Bíll við bíl í snjókomunni í Reykjavík og árekstur tefur umferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2021 16:54 Það er vissara að hafa varann á í umferðinni á þessum snjódegi vetrarins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árekstur tveggja bíla varð á Hafnarfjarðarvegi nærri Arnarnesbrúnni síðdegis. Vinna stendur yfir á vettvangi og gengur umferð afar hægt frá Reykjavík til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar af þessum sökum. Árekstur.is segist hafa sinnt á annan tug árekstra síðdegis og hafi komið á óvart hve margir séu á sumardekkjum. „Ég fór frá lögreglustöðinni fyrir hálftíma og er kominn á gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar,“ segir Ásgeir Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er lýsandi fyrir ferðalög fólks um höfuðborgarsvæðið í snjókomunni seinni partinn í dag. Vegalengdin sem Ásgeir hafði ferðast er um tveir kílómetrar. Til gamans má reikna út meðalhraða hans þennan hálftíma, fjórir kílómetrar á klukkustund sem er ekki óþekktur gönguhraði. „Umferðin fer bara fetið,“ segir Ásgeir. Þessi hjólreiðakappi verður örugglega fljótari heim til sín en margur akandi.Vísir/Vilhelm Snjónum byrjaði að kyngja niður eftir hádegið, mörgum til mikillar gleði enda fyrsti í aðventu í gær og desember fram undan. Gleðin er líklega ekki jafn mikil hjá þeim sem aka enn á sumardekkjunum. Ásgeir minnir á að það þurfi aðeins einn illa búinn bíl til að setja allt úr umferð. Hann beinir til þeirra sem eru á sumardekkjum að fresta heimför til að lenda ekki í basli sem stöðvi umferð annarra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt einu útkalli í umferðinni eftir að snjórinn byrjaði að falla. Árekstur tveggja bíla Hafnarfjarðarvegi undir Arnarneshæðinni sem tefur töluvert fyrir umferð. Annars virðist umferðin ganga stórslysalaust fyrir sig en afar hægt. „Það eru allar götur bara pakkaðar,“ segir Ásgeir sem hafði lokið vakt og á leiðinni heim. Fólk ætti að reikna með að það taki sinn tíma að komast heim í dag. Í myndbandi hér að neðan má sjá hversu þung umferðin var á Hringbraut á sjötta tímanum í kvöld. Uppfært klukkan 17:05 Fréttastofa fékk ábendingu um að vörubíll ætti í miklum erfiðleikum að komast upp Bústaðaveginn nærri Skógarhlíð. Það tefði sömuleiðis fyrir umferð á svæðinu. Þá kemur fram í tilkynningu frá Árekstur.is að fyrirtækið hafi sinnt á annan tug árekstra í umferðinni síðdegis. Kalla hafi þurft út mannskap af frívakt. „Þá hefur það komið okkur mjög á óvart hversu margir í þessum árekstrum eru enn á sumardekkjum.“ Uppfært klukkan 17:25 Fréttastofa hefur fengið ábendingu frá vegfaranda um að vörubíll sé í basli í Ártúnsbrekku sem tefji fyrir umferð. Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
„Ég fór frá lögreglustöðinni fyrir hálftíma og er kominn á gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar,“ segir Ásgeir Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er lýsandi fyrir ferðalög fólks um höfuðborgarsvæðið í snjókomunni seinni partinn í dag. Vegalengdin sem Ásgeir hafði ferðast er um tveir kílómetrar. Til gamans má reikna út meðalhraða hans þennan hálftíma, fjórir kílómetrar á klukkustund sem er ekki óþekktur gönguhraði. „Umferðin fer bara fetið,“ segir Ásgeir. Þessi hjólreiðakappi verður örugglega fljótari heim til sín en margur akandi.Vísir/Vilhelm Snjónum byrjaði að kyngja niður eftir hádegið, mörgum til mikillar gleði enda fyrsti í aðventu í gær og desember fram undan. Gleðin er líklega ekki jafn mikil hjá þeim sem aka enn á sumardekkjunum. Ásgeir minnir á að það þurfi aðeins einn illa búinn bíl til að setja allt úr umferð. Hann beinir til þeirra sem eru á sumardekkjum að fresta heimför til að lenda ekki í basli sem stöðvi umferð annarra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt einu útkalli í umferðinni eftir að snjórinn byrjaði að falla. Árekstur tveggja bíla Hafnarfjarðarvegi undir Arnarneshæðinni sem tefur töluvert fyrir umferð. Annars virðist umferðin ganga stórslysalaust fyrir sig en afar hægt. „Það eru allar götur bara pakkaðar,“ segir Ásgeir sem hafði lokið vakt og á leiðinni heim. Fólk ætti að reikna með að það taki sinn tíma að komast heim í dag. Í myndbandi hér að neðan má sjá hversu þung umferðin var á Hringbraut á sjötta tímanum í kvöld. Uppfært klukkan 17:05 Fréttastofa fékk ábendingu um að vörubíll ætti í miklum erfiðleikum að komast upp Bústaðaveginn nærri Skógarhlíð. Það tefði sömuleiðis fyrir umferð á svæðinu. Þá kemur fram í tilkynningu frá Árekstur.is að fyrirtækið hafi sinnt á annan tug árekstra í umferðinni síðdegis. Kalla hafi þurft út mannskap af frívakt. „Þá hefur það komið okkur mjög á óvart hversu margir í þessum árekstrum eru enn á sumardekkjum.“ Uppfært klukkan 17:25 Fréttastofa hefur fengið ábendingu frá vegfaranda um að vörubíll sé í basli í Ártúnsbrekku sem tefji fyrir umferð.
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira