Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 26-31 | Rjúkandi heitir FH-ingar Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2021 20:53 Egill Magnússon var stórkostlegur í seinni hálfleiknum í kvöld. vísir/hulda margrét FH hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum og kom sér enn nær toppnum með 31-26 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum, í Olís-deild karla í handbolta. Hafi fólk ekki beðið með nægri eftirvæntingu eftir Hafnarfjarðarslagnum á miðvikudagskvöld þá jókst hún enn í kvöld. Með sigri FH er liðið aðeins stigi á eftir Haukum og sigurliðið á miðvikudaginn fær því toppsætið. Afturelding byrjaði leikinn í kvöld ágætlega en um miðjan fyrri hálfleik komst FH fram úr með afar öflugum varnarleik. Seinni hálfleikur hófst svo á flugeldasýningu Egils Magnússonar sem sá til þess að FH næði 5-6 marka forskoti og eftir það náðu Mosfellingar aldrei að hleypa mikilli spennu í leikinn. Egill og Ásbjörn Friðriksson skoruðu samtals 22 af 31 marki FH og voru nánast óstöðvandi fyrir vörn og markverði Aftureldingar sem þó verða alls ekki sakaðir um tapið. Jón Bjarni sagði stopp Guðmundur Bragi Ástþórsson byrjaði leikinn afar vel fyrir Aftureldingu og virtist geta skorað að vild. Þegar FH-ingar, með Jón Bjarna Ólafsson í jötunmóð í vörninni, náðu að koma böndum á Guðmund Braga gekk samherjum hans afar illa að finna sér leiðir að markinu. Guðmundur Bragi hafði náð að koma Aftureldingu í 10-9 en svo sögðu Jón Bjarni og félagar stopp og fengu aðeins eitt mark á sig síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Á móti skoruðu FH-ingar jafnt og þétt, eins og þeir gerðu allan leikinn, enda hafa þeir einn Ásbjörn Friðriksson í sínum röðum sem virðist alltaf vita hvenær hann þarf að gera eitthvað og hvað hann þarf að gera. Egill fór hamförum Heimamönnum gekk betur að opna vörn FH í upphafi seinni hálfleiks en Phil Döhler kæfði allar hugmyndir þeirra um að saxa á forskotið. Það gerði Egill Magnússon líka en það rann hreinlega á hann æði. Egill skoraði fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks, með alvöru bombum, og hélt áfram að raða inn mörkum út leikinn. Ef að hann tók ekki skot sjálfur var hann með ógn sinni búinn að opna vörn Aftureldingar fyrir félaga sína. Þó að sóknarleikur Aftureldingar kæmist í lag minnkaði munurinn því ekkert og FH var með 4-6 marka forskot til leiksloka, fyrir utan þegar Egill kom liðinu í 30-23 þegar skammt var eftir. Á meðan að FH-ingar eru á miklu flugi þarf Afturelding að gera sér að góðu að vera í miðri deild, með 10 stig eftir jafnmarga leiki. Liðið þarf í raun frekar að huga að því að verja sæti sitt í úrslitakeppni en að berjast um sæti við bestu lið deildarinnar, og margt þarf að breytast í jóla- og janúarfríinu þegar það tekur við. Af hverju vann FH? FH-ingar léku frábæra vörn seinni hluta fyrri hálfleiks og bjuggu sér til þægilegt forskot. Liðið er svo með tvo hágæðasóknarmenn í Agli og Ásbirni sem vörn Aftureldingar tókst aldrei að finna lausnir gegn. Hverjir stóðu upp úr? Eins og fyrr segir voru Egill og Ásbjörn í sérflokki í kvöld og skoruðu ekki bara 12 og 10 mörk hvor, heldur bjuggu til restina af mörkunum eða þar um bil fyrir félaga sína. Jón Bjarni var frábær í vörn FH í fyrri hálfleik og virtist lemja hugrekki og baráttuanda úr heimamönnum. Hvað gekk illa? Afturelding þarf að leika mikið betri vörn til að eiga roð við bestu liðum landsins. Andri Sigmarsson Scheving varði oft vel í marki liðsins og var alls með 35% markvörslu, en það var ekki frammistöðu varnarinnar fyrir framan hann að þakka. Hvað gerist næst? FH tekur á móti Haukum á miðvikudag í sannkölluðum stórleik. Afturelding sækir Fram heim í Safamýri á laugardaginn. Ásbjörn: Egill ákvað bara að skjóta alltaf „Mér fannst við fínir sóknarlega allan leikinn en það sem lagði grunninn að sigrinum var að eftir svona 10-15 