu öll möguleika á að vinna riðilinn, og einnig áttu öll liðin möguleika á að missa af umspilssæti. Hollendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með 2-0 sigri gegn Norðmönnum fyrr í kvöld þar sem bæði mörk leiksins voru skoruð á lokamínútunum. Tyrkir stráðu svo salti í sár Norðmanna með því að vinna 2-1 sigur gegn Svartfellingum og stela þannig umspilssætinu af Norðmönnum. H-riðill Rússar höfðu tveggja stiga forskot á Króata þegar liðin mættust í lokaumferð H-riðils á sunnudaginn. Liðin spiluðu við erfiðar aðstæður í mikilli rigningu, og lengi vel leit út fyrir að vörn Rússa myndi senda þá á HM. Fedor Kudryashov varð hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og Króatar fögnuðu því 1-0 sigri og sæti á HM. Rússar þurfa að sætta sig við sæti í umspili. I-riðill Englendingar gulltryggðu sæti sitt á HM með því að skora tíu mörk á útvelli gegn San Marínó í lokaumferð H-riðils. Pólverjar áttu fræðilega möguleika á að stela toppsætinu af Englendingum í lokaumferðinni, en þeir þurftu að vinna sinn leik gegn Andorra, og treysta á að San Marínó myndi vinna sinn fyrsta keppnisleik í rúmlega 30 ára sögu liðsins. Pólverjar gerðu sitt, en eins og flestir voru búnir að giska á þá var San Marínó ansi langt frá því að vinna og Pólverjar eru því á leið í umspil. J-riðill Í J-riðli okkar Íslendinga tryggðu Þjóðverjar sér sæti á HM með 27 stig af 30 mögulegum. Íslenska liðið gat gert Norður-Makedóníu grikk með því að vinna þá í lokaumferðinni og þar með aðstoða Rúmeníu að tryggja sér sæti í umspili, en eins og flestir lesendur vita fór það ekki svo og Norður-Makedónía er því á leið í umspil. Liðin sem komin eru á HM Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
A-riðill Aleksandr Mitrovic tryggði Serbum sæti á HM með sigurmarki í lokaleik riðilsins í uppbótartíma gegn Cristiano Ronaldo og félögum hans í portúgalska landsliðinu. Leikur liðanna var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins, en 2-1 sigur Serba þýddi það að Portúgal þarf að fara í gegnum umspil. B-riðill Spennan var ekki minni í B-riðli þar sem Spánverjar og Svíar mættust einnig í hreinum úrslitaleik. Þegar tvær umferðir voru eftir af riðlinum voru Svíar á toppnum með tveggja stiga forystu á Spánverja, en óvænt tap Svía gegn Georgíu kom Spánverjum í lykilstöðu fyrir lokaumferðina. Alvaro Morata tryggði Spánverjum 1-0 sigur gegn Svíum í úrslitaleiknum þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og þar með sæti á HM. Svíar þurfa hins vegar að gera sig klára í umspilið. C-riðill Svisslendingar tóku toppsæti C-riðils með 4-0 sigri gegn Búlgaríu í lokaumferð riðilsins. Á meðan gerðu Ítalir markalaust jafntefli gegn Norður-Írum og þurfa því að sætta sig við umspilssæti. D-riðill Ríkjandi heimsmeistarar Frakka unnu D-riðilinn nokkuð örugglega og eru öruggir með sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Úkraínumenn stálu umspilssætinu af Finnum í lokaumferðinni fyrr í kvöld er liðið vann 2-0 sigur gegn Bosníu og Hersegóvínu. Á sama tíma þurftu Finnar sigur gegn Frökkum, en þurftu að sætta sig við 2-0 tap og missa þar af leiðandi af sæti í umspili um laust sæti á HM. E-riðill Belgar eru á leið á HM eftir nokkuð öruggan sigur í E-riðli, og Walesverjar tryggðu sér annað sæti riðilsins með 1-1 jafntefli gegn einmitt Belgum í kvöld. Tékkar lentu í þriðja sæti, einu stigi á eftir Wales, en fylgja Walesverjum í umspilið eftir góðan árangur í Þjóðardeildinni. Matej Vydra og félagar hans í tékkneska landsliðinu fara bakdyramegin inn í umspilið.ANP Sport via Getty Images F-riðill Danir voru hársbreidd frá því að fara með fullt hús stiga í gegnum F-riðil, en töpuðu fyrir Skotum í lokaumferðinni. Danir voru þó löngu búnir að tryggja sér sæti á HM fyrir þann leik, og Skotar fara í umspil. Austurríkismenn, sem lentu í fjórða sæti í riðlinum, eru einnig á leið í umspil í gegnum Þjóðardeildina. G-riðill Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í G-riðli, þar sem Holland, Noregur og Tyrkland áttu öll möguleika á að vinna riðilinn, og einnig áttu öll liðin möguleika á að missa af umspilssæti. Hollendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með 2-0 sigri gegn Norðmönnum fyrr í kvöld þar sem bæði mörk leiksins voru skoruð á lokamínútunum. Tyrkir stráðu svo salti í sár Norðmanna með því að vinna 2-1 sigur gegn Svartfellingum og stela þannig umspilssætinu af Norðmönnum. H-riðill Rússar höfðu tveggja stiga forskot á Króata þegar liðin mættust í lokaumferð H-riðils á sunnudaginn. Liðin spiluðu við erfiðar aðstæður í mikilli rigningu, og lengi vel leit út fyrir að vörn Rússa myndi senda þá á HM. Fedor Kudryashov varð hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og Króatar fögnuðu því 1-0 sigri og sæti á HM. Rússar þurfa að sætta sig við sæti í umspili. I-riðill Englendingar gulltryggðu sæti sitt á HM með því að skora tíu mörk á útvelli gegn San Marínó í lokaumferð H-riðils. Pólverjar áttu fræðilega möguleika á að stela toppsætinu af Englendingum í lokaumferðinni, en þeir þurftu að vinna sinn leik gegn Andorra, og treysta á að San Marínó myndi vinna sinn fyrsta keppnisleik í rúmlega 30 ára sögu liðsins. Pólverjar gerðu sitt, en eins og flestir voru búnir að giska á þá var San Marínó ansi langt frá því að vinna og Pólverjar eru því á leið í umspil. J-riðill Í J-riðli okkar Íslendinga tryggðu Þjóðverjar sér sæti á HM með 27 stig af 30 mögulegum. Íslenska liðið gat gert Norður-Makedóníu grikk með því að vinna þá í lokaumferðinni og þar með aðstoða Rúmeníu að tryggja sér sæti í umspili, en eins og flestir lesendur vita fór það ekki svo og Norður-Makedónía er því á leið í umspil. Liðin sem komin eru á HM Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía
Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía
HM 2022 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira