Hinn 34 ára gamli Glenn þekkir vel til í Vestmannaeyjum en hann hefur verið yfirþjálfari yngri flokka félagsins undanfarið ár.
Hann kom fyrst til Íslands árið 2014 til að spila fyrir ÍBV en lék einnig með Fylki og Breiðablik í efstu deild hér á landi. Hann á sex A-landsleiki að baki fyrir Trínidad og Tóbagó.
ÍBV hafnaði í 7.sæti Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð og gekk í gegnum þjálfaraskipti á miðju tímabili þegar Andri Ólafsson lét af störfum. Í kjölfarið tók Ian Jeffs við þjálfun liðsins og kláraði tímabilið en hann tók við karlaliði Þróttar í haust.