mínútur af leiknum, náðum við upp vörninni sem við höfum náð í síðustu leikjum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson sem skoraði tíu marka FH-inga. „Við lokuðum aðeins á þá og keyrðum í bakið á þeim, og það skapaði smáforskot í hálfleik. Svo kemur Egill sjóðandi heitur inn í seinni hálfleik, skorar 4-5 mörk í röð. Þá erum við bara í góðu jafnvægi með alla leikmenn heita og spilandi góða vörn, og þá eigum við ekki að missa slíkt tækifæri til að vinna leiki. Við gerðum það ekki og unnum nokkuð þægilega,“ sagði Ásbjörn. En hvað var í gangi hjá Agli í upphafi seinni hálfleiks, þegar hann smellti inn hverju markinu á fætur öðru? „Við spiluðum aðeins kerfi þar sem hornamaðurinn kemur út, sem við spiluðum ekki mikið í fyrri hálfleik, og Egill ákvað bara að skjóta alltaf. Þetta var bara allt inni. Einföld uppskrift,“ sagði Ásbjörn, sem tók einnig undir að Jón Bjarni Ólafsson hefði gengið vasklega fram í vörninni á fyrrnefndum góða kafla FH-inga undir lok fyrri hálfleiks. „Þeir voru mikið að sækja þarna á vörnina og Jón Bjarni og Gytis voru þéttir fyrir. Það var stutt á milli þeirra og þeir náðu góðum brotum – ef einn var kominn með hálft brot þá var næsti mættur og kláraði brotið. Það er erfitt að spila á móti svona vörn og tempóið fer úr sóknarleiknum.“ Ásbjörn vildi ekki gera of mikið úr því að FH-ingar virðast fara á miklu flugi í Hafnafjarðarslaginn á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að hann skoraði 10 mörk fékk hann góðan tíma til að hvílast í kvöld fyrir þann slag. „Við höfum verið að bæta okkur eftir því sem líður á tímabilið og 7, 9, 13 haldist frekar heilir. Þá nærðu inn á milli að bæta aðeins við leikinn hjá þér, og mér finnst við alltaf vera að verða betri, varnar- og sóknarlega. Við þurfum bara að halda þeirri vinnu áfram Þetta eru margir leikir og strákarnir sem eru að koma inn af bekknum þurfa að vera klárir í að koma inn á. Við þurfum að skapa breidd og erum með ágætis breidd sem við þurfum að nýta þegar spilað er þétt,“ sagði Ásbjörn. Olís-deild karla Afturelding FH
FH hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum og kom sér enn nær toppnum með 31-26 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum, í Olís-deild karla í handbolta. Hafi fólk ekki beðið með nægri eftirvæntingu eftir Hafnarfjarðarslagnum á miðvikudagskvöld þá jókst hún enn í kvöld. Með sigri FH er liðið aðeins stigi á eftir Haukum og sigurliðið á miðvikudaginn fær því toppsætið. Afturelding byrjaði leikinn í kvöld ágætlega en um miðjan fyrri hálfleik komst FH fram úr með afar öflugum varnarleik. Seinni hálfleikur hófst svo á flugeldasýningu Egils Magnússonar sem sá til þess að FH næði 5-6 marka forskoti og eftir það náðu Mosfellingar aldrei að hleypa mikilli spennu í leikinn. Egill og Ásbjörn Friðriksson skoruðu samtals 22 af 31 marki FH og voru nánast óstöðvandi fyrir vörn og markverði Aftureldingar sem þó verða alls ekki sakaðir um tapið. Jón Bjarni sagði stopp Guðmundur Bragi Ástþórsson byrjaði leikinn afar vel fyrir Aftureldingu og virtist geta skorað að vild. Þegar FH-ingar, með Jón Bjarna Ólafsson í jötunmóð í vörninni, náðu að koma böndum á Guðmund Braga gekk samherjum hans afar illa að finna sér leiðir að markinu. Guðmundur Bragi hafði náð að koma Aftureldingu í 10-9 en svo sögðu Jón Bjarni og félagar stopp og fengu aðeins eitt mark á sig síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik. Á móti skoruðu FH-ingar jafnt og þétt, eins og þeir gerðu allan leikinn, enda hafa þeir einn Ásbjörn Friðriksson í sínum röðum sem virðist alltaf vita hvenær hann þarf að gera eitthvað og hvað hann þarf að gera. Egill fór hamförum Heimamönnum gekk betur að opna vörn FH í upphafi seinni hálfleiks en Phil Döhler kæfði allar hugmyndir þeirra um að saxa á forskotið. Það gerði Egill Magnússon líka en það rann hreinlega á hann æði. Egill skoraði