Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2021 12:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfandi forseti Alþingis gengur frá Dómkirkjunni ásamt fleirum til Alþingis við þingsetningu á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. Kjörbréfanefnd afgreiddi fjögur nefndarálit og þrjár tillögur til afgreiðslu Alþingis á kjörbréfamálinu á fundi þingsins sem hefst klukkan eitt í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihuta í nefndinni leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Í minnihlutatillögu Svandísar Svavarsdóttur Vinstri grænum og Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu er lagt til að fjörtíu og sjö kjörbréf verði staðfest. Það er allra þingmanna annarra en kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi og níu jöfnunarþingmanna. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi. Þriðja tillagan kemur síðan frá Birni Leví Gunnarssyni fulltrúa Pírata um að ekkert kjörbréfanna verði staðfest. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til nýrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Birgir Ármannsson segir tillögu Pírata ganga lengst og því sé það skoðun kjörbréfanefndar að fyrst eigi að greiða atkvæði um hana á þinginu í dag eða kvöld.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir það í höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur starfandi forseta Alþingis í hvaða röð tillögurnar verða teknar til atkvæðagreiðslu. “Við í nefndinni höfum gert ráð fyrir að first verði greidd atkvæði um tillögu Pírata sem felur í sér að ekkert kjörbréf verði metið gilt,” segir Birgir. Þessi tillaga gangi lengst. Ef hún yrði samþykkt þyrfti að boða til nýrrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Verði þessi tillaga felld segir Birgir að tillaga Svandísar og Þórunnar kæmi til atkvæðagreiðslu. „Um að fjörtíu og sjö kjörbréf verði samþykkt. En sleppt að samþiggja kjörbréf úr Norðvesturkjördæmi og kjörbréf jöfnunarmanna,“ segir Birgir. Fjögur nefndarálit og þrjár tillögur koma frá kjörbréfanefnd til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Flestir reikna með að atkvæðagreiðslunni geti lokið í kvöld.Vísir/Vilhem Ef þessi tillaga næði fram að ganga þyrfti að fara fram uppkosning í Norðvesturkjördæmi. „Og ef hún nær ekki fram að ganga verði að lokum greidd atkvæði um kjörbréf allra sextíu og þriggja og kosningarnar þar með metnar gildar,“ segir formaður kjörbréfanefndar. Starfandi forseti Alþingis segist sömu skoðunar og nefndarfólk um röð tillagna í atkvæðagreiðslunni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi umræðurnar standa enda engin tímamörk á þeim en almennt er búist við að hægt verði að lljúka þeim og greiða atkvæði um tillögurnar í kvöld. „Hins vegar er það auðvitað þannig að þetta er sérstakt mál og auðvitað stórt. Þannig að það eru auðvitað ýmsir þingmenn sem vilja taka til máls,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Grunar kosningasvik í Suðvesturkjördæmi Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum. 24. nóvember 2021 23:38 Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kjörbréfanefnd afgreiddi fjögur nefndarálit og þrjár tillögur til afgreiðslu Alþingis á kjörbréfamálinu á fundi þingsins sem hefst klukkan eitt í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihuta í nefndinni leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Í minnihlutatillögu Svandísar Svavarsdóttur Vinstri grænum og Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu er lagt til að fjörtíu og sjö kjörbréf verði staðfest. Það er allra þingmanna annarra en kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi og níu jöfnunarþingmanna. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi. Þriðja tillagan kemur síðan frá Birni Leví Gunnarssyni fulltrúa Pírata um að ekkert kjörbréfanna verði staðfest. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til nýrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Birgir Ármannsson segir tillögu Pírata ganga lengst og því sé það skoðun kjörbréfanefndar að fyrst eigi að greiða atkvæði um hana á þinginu í dag eða kvöld.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir það í höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur starfandi forseta Alþingis í hvaða röð tillögurnar verða teknar til atkvæðagreiðslu. “Við í nefndinni höfum gert ráð fyrir að first verði greidd atkvæði um tillögu Pírata sem felur í sér að ekkert kjörbréf verði metið gilt,” segir Birgir. Þessi tillaga gangi lengst. Ef hún yrði samþykkt þyrfti að boða til nýrrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Verði þessi tillaga felld segir Birgir að tillaga Svandísar og Þórunnar kæmi til atkvæðagreiðslu. „Um að fjörtíu og sjö kjörbréf verði samþykkt. En sleppt að samþiggja kjörbréf úr Norðvesturkjördæmi og kjörbréf jöfnunarmanna,“ segir Birgir. Fjögur nefndarálit og þrjár tillögur koma frá kjörbréfanefnd til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Flestir reikna með að atkvæðagreiðslunni geti lokið í kvöld.Vísir/Vilhem Ef þessi tillaga næði fram að ganga þyrfti að fara fram uppkosning í Norðvesturkjördæmi. „Og ef hún nær ekki fram að ganga verði að lokum greidd atkvæði um kjörbréf allra sextíu og þriggja og kosningarnar þar með metnar gildar,“ segir formaður kjörbréfanefndar. Starfandi forseti Alþingis segist sömu skoðunar og nefndarfólk um röð tillagna í atkvæðagreiðslunni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi umræðurnar standa enda engin tímamörk á þeim en almennt er búist við að hægt verði að lljúka þeim og greiða atkvæði um tillögurnar í kvöld. „Hins vegar er það auðvitað þannig að þetta er sérstakt mál og auðvitað stórt. Þannig að það eru auðvitað ýmsir þingmenn sem vilja taka til máls,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Grunar kosningasvik í Suðvesturkjördæmi Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum. 24. nóvember 2021 23:38 Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52
Grunar kosningasvik í Suðvesturkjördæmi Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum. 24. nóvember 2021 23:38
Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent