Formaður KKÍ: „Ríkisstjórnin þarf því að stíga upp núna“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Atli Arason skrifa 30. nóvember 2021 07:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Stöð 2 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, ræddi við Vísi eftir leik Íslands og Rússlands í undankeppni HM 2023 í gærkvöldi. Umræðan snerist aðallega um aðstöðuna hér á landi en loks virðist vera að rofa til í þeim málum. „Númer eitt þá fagna ég því að þjóðarleikvangur innanhússíþrótta og þjóðarleikvangur yfir höfuð sé sérstaklega í stjórnarsáttmálanum. Það eitt og sér er ákveðið fagnaðarefni. að sjálfsögðu hefði ég reyndar viljað sjá sterkara á kveðið með þetta,“ sagði Hannes og vitnaði svo í ummæli Ásmunds Einars Daðasonar sem mun nú sjá um þennan málaflokk hjá ríkisstjórn Íslands. Hannes hefur trú „Ég hef mikla trú á Ásmundi Einari sem ráðherra í þessum málaflokki. Hann hefur sýnt að hann getur komið mörgum hlutum í verk.“ „Þetta verður líka að fara að gerast, það má ekki bíða með þetta í þrjú eða fjögur ár. Ég hef þegar óskað eftir formlegum fundi með honum um þessi mál, gerði það strax þegar ljóst var að hann myndi taka við. Við verðum að fara ræða þessi mál. Ég hef fulla trú á því að við setjumst niður og ræðum þessi mál í annað hvort þessari viku eða byrjun þeirrar næstu,“ bætti Hannes við um málefni Laugardagshallar. „Það þarf að koma þessu inn í fjármálaáætlun og fjárlög, það má ekki bíða með þetta þangað til undir lok kjörtímabilsins. Þetta verður að gerast núna því við erum í rauninni heimilislaus, innanhúsíþróttum á Íslandi vantar heimili.“ „Þetta snýst um það hvort við viljum gefa afreksíþróttum það heimili sem þær þurfa og þetta snýst eiginlega um það hvort við viljum afreksíþróttir á Íslandi yfir höfuð.“ Vandræði á næsta ári „Við þurfum að gera eitthvað í þessu núna og við þurfum að sjá eitthvað gert á næstu vikum. Við erum að horfa á það að Laugardalshöllin verður væntanlega ekki tilbúinn í lok febrúar þegar við erum að keppa á móti Ítalíu. Eins og staðan er núna þá er Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, ekki að fara að gefa okkur aðra undanþágu og þá erum við kannski að fara að spila heimaleikinn okkar á Ítalíu, við verðum að finna lausn á því.“ Hannes segir að KKÍ hefði ekki fengið undanþágu fyrir áætlaðan heimaleik gegn Rússlandi í gær, á öðrum leikvelli á Íslandi því FIBA hefði nú þegar verið búið að veita KKÍ svo margar undanþágur fyrir Laugardalshöll á meðan ekkert þokaðist áfram í áformum um nýjan þjóðarleikvang, þrátt fyrir ítrekuð loforð í gegnum árin. FIBA þarf að fá haldbærar sannanir fyrir því að nýr leikvangur er í raun og veru á leiðinni áður en sambandið gefur Íslandi fleiri undanþágur. „Hins vegar, ef FIBA sér að það er raunverulegur vilji ríkisvaldsins að byggja nýjan þjóðarleikvang þá er möguleiki á að við gætum fengið undanþágu fyrir leikinn gegn Ítalíu í lok febrúar. Laugardalshöllin á að vera klár í vor þannig við ættum að geta spilað heimaleikina gegn Hollandi og Rússlandi á heimavelli í júlí. Ríkisstjórnin þarf því að stíga upp núna en ekki eftir nokkra mánuði.“ Samskipti við Ásmund Einar „Hann hafði óformlega samband við mig þegar ljóst var að hann myndi taka við íþróttamálum. Hann hafði samband til að velta upp hvaða möguleikar væru í boði og láta mig vita að þetta væri komið í stjórnarsáttmála. Hann átti klárlega frumkvæðið á þeim samskiptum, sem ég fagna því það sýnir okkur að hann hefur áhuga.“ „Nú þarf bara að setja fjármagn í þetta og ákveða endanlega staðsetningu. Við þurfum að ræsa vinnuvélarnar og koma þessu í gang.“ Hannes var í nefnd sem var skipuð til að fara yfir málefni þjóðarleikvangs Íslands. Sú nefnd skilaði af sér skýrslu seint á síðasta ári en lítið hefur gerst síðan. „Það er hægt að taka þá skýrslu fram núna, ég er klár í þá vinnu. Ég veit að íþróttahreyfingin er klár í þá vinnu, að fara á fullt með íþróttamálaráðherra og vera með honum í þessu næstu daga og næstu vikur.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta gerist undir forystu Ásmundar og þessarar ríkisstjórnar. Þetta er málefni allra stjórnmálaflokka.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30 „Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Sjá meira