fjögur fyrstu mörk seinni hálfleiks, með alvöru bombum, og hélt áfram að raða inn mörkum út leikinn. Ef að hann tók ekki skot sjálfur var hann með ógn sinni búinn að opna vörn Aftureldingar fyrir félaga sína. Þó að sóknarleikur Aftureldingar kæmist í lag minnkaði munurinn því ekkert og FH var með 4-6 marka forskot til leiksloka, fyrir utan þegar Egill kom liðinu í 30-23 þegar skammt var eftir. Á meðan að FH-ingar eru á miklu flugi þarf Afturelding að gera sér að góðu að vera í miðri deild, með 10 stig eftir jafnmarga leiki. Liðið þarf í raun frekar að huga að því að verja sæti sitt í úrslitakeppni en að berjast um sæti við bestu lið deildarinnar, og margt þarf að breytast í jóla- og janúarfríinu þegar það tekur við. Af hverju vann FH? FH-ingar léku frábæra vörn seinni hluta fyrri hálfleiks og bjuggu sér til þægilegt forskot. Liðið er svo með tvo hágæðasóknarmenn í Agli og Ásbirni sem vörn Aftureldingar tókst aldrei að finna lausnir gegn. Hverjir stóðu upp úr? Eins og fyrr segir voru Egill og Ásbjörn í sérflokki í kvöld og skoruðu ekki bara 12 og 10 mörk hvor, heldur bjuggu til restina af mörkunum eða þar um bil fyrir félaga sína. Jón Bjarni var frábær í vörn FH í fyrri hálfleik og virtist lemja hugrekki og baráttuanda úr heimamönnum. Hvað gekk illa? Afturelding þarf að leika mikið betri vörn til að eiga roð við bestu liðum landsins. Andri Sigmarsson Scheving varði oft vel í marki liðsins og var alls með 35% markvörslu, en það var ekki frammistöðu varnarinnar fyrir framan hann að þakka. Hvað gerist næst? FH tekur á móti Haukum á miðvikudag í sannkölluðum stórleik. Afturelding sækir Fram heim í Safamýri á laugardaginn. Ásbjörn: Egill ákvað bara að skjóta alltaf „Mér fannst við fínir sóknarlega allan leikinn en það sem lagði grunninn að sigrinum var að eftir svona 10-15 mínútur af leiknum, náðum við upp vörninni sem við höfum náð í síðustu leikjum,“ sagði Ásbjörn Friðriksson sem skoraði tíu marka FH-inga. „Við lokuðum aðeins á þá og keyrðum í bakið á þeim, og það skapaði smáforskot í hálfleik. Svo kemur Egill sjóðandi heitur inn í seinni hálfleik, skorar 4-5 mörk í röð. Þá erum við bara í góðu jafnvægi með alla leikmenn heita og spilandi góða vörn, og þá eigum við ekki að missa slíkt tækifæri til að vinna leiki. Við gerðum það ekki og unnum nokkuð þægilega,“ sagði Ásbjörn. En hvað var í gangi hjá Agli í upphafi seinni hálfleiks, þegar hann smellti inn hverju markinu á fætur öðru? „Við spiluðum aðeins kerfi þar sem hornamaðurinn kemur út, sem við spiluðum ekki mikið í fyrri hálfleik, og Egill ákvað bara að skjóta alltaf. Þetta var bara allt inni. Einföld uppskrift,“ sagði Ásbjörn, sem tók einnig undir að Jón Bjarni Ólafsson hefði gengið vasklega fram í vörninni á fyrrnefndum góða kafla FH-inga undir lok fyrri hálfleiks. „Þeir voru mikið að sækja þarna á vörnina og Jón Bjarni og Gytis voru þéttir fyrir. Það var stutt á milli þeirra og þeir náðu góðum brotum – ef einn var kominn með hálft brot þá var næsti mættur og kláraði brotið. Það er erfitt að spila á móti svona vörn og tempóið fer úr sóknarleiknum.“ Ásbjörn vildi ekki gera of mikið úr því að FH-ingar virðast fara á miklu flugi í Hafnafjarðarslaginn á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að hann skoraði 10 mörk fékk hann góðan tíma til að hvílast í kvöld fyrir þann slag. „Við höfum verið að bæta okkur eftir því sem líður á tímabilið og 7, 9, 13 haldist frekar heilir. Þá nærðu inn á milli að bæta aðeins við leikinn hjá þér, og mér finnst við alltaf vera að verða betri, varnar- og sóknarlega. Við þurfum bara að halda þeirri vinnu áfram Þetta eru margir leikir og strákarnir sem eru að koma inn af bekknum þurfa að vera klárir í að koma inn á. Við þurfum að skapa breidd og erum með ágætis breidd sem við þurfum að nýta þegar spilað er þétt,“ sagði Ásbjörn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti