Innlent

Ráð­herra­listi Sjálf­stæðis­flokksins: Jón nýr dóms­mála­ráð­herra og Guð­rún tekur við af honum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ríkisstjórnarfundur í Ráðaherrabústaðnum
Ríkisstjórnarfundur í Ráðaherrabústaðnum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn. Að öðru leyti verða töluverðar breytingar á ráðherralista Sjálfstæðisflokksins.

Jón Gunnarsson verður nýr dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir mun taka við af honum eftir að hámarki átján mánuði, samkvæmt Bjarna.

Guðlaugur Þór Þórðarson fer úr utanríkisráðuneytinu og verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála. Í stað hans verður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra.

Ný ríkisstjórn verður kynnt til leiks klukkan eitt. Fylgjast má með beinni útsendingu frá blaðamannafundinum hér.


Tengdar fréttir

Svandís og Guðmundur fara í nýja ráðherrastóla

Eins og búist var við verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×