„Númer eitt þá fagna ég því að þjóðarleikvangur innanhússíþrótta og þjóðarleikvangur yfir höfuð sé sérstaklega í stjórnarsáttmálanum. Það eitt og sér er ákveðið fagnaðarefni. að sjálfsögðu hefði ég reyndar viljað sjá sterkara á kveðið með þetta,“ sagði Hannes og vitnaði svo í ummæli Ásmunds Einars Daðasonar sem mun nú sjá um þennan málaflokk hjá ríkisstjórn Íslands. Hannes hefur trú „Ég hef mikla trú á Ásmundi Einari sem ráðherra í þessum málaflokki. Hann hefur sýnt að hann getur komið mörgum hlutum í verk.“ „Þetta verður líka að fara að gerast, það má ekki bíða með þetta í þrjú eða fjögur ár. Ég hef þegar óskað eftir formlegum fundi með honum um þessi mál, gerði það strax þegar ljóst var að hann myndi taka við. Við verðum að fara ræða þessi mál. Ég hef fulla trú á því að við setjumst niður og ræðum þessi mál í annað hvort þessari viku eða byrjun þeirrar næstu,“ bætti Hannes við um málefni Laugardagshallar. „Það þarf að koma þessu inn í fjármálaáætlun og fjárlög, það má ekki bíða með þetta þangað til undir lok kjörtímabilsins. Þetta verður að gerast núna því við erum í rauninni heimilislaus, innanhúsíþróttum á Íslandi vantar heimili.“ „Þetta snýst um það hvort við viljum gefa afreksíþróttum það heimili sem þær þurfa og þetta snýst eiginlega um það hvort við viljum afreksíþróttir á Íslandi yfir höfuð.“ Vandræði á næsta ári „Við þurfum að gera eitthvað í þessu núna og við þurfum að sjá eitthvað gert á næstu vikum. Við erum að horfa á það að Laugardalshöllin verður væntanlega ekki tilbúinn í lok febrúar þegar við erum að keppa á móti Ítalíu. Eins og staðan er núna þá er Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, ekki að fara að gefa okkur aðra undanþágu og þá erum við kannski að fara að spila heimaleikinn okkar á Ítalíu, við verðum að finna lausn á því.“ Hannes segir að KKÍ hefði ekki fengið undanþágu fyrir áætlaðan heimaleik gegn Rússlandi í gær, á öðrum leikvelli á Íslandi því FIBA hefði nú þegar verið búið að veita KKÍ svo margar undanþágur fyrir Laugardalshöll á meðan ekkert þokaðist áfram í áformum um nýjan þjóðarleikvang, þrátt fyrir ítrekuð loforð í gegnum árin. FIBA þarf að fá haldbærar sannanir fyrir því að nýr leikvangur er í raun og veru á leiðinni áður en sambandið gefur Íslandi fleiri undanþágur. „Hins vegar, ef FIBA sér að það er raunverulegur vilji ríkisvaldsins að byggja nýjan þjóðarleikvang þá er möguleiki á að við gætum fengið undanþágu fyrir leikinn gegn Ítalíu í lok febrúar. Laugardalshöllin á að vera klár í vor þannig við ættum að geta spilað heimaleikina gegn Hollandi og Rússlandi á heimavelli í júlí. Ríkisstjórnin þarf því að stíga upp núna en ekki eftir nokkra mánuði.“ Samskipti við Ásmund Einar „Hann hafði óformlega samband við mig þegar ljóst var að hann myndi taka við íþróttamálum. Hann hafði samband til að velta upp hvaða möguleikar væru í boði og láta mig vita að þetta væri komið í stjórnarsáttmála. Hann átti klárlega frumkvæðið á þeim samskiptum, sem ég fagna því það sýnir okkur að hann hefur áhuga.“ „Nú þarf bara að setja fjármagn í þetta og ákveða endanlega staðsetningu. Við þurfum að ræsa vinnuvélarnar og koma þessu í gang.“ Hannes var í nefnd sem var skipuð til að fara yfir málefni þjóðarleikvangs Íslands. Sú nefnd skilaði af sér skýrslu seint á síðasta ári en lítið hefur gerst síðan. „Það er hægt að taka þá skýrslu fram núna, ég er klár í þá vinnu. Ég veit að íþróttahreyfingin er klár í þá vinnu, að fara á fullt með íþróttamálaráðherra og vera með honum í þessu næstu daga og næstu vikur.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta gerist undir forystu Ásmundar og þessarar ríkisstjórnar. Þetta er málefni allra stjórnmálaflokka.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30 „Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. 29. nóvember 2021 20:30
„Við þurfum okkar áhorfendur“ Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Íslands, var svekktur með 24 stiga tap gegn Rússlandi, 89-65. Ægir kennir slakri byrjun á leiknum um tapið en minnir þó á að Rússar eru með gífurlega sterkt lið. 29. nóvember 2021 20